Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2025 13:11 Borgin er þriðji áfangastaður Icelandair á Ítalíu, ásamt Róm og Mílanó. Vísir/Vilhelm Icelandair mun hefja flug til Feneyja á Ítalíu næsta sumar. Flogið verður þrisvar í viku frá 22. maí til 18. október, á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum. Borgin er þriðji áfangastaður Icelandair á Ítalíu, ásamt Róm og Mílanó. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að Feneyjar séu afar vinsæll ferðamannastaður með einstaka sögu og menningu sem laði að ferðamenn alls staðar að úr heiminum. „Borgin er byggð á 118 eyjum og tengd með brúm og síkjum, sem gerir hana að einni sérkennilegustu og rómantískustu borgum Evrópu. Þar má finna ríkulega sögu, glæsilega byggingarlist og fjölbreytta menningu – allt frá gotneskum dómkirkjum til líflegra markaða og listahátíða. Einnig verður flug til sólaráfangastaða aukið næsta sumar sem og flug til vinsælla áfangastaða á Norðurlöndum og þriggja áfangastaða í Norður-Ameríku, Nashville, Baltimore og Denver. Þá verður flug til Edinborgar nú í boði allt árið, í stað þess að vera einungis hluti af vetraráætlun og jafnframt verður flogið til Malaga allt árið utan janúar og febrúar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að félagið haldi áfram að þróa leiðakerfið í takt við þarfir og óskir viðskiptavina. „Sveigjanlegt og öflugt leiðakerfi gerir okkur kleift að bregðast hratt við breytingum á markaði og bæta við spennandi áfangastöðum eins og Feneyjum. Við sjáum tækifæri í því að auka hlutfall farþega til og frá Íslandi og endurspeglast það í því að við aukum sérstaklega tíðnina til sólaráfangastaða, Norðurlanda og valinna áfangastaða vestanhafs,“ segir Bigi Nils. Icelandair Ítalía Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að Feneyjar séu afar vinsæll ferðamannastaður með einstaka sögu og menningu sem laði að ferðamenn alls staðar að úr heiminum. „Borgin er byggð á 118 eyjum og tengd með brúm og síkjum, sem gerir hana að einni sérkennilegustu og rómantískustu borgum Evrópu. Þar má finna ríkulega sögu, glæsilega byggingarlist og fjölbreytta menningu – allt frá gotneskum dómkirkjum til líflegra markaða og listahátíða. Einnig verður flug til sólaráfangastaða aukið næsta sumar sem og flug til vinsælla áfangastaða á Norðurlöndum og þriggja áfangastaða í Norður-Ameríku, Nashville, Baltimore og Denver. Þá verður flug til Edinborgar nú í boði allt árið, í stað þess að vera einungis hluti af vetraráætlun og jafnframt verður flogið til Malaga allt árið utan janúar og febrúar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að félagið haldi áfram að þróa leiðakerfið í takt við þarfir og óskir viðskiptavina. „Sveigjanlegt og öflugt leiðakerfi gerir okkur kleift að bregðast hratt við breytingum á markaði og bæta við spennandi áfangastöðum eins og Feneyjum. Við sjáum tækifæri í því að auka hlutfall farþega til og frá Íslandi og endurspeglast það í því að við aukum sérstaklega tíðnina til sólaráfangastaða, Norðurlanda og valinna áfangastaða vestanhafs,“ segir Bigi Nils.
Icelandair Ítalía Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira