Lífið

Drake fékk brjósta­haldarann frá Guggu í fangið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Drake virtist hæstánægður með brjóstahaldarann hennar Guggu og sagðist ætla að taka hann með sér heim.
Drake virtist hæstánægður með brjóstahaldarann hennar Guggu og sagðist ætla að taka hann með sér heim.

Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát á Instagram, kastaði brjóstahaldara sínum upp á svið á tónleikum kanadíska rapparans Drake í Berlín í Þýskalandi í gær. Drake var hæstánægður með uppátækið.

Drake endurbirti myndskeið sem Gugga birti á Instagram-story þar sem hann sagði:

„Vá, 44 H – guð minn góður, ég tek þennan með mér heim,“ sagði Drake, hissa á svip, þar sem hann hélt á brjóstahaldaranum á sviðinu.

Gugga er einn stærsti áhrifavaldur landsins og er með rúmlega 37 þúsund fylgjendur. Það verður áhugvert að fylgjast með hækkandi fylgjendatölu eftir þetta. 

Hún var gestur Einkalífsins í fyrra þar sem ræddi vegferð sína, erfið áföll, að fagna líkama sínum, brjóstamyndina á plötuumslagi ClubDub, útvarpið, fyrsta giggið sem var á stóra sviðinu á Þjóðhátíð, að vilja ekki vera fyrirmynd og einfaldlega fá að hafa gaman að lífinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.