„Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2025 12:03 Viktir Jónsson er klár í slaginn fyrir leik kvöldsins. Vísir/Diego „Það er mikil spenna og langt síðan við höfum spilað leik. Við erum ferskir og klárir í slaginn,“ segir Viktor Jónsson, framherji ÍA, um leik liðsins við Breiðablik í Bestu deild karla í kvöld. Skagamenn eru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins. ÍA hefur ekki unnið leik síðan um miðjan júlí og spilað fimm í röð án sigurs. Liðið er límt við botn deildarinnar með 16 stig, átta frá öruggu sæti, þegar Skagamenn eiga sjö leiki eftir. Langt er frá síðasta leik en Viktor segir nýliðið landsleikjahlé hafa nýst vel. „Við höfum nýtt þetta landsleikjahlé vel og öll þessi stóru hlé sem við höfum verið í undanfarna tvo mánuði. Það hefur verið að meðaltali líklega um 10 dagar á milli leikja. Við höfum haft nægan tíma til að fara yfir ýmislegt á æfingasvæðinu,“ segir Viktor við íþróttadeild. En hléinu fylgja líka ókostir. „En það er alltaf vont að fá ekki leikformið og leikina til að halda rytmanum gangandi. Svo sem bara fínt að hafa fengið þennan tíma núna og mér finnst eins og á undanförum tíu dögum eða svo hafi komið smá innspýting í hópinn.“ Sénsunum fer fækkandi Skagamenn séu því komnir meira upp á tærnar. Aðspurður um hvað þurfi að breytast segir Viktor það nákvæmlega vera málið - að leikmenn átti sig á stöðunni og nýti það til að keyra upp geðveikina fyrir lokakafla mótsins. „Það er fyrst og fremst það að menn þurfa að fara að átta sig á því að við erum með bakið upp við vegg og hver einasti séns núna fer að verða sá síðasti. Það er það fyrsta sem menn þurfa að átta sig á. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að sénsunum fer fækkandi. Það er bara að leggja allt í sölurnar og skilja allt eftir úti á vellinum. Þetta kemur ekki að sjálfu sér og við þurfum að hafa fyrir þessu,“ segir Viktor. Nýtt upphaf og fokk it hugarfar Jafnlangt er síðan Breiðablik vann leik og ÍA. Liðið hefur einnig spilað fimm leiki í röð án sigurs og vann síðast deildarleik í júlí. Viktor veltir sér svo sem ekki mikið upp úr því. „Við höfum svo sem ekkert pælt í því hvað Blikarnir eru að gera eða hvernig þeim hefur gengið. Við vitum bara hvað við þurfum að gera. Það er nýtt upphaf í kvöld. Núna erum við bara komnir á þann stað. Það er bara do or die, eins og maður segir á góðri ensku,“ segir Viktor og bætir við: „Við erum búnir að vera núna neðstir í deildinni nánast allt tímabilið. Við höfum engu að tapa. Það er svolítið hugarfarið, fokk it hugarfar. Mæta inn á völlinn, gefa allt í þetta, gera frekar mistök en að vera í einhverjum feluleikjum og þora ekki að taka ábyrgð. Við ætlum að keyra á þetta, gefa þeim lítinn tíma á boltann og negla á þetta.“ Leikur ÍA og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 á Akranesi. Hann verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. ÍA Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
ÍA hefur ekki unnið leik síðan um miðjan júlí og spilað fimm í röð án sigurs. Liðið er límt við botn deildarinnar með 16 stig, átta frá öruggu sæti, þegar Skagamenn eiga sjö leiki eftir. Langt er frá síðasta leik en Viktor segir nýliðið landsleikjahlé hafa nýst vel. „Við höfum nýtt þetta landsleikjahlé vel og öll þessi stóru hlé sem við höfum verið í undanfarna tvo mánuði. Það hefur verið að meðaltali líklega um 10 dagar á milli leikja. Við höfum haft nægan tíma til að fara yfir ýmislegt á æfingasvæðinu,“ segir Viktor við íþróttadeild. En hléinu fylgja líka ókostir. „En það er alltaf vont að fá ekki leikformið og leikina til að halda rytmanum gangandi. Svo sem bara fínt að hafa fengið þennan tíma núna og mér finnst eins og á undanförum tíu dögum eða svo hafi komið smá innspýting í hópinn.“ Sénsunum fer fækkandi Skagamenn séu því komnir meira upp á tærnar. Aðspurður um hvað þurfi að breytast segir Viktor það nákvæmlega vera málið - að leikmenn átti sig á stöðunni og nýti það til að keyra upp geðveikina fyrir lokakafla mótsins. „Það er fyrst og fremst það að menn þurfa að fara að átta sig á því að við erum með bakið upp við vegg og hver einasti séns núna fer að verða sá síðasti. Það er það fyrsta sem menn þurfa að átta sig á. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að sénsunum fer fækkandi. Það er bara að leggja allt í sölurnar og skilja allt eftir úti á vellinum. Þetta kemur ekki að sjálfu sér og við þurfum að hafa fyrir þessu,“ segir Viktor. Nýtt upphaf og fokk it hugarfar Jafnlangt er síðan Breiðablik vann leik og ÍA. Liðið hefur einnig spilað fimm leiki í röð án sigurs og vann síðast deildarleik í júlí. Viktor veltir sér svo sem ekki mikið upp úr því. „Við höfum svo sem ekkert pælt í því hvað Blikarnir eru að gera eða hvernig þeim hefur gengið. Við vitum bara hvað við þurfum að gera. Það er nýtt upphaf í kvöld. Núna erum við bara komnir á þann stað. Það er bara do or die, eins og maður segir á góðri ensku,“ segir Viktor og bætir við: „Við erum búnir að vera núna neðstir í deildinni nánast allt tímabilið. Við höfum engu að tapa. Það er svolítið hugarfarið, fokk it hugarfar. Mæta inn á völlinn, gefa allt í þetta, gera frekar mistök en að vera í einhverjum feluleikjum og þora ekki að taka ábyrgð. Við ætlum að keyra á þetta, gefa þeim lítinn tíma á boltann og negla á þetta.“ Leikur ÍA og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 á Akranesi. Hann verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland.
ÍA Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira