Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. september 2025 11:44 Getty Norska konungsfjölskyldan hefur beðið streymisveituna Netflix um að fjarlægja allt myndefni af Hákoni krónprinsi úr heimildarmyndinni Rebel Royals: An Unlikely Love Story, sem kom út í morgun. Þetta kemur fram á norska miðliðinum VG. Marta Lovísa er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar og systir Hákonar krónprins. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Heimildarmyndin fjallar um samband norsku prinsessunnar Mörtu Lovísu og Bandaríkjamannsins Durek Verrett. Samband þeirra hefur lengi verið umdeilt og hefur útgáfa myndarinnar sömuleiðis vakið mikla athygli síðustu vikur og mánuði. Myndin var svo frumsýnd á Netflix í morgun. Í frétt VG segir að þátttaka Mörtu Lovísu og Durek í myndinni brjóti í bága við samkomulag sem þau gerðu við konungsfjölskylduna. Samkomulagið fól meðal annars í sér að tryggja að fjölskyldan yrði ekki tengd sambandi þeirra opinberlega, meðal annars vegna umdeildra ummæla Verrett sem kallar sig shaman. Markmið samkomulagsins var að tryggja ró í kringum konungshöllina og veita hjónunum frelsi í viðskiptum, lífi og starfi. Þá áttu þau að forðast að vísa til tengsla við konungsfjölskylduna, sleppa því að minnast á hana á samfélagsmiðlum, ekki nota prinsessutitilinn né birta myndir af fjölskyldumeðlimum í tengslum við persónuleg viðskipti þeirra. Konungshöllin hafði samband við Netflix Norska konungsfjölskyldan óskaði eftir því að verða ekki mynduð við brúðkaup Mörtu Lovísu og Durek sumarið 2024 þar sem réttindi brúðarmyndannna voru seld til slúðurmiðla og Netflix, en öðrum fjölmiðlum var meinaður aðgangur. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir var birt myndbrot af Hákoni krónprins í einni senu í myndinni þar sem hann var að ræða við tengdason sinn á kynningarfundi daginn fyrir brúðkaupið. Eftir að konungshöllin tók málið upp við Netflix hefur þessi sena verið fjarlægð. Þetta staðfestir konungsfjölskyldan við norska ríkismiðilinn NRK. Vildu ekki særa neinn Marta og Durek sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þau segja að þeim þyki leitt ef eitthvað í ferlinu hafi valdið sársauka eða skaða fyrir aðra. „Við eigum bæði náið og hlýlegt samband við alla meðlimi konungsfjölskyldunnar. Við elskum þau ótrúlega mikið og okkur þykir mjög leitt ef eitthvað í þessu ferli hefur valdið þeim sársauka eða skaða,“ segir í skriflegri yfirlýsingu samkvæmt VG. Þá leggja hjónin áherslu á að þau hafi hvorki framleitt myndina né haft áhrif á hvaða kæmi fram í henni. Kóngafólk Netflix Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27 Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10 Norska pressan í sárum Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. 30. ágúst 2024 10:55 Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira
Marta Lovísa er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar og systir Hákonar krónprins. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Heimildarmyndin fjallar um samband norsku prinsessunnar Mörtu Lovísu og Bandaríkjamannsins Durek Verrett. Samband þeirra hefur lengi verið umdeilt og hefur útgáfa myndarinnar sömuleiðis vakið mikla athygli síðustu vikur og mánuði. Myndin var svo frumsýnd á Netflix í morgun. Í frétt VG segir að þátttaka Mörtu Lovísu og Durek í myndinni brjóti í bága við samkomulag sem þau gerðu við konungsfjölskylduna. Samkomulagið fól meðal annars í sér að tryggja að fjölskyldan yrði ekki tengd sambandi þeirra opinberlega, meðal annars vegna umdeildra ummæla Verrett sem kallar sig shaman. Markmið samkomulagsins var að tryggja ró í kringum konungshöllina og veita hjónunum frelsi í viðskiptum, lífi og starfi. Þá áttu þau að forðast að vísa til tengsla við konungsfjölskylduna, sleppa því að minnast á hana á samfélagsmiðlum, ekki nota prinsessutitilinn né birta myndir af fjölskyldumeðlimum í tengslum við persónuleg viðskipti þeirra. Konungshöllin hafði samband við Netflix Norska konungsfjölskyldan óskaði eftir því að verða ekki mynduð við brúðkaup Mörtu Lovísu og Durek sumarið 2024 þar sem réttindi brúðarmyndannna voru seld til slúðurmiðla og Netflix, en öðrum fjölmiðlum var meinaður aðgangur. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir var birt myndbrot af Hákoni krónprins í einni senu í myndinni þar sem hann var að ræða við tengdason sinn á kynningarfundi daginn fyrir brúðkaupið. Eftir að konungshöllin tók málið upp við Netflix hefur þessi sena verið fjarlægð. Þetta staðfestir konungsfjölskyldan við norska ríkismiðilinn NRK. Vildu ekki særa neinn Marta og Durek sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þau segja að þeim þyki leitt ef eitthvað í ferlinu hafi valdið sársauka eða skaða fyrir aðra. „Við eigum bæði náið og hlýlegt samband við alla meðlimi konungsfjölskyldunnar. Við elskum þau ótrúlega mikið og okkur þykir mjög leitt ef eitthvað í þessu ferli hefur valdið þeim sársauka eða skaða,“ segir í skriflegri yfirlýsingu samkvæmt VG. Þá leggja hjónin áherslu á að þau hafi hvorki framleitt myndina né haft áhrif á hvaða kæmi fram í henni.
Kóngafólk Netflix Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27 Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10 Norska pressan í sárum Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. 30. ágúst 2024 10:55 Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira
Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27
Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10
Norska pressan í sárum Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. 30. ágúst 2024 10:55