Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2025 07:32 Myndin sem TV Guia setti á forsíðu gefur til kynna að samband Ruben Neves við ekkju Diogo Jota sé í raun ástarsamband. Svo er ekki en Neves var vinur Jota til margra ára. Samsett/Skjáskot TVG/Getty Fótboltamaðurinn Ruben Neves sendi frá sér harðorðan pistil vegna myndar sem portúgalska tímaritið TV Guia setti á forsíðu og þótti gefa í skyn að hann ætti í ástarsambandi við ekkju Diogo Jota, náins vinar hans til margra ára. Fótboltaheimurinn hefur syrgt Jota eftir að hann lést ásamt Andre bróður sínum í bílslysi í júlí. Neves og Jota höfðu verið liðsfélagar í portúgalska landsliðinu sem og hjá Porto og Wolves, og það var því enn meira áfall fyrir Neves en flesta þegar slysið varð. Neves hefur leitað allra leiða til að heiðra minningu vinar síns og meðal annars fengið sér nýtt húðflúr með mynd af þeim að faðmast. Neves er kvæntur Debora Lourenco og hafa þau verið saman í meira en áratug, og Jota var nýbúinn að giftast Rute Cardoso þegar hann lést. Neves hefur sýnt Cardoso og börnunum þremur sem misstu pabba sinn allan þann stuðning sem hann getur, og honum blöskraði svo sannarlega þegar fyrrnefnd mynd birtist á forsíðu TV Guia. Tímaritið birti grein um vinasamband Neves og Cardoso, og stuðning Neves við fjölskyldu Jota, en það er myndavalið sem skiljanlega angrar Neves enda mætti halda að myndin sé tekin áður en þau Cardoso kyssast innilegum kossi. Fyrirsögnin var: „Eftir andlátið: Hvernig ekkja Diogo Jota hallar sér að besta vini hans“. Ruben Neves var einn af þeim sem báru kistuna í jarðarför Diogo Jota.Getty/Octavio Passos Neves hefur nú skrifað um málið og tekið af allan vafa um að þau Cardoso eigi í einhvers konar rómantísku sambandi. Í lauslegri þýðingu skrifaði hann: „Góðan daginn. Ég trúi alltaf á það góða í fólki, ég hef verið varaður við því enda hef ég þegar verið blekktur, og ég óska engum ills. Sá sem setti þessa mynd á forsíðu tímaritsins á ekki skilið að vera hamingjusamur, rétt eins og valið á henni olli ekki hamingju. Ég og konan mín, @deboralourenco23, höfum verið saman í yfir 11 ár, hamingjusöm, með fjölskyldu sem gerir mig stoltan, og í þessi 11 ár höfum við aldrei lent í neinum deilum. Við höfum gert okkar besta til að hjálpa Rute og fjölskyldu hennar eins og við best getum. Valið á þessari mynd er jafn óhamingjusamt og sá sem valdi hana og sá sem birti hana. Ég virði það að allir hafi sitt starf, ég virði að allir vilji gera sitt besta, ég virði ekki þá sem virða ekki aðra. Aftur segi ég, ég er stoltur af konunni sem ég á, fjölskyldunni sem ég á. Við erum stolt af Rute, fyrir þann styrk sem hún hefur haft, við erum hér hvað sem þarf, hún veit það. Þakka ykkur fyrir.“ Andlát Diogo Jota Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Sjá meira
Fótboltaheimurinn hefur syrgt Jota eftir að hann lést ásamt Andre bróður sínum í bílslysi í júlí. Neves og Jota höfðu verið liðsfélagar í portúgalska landsliðinu sem og hjá Porto og Wolves, og það var því enn meira áfall fyrir Neves en flesta þegar slysið varð. Neves hefur leitað allra leiða til að heiðra minningu vinar síns og meðal annars fengið sér nýtt húðflúr með mynd af þeim að faðmast. Neves er kvæntur Debora Lourenco og hafa þau verið saman í meira en áratug, og Jota var nýbúinn að giftast Rute Cardoso þegar hann lést. Neves hefur sýnt Cardoso og börnunum þremur sem misstu pabba sinn allan þann stuðning sem hann getur, og honum blöskraði svo sannarlega þegar fyrrnefnd mynd birtist á forsíðu TV Guia. Tímaritið birti grein um vinasamband Neves og Cardoso, og stuðning Neves við fjölskyldu Jota, en það er myndavalið sem skiljanlega angrar Neves enda mætti halda að myndin sé tekin áður en þau Cardoso kyssast innilegum kossi. Fyrirsögnin var: „Eftir andlátið: Hvernig ekkja Diogo Jota hallar sér að besta vini hans“. Ruben Neves var einn af þeim sem báru kistuna í jarðarför Diogo Jota.Getty/Octavio Passos Neves hefur nú skrifað um málið og tekið af allan vafa um að þau Cardoso eigi í einhvers konar rómantísku sambandi. Í lauslegri þýðingu skrifaði hann: „Góðan daginn. Ég trúi alltaf á það góða í fólki, ég hef verið varaður við því enda hef ég þegar verið blekktur, og ég óska engum ills. Sá sem setti þessa mynd á forsíðu tímaritsins á ekki skilið að vera hamingjusamur, rétt eins og valið á henni olli ekki hamingju. Ég og konan mín, @deboralourenco23, höfum verið saman í yfir 11 ár, hamingjusöm, með fjölskyldu sem gerir mig stoltan, og í þessi 11 ár höfum við aldrei lent í neinum deilum. Við höfum gert okkar besta til að hjálpa Rute og fjölskyldu hennar eins og við best getum. Valið á þessari mynd er jafn óhamingjusamt og sá sem valdi hana og sá sem birti hana. Ég virði það að allir hafi sitt starf, ég virði að allir vilji gera sitt besta, ég virði ekki þá sem virða ekki aðra. Aftur segi ég, ég er stoltur af konunni sem ég á, fjölskyldunni sem ég á. Við erum stolt af Rute, fyrir þann styrk sem hún hefur haft, við erum hér hvað sem þarf, hún veit það. Þakka ykkur fyrir.“
Andlát Diogo Jota Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Sjá meira