„Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2025 22:32 Sigurvin er einum sigri frá því að stýra Þrótt upp í Bestu deildina. Þróttur Reykjavík „Bara mjög vel, þetta er bara spenningur og gleði,“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar Reykjavíkur, um tilfinninguna þegar tæpur sólarhringur er í hreinan úrslitaleik liðsins um að komast í Bestu deild karla í fótbolta. Topplið Lengjudeildar karla, Þór Akureyri og Þróttur Reykjavík, mætast í lokaumferðinni sem fram fer á morgun, laugardag. Það er því ljóst að sigurvegarinn fer upp í Bestu deildina en ef liðin gera jafntefli gæti Njarðvík skotist upp í efsta sætið með sigri gegn Grindavík og tryggt sér eina örugga sætið í Bestu deildinni. Liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið. „Þetta er náttúrulega bara fótboltaleikur og við nálgumst hann auðvitað bara eins og alla hina. Maður finnur í umhverfinu, það eru allir að spyrja, velta fyrir sér og styðja okkur. Það er í rauninni bara bensín á vélina frekar en eitthvað annað,“ sagði Sigurvin um aðdragandann. „Okkur hefur gengið mjög vel í sumar og erum verðskuldað í þeirri stöðu sem við erum í því við höfum spilað vel. Þannig það er engin ástæða til að breyta því neitt. Ég sé það bara í augunum á mínum leikmönnum að þeim líður vel með þetta. Þetta er skemmtilegt, færð meiri stuðning. Við erum á heimavelli þannig það verður meira magn af jákvæðri orku í okkar garð heldur en oft áður og það er eitthvað sem við ætlum að nýta.“ Klippa: Sigurvin Ólafs: „Þeir sem standa sig betur hneppa hnossið“ Gott gengi síðari hlutann „Það var engin stökkbreyting. Það voru aðallega þið fjölmiðlamenn, töluðuð aldrei um okkur. Við erum búnir að vera heilt yfir nokkuð jafnir, auðvitað hefur gengið betur í seinni umferðinni en þeirri fyrri sem var þó fín líka. Höfum alltaf verið þarna í grennd við toppinn. Höfum haldið okkar línu og flogið undir radar.“ „Ef það endar þannig að ég enda í sjöunda himni,“ sagði sigurvegarinn Sigurvin og glotti aðspurður hvort hann kynni vel við sig undir radarnum. Um leikinn gegn Þór „Ég reikna með jöfnum leik. Búnir að mæta þeim fyrr á tímabilinu. Það var mjög jafnt þó við höfum unnið þar. Í fyrra voru þetta tveir jafnir leikir líka. Þórsarar mjög sterkir. Vona að bæði lið spili þetta óháð þessari spennu. Þórsarar eru vel spilandi, ef okkur tekst að spila vel verður þetta skemmtilegur leikur. Við leggjum á borðið það sem við þykjumst geta og þeir sem standa sig betur hreppa hnossið.“ Viðtalið við Sigurvin má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Topplið Lengjudeildar karla, Þór Akureyri og Þróttur Reykjavík, mætast í lokaumferðinni sem fram fer á morgun, laugardag. Það er því ljóst að sigurvegarinn fer upp í Bestu deildina en ef liðin gera jafntefli gæti Njarðvík skotist upp í efsta sætið með sigri gegn Grindavík og tryggt sér eina örugga sætið í Bestu deildinni. Liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið. „Þetta er náttúrulega bara fótboltaleikur og við nálgumst hann auðvitað bara eins og alla hina. Maður finnur í umhverfinu, það eru allir að spyrja, velta fyrir sér og styðja okkur. Það er í rauninni bara bensín á vélina frekar en eitthvað annað,“ sagði Sigurvin um aðdragandann. „Okkur hefur gengið mjög vel í sumar og erum verðskuldað í þeirri stöðu sem við erum í því við höfum spilað vel. Þannig það er engin ástæða til að breyta því neitt. Ég sé það bara í augunum á mínum leikmönnum að þeim líður vel með þetta. Þetta er skemmtilegt, færð meiri stuðning. Við erum á heimavelli þannig það verður meira magn af jákvæðri orku í okkar garð heldur en oft áður og það er eitthvað sem við ætlum að nýta.“ Klippa: Sigurvin Ólafs: „Þeir sem standa sig betur hneppa hnossið“ Gott gengi síðari hlutann „Það var engin stökkbreyting. Það voru aðallega þið fjölmiðlamenn, töluðuð aldrei um okkur. Við erum búnir að vera heilt yfir nokkuð jafnir, auðvitað hefur gengið betur í seinni umferðinni en þeirri fyrri sem var þó fín líka. Höfum alltaf verið þarna í grennd við toppinn. Höfum haldið okkar línu og flogið undir radar.“ „Ef það endar þannig að ég enda í sjöunda himni,“ sagði sigurvegarinn Sigurvin og glotti aðspurður hvort hann kynni vel við sig undir radarnum. Um leikinn gegn Þór „Ég reikna með jöfnum leik. Búnir að mæta þeim fyrr á tímabilinu. Það var mjög jafnt þó við höfum unnið þar. Í fyrra voru þetta tveir jafnir leikir líka. Þórsarar mjög sterkir. Vona að bæði lið spili þetta óháð þessari spennu. Þórsarar eru vel spilandi, ef okkur tekst að spila vel verður þetta skemmtilegur leikur. Við leggjum á borðið það sem við þykjumst geta og þeir sem standa sig betur hreppa hnossið.“ Viðtalið við Sigurvin má sjá í heild sinni ofar í fréttinni.
Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira