„Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2025 08:00 Emil Ásmundsson ásamt syni sínum. Vísir/Lýður Eftir meiðslahrjáðan feril hefur Emil Ásmundsson sett fótboltaskóna upp á hillu aðeins þrítugur að aldri. Fimmta hnéaðgerðin á rúmum áratug gerði útslagið. Emil tilkynnti um ákvörðun sína í vikunni eftir að tímabili Fylkis í Lengjudeildinni lauk um helgina. Hann var talinn gríðarlega efnilegur og spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild aðeins 17 ára gamall og hélt í kjölfarið til Englands í akademíu Brighton & Hove Albion. Þar byrjuðu hins vegar vandræði hans með hnémeiðsli sem áttu eftir að elta hann á röndum, allan hans feril. „Þau byrja þegar ég bý úti og er að spila með Brighton. Þá meiðist ég í hnénu og er frá í eitt og hálft ár. Það var byrjunin á þessu. Þau fylgdu í kjölfarið á árs fresti sirka. Þetta voru yfirleitt þrír til fjórir mánuðir eða meira. Það var aldrei létt tognun, það þurfti að fara í aðgerð eða gera og græja þessa hluti í hnénu,“ segir Emil. Hnén ráði því þeirri ákvörðun að hann hætti. „Heilsufar hefur spilað svolítið stóran þátt í þessu. Ég hef verið í veseni með hnén á mér. Fimmta hnéaðgerðin í byrjun sumars gerði útslagið. Það er fínt að gera þetta á þeim forsendum að geta klárað síðasta leikinn en ekki að fara út af á hækjum, niðurlútur. Ég tók þessa ákvörðun snemma sumars að þetta yrði mitt síðasta.“ Ekkert ljós án myrkurs Emil skilur sáttur við en segir óneitanlega einhverja eftirsjá fylgja svo miklum hnémeiðslum. Það var því erfitt að taka þá ákvörðun að hætta. „Já, klárlega. Þetta hefur verið stærsti hluti lífs manns síðan maður var fimm ára. Maður stefndi að því að vera fótboltamaður þegar maður yrði stór. Maður náði að lifa það að hluta en góðir hlutir taka enda,“ segir Emil. Situr það í Emil að meiðslin hafi sett svo mikinn svip á feril hans? „Auðvitað gerir það það. Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni næst eftir að hafa verið svona óheppinn. Maður getur ekki verið að dvelja lengi við þetta, þá nær maður ekki að njóta eða að setja sér það markmið að koma til baka. Maður reyndi alltaf að horfa fram veginn og hugsa jákvætt. Mér tókst að gera það með góðri hjálp liðsfélaga, þjálfara og fólksins í kringum mig,“ Emil skilur sáttur við ferilinn þó honum fylgi eðlilega einhver eftirsjá í ljósi meiðslanna.Vísir/Lýður „Eins og góðvinur minn Hrafn Tómasson sagði svo skemmtilega: Það er ekkert ljós á myrkurs. Maður þarf að upplifa dimma tíma til að geta notið líka,“ segir Emil. Leitar að góðum bumbubolta Emil skilur ekki alfarið við boltann, hann starfar sem styrktarþjálfari hjá Fylki og hyggst sprikkla með félögunum. „Ég mætti í fyrsta bumbuboltann á mánudaginn. Það tímabil er opinberlega hafið. Maður hefur verið að skoða í kringum sig, hvort maður geti komist að í góðum bumbubolta til að spila með í vetur.“ Viðtalið má sjá í heild að neðan. Klippa: Emil Ásmunds gerir upp ferilinn og meiðslin Fylkir Lengjudeild karla Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Emil tilkynnti um ákvörðun sína í vikunni eftir að tímabili Fylkis í Lengjudeildinni lauk um helgina. Hann var talinn gríðarlega efnilegur og spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild aðeins 17 ára gamall og hélt í kjölfarið til Englands í akademíu Brighton & Hove Albion. Þar byrjuðu hins vegar vandræði hans með hnémeiðsli sem áttu eftir að elta hann á röndum, allan hans feril. „Þau byrja þegar ég bý úti og er að spila með Brighton. Þá meiðist ég í hnénu og er frá í eitt og hálft ár. Það var byrjunin á þessu. Þau fylgdu í kjölfarið á árs fresti sirka. Þetta voru yfirleitt þrír til fjórir mánuðir eða meira. Það var aldrei létt tognun, það þurfti að fara í aðgerð eða gera og græja þessa hluti í hnénu,“ segir Emil. Hnén ráði því þeirri ákvörðun að hann hætti. „Heilsufar hefur spilað svolítið stóran þátt í þessu. Ég hef verið í veseni með hnén á mér. Fimmta hnéaðgerðin í byrjun sumars gerði útslagið. Það er fínt að gera þetta á þeim forsendum að geta klárað síðasta leikinn en ekki að fara út af á hækjum, niðurlútur. Ég tók þessa ákvörðun snemma sumars að þetta yrði mitt síðasta.“ Ekkert ljós án myrkurs Emil skilur sáttur við en segir óneitanlega einhverja eftirsjá fylgja svo miklum hnémeiðslum. Það var því erfitt að taka þá ákvörðun að hætta. „Já, klárlega. Þetta hefur verið stærsti hluti lífs manns síðan maður var fimm ára. Maður stefndi að því að vera fótboltamaður þegar maður yrði stór. Maður náði að lifa það að hluta en góðir hlutir taka enda,“ segir Emil. Situr það í Emil að meiðslin hafi sett svo mikinn svip á feril hans? „Auðvitað gerir það það. Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni næst eftir að hafa verið svona óheppinn. Maður getur ekki verið að dvelja lengi við þetta, þá nær maður ekki að njóta eða að setja sér það markmið að koma til baka. Maður reyndi alltaf að horfa fram veginn og hugsa jákvætt. Mér tókst að gera það með góðri hjálp liðsfélaga, þjálfara og fólksins í kringum mig,“ Emil skilur sáttur við ferilinn þó honum fylgi eðlilega einhver eftirsjá í ljósi meiðslanna.Vísir/Lýður „Eins og góðvinur minn Hrafn Tómasson sagði svo skemmtilega: Það er ekkert ljós á myrkurs. Maður þarf að upplifa dimma tíma til að geta notið líka,“ segir Emil. Leitar að góðum bumbubolta Emil skilur ekki alfarið við boltann, hann starfar sem styrktarþjálfari hjá Fylki og hyggst sprikkla með félögunum. „Ég mætti í fyrsta bumbuboltann á mánudaginn. Það tímabil er opinberlega hafið. Maður hefur verið að skoða í kringum sig, hvort maður geti komist að í góðum bumbubolta til að spila með í vetur.“ Viðtalið má sjá í heild að neðan. Klippa: Emil Ásmunds gerir upp ferilinn og meiðslin
Fylkir Lengjudeild karla Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira