Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar 10. september 2025 15:32 Dagurinn í dag, 10. september er helgaður sjálfsvígsforvörnum. Í dag klæðist fólk gulu í nafni vitundarvakningar líkt og gert hefur verið árlega undanfarin ár. Vitundarvakning ein og sér nægir þó ekki ef þeim orðum fylgja ekki skýrar aðgerðir af hálfu stjórnvalda. Hvergi hefur verið sýnt fram á að gulir sokkar eða hálsklútar einir og sér bjargi mannslífum. Sjálfsvíg á Íslandi eru jafnalgeng eða algengari en í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Tíðni sjálfsvíga á Íslandi er 12,3 á hverja 100.000 íbúa á árunum 1999-2023. Þannig látast um 40-50 manns á ári í sjálfsvígi á Íslandi. Beinn kostnaður samfélagsins við hvert sjálfsvíg og afleiðingar þess nemur tugum milljóna vegna veikinda, vinnutaps, álags á heilbrigðis- og félagsþjónustu og fleiri þátta. Álagið á fjölskyldur þeirra sem látast í sjálfsvígi verður ekki metið til fjár. Þrátt fyrir að þessar staðreyndir hafi verið þekktar um langt skeið og þrátt fyrir að vitað sé að með greiðu aðgengi að viðeigandi sálfræðimeðferð megi draga úr sjúkdómsbyrði vegna andlegra veikinda og fækka sjálfsvígum, sitjum við enn upp með það að vitundarvakning og fræðsla virðast vera helsta svar stjórnvalda við vandanum. Íslenskt heilbrigðiskerfi einkennist enn af biðlistum og er á engan hátt í stakk búið til að mæta brýnni og raunverulegri þörf fyrir sálfræðimeðferð. Hér verður líka að halda því til haga að sjálfsvígsforvanir geta ekki snúist einungis um fræðslu eða almenn lágþröskuldaúrræði heldur fyrst og fremst um greiðan aðgang að réttum greiningum og í kjölfarið að sérhæfðri, traustri og gagnreyndri sálfræðimeðferð á öllum stigum heilbrigðiskerfisins. Heilbrigðiskerfið er ekki eitthvað eitt fyrirbæri heldur stórt og flókið kerfi sem sett er saman úr mörgum smærri kerfum og einstökum einingum. Jafnan er talað um að heilbrigðiskerfið skiptist í þrjár línur. Heilsugæslan er fyrsta lína heilbrigðiskerfisins. Hugmyndin er sú að þar sé fyrsti viðkomustaður fólks í leit að heilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan er í dag engan vegin í stakk búin til að sinna því hlutverki, stöður sálfræðinga eru of fáar, aðgengi að þjónustu þeirra of erfitt vegna þess að fólk þarf fyrst að hitta heimilislækni til að fá tilvísun og biðlistar eftir þjónustu of langir. Því gerist það endurtekið að fólk fær ekki þjónustu á réttum tíma. Önnur lína heilbrigðiskerfisins er borin uppi af þjónustu sjálfstætt starfandi heilbrigðisstétta auk ýmis konar göngudeildaþjónustu, þar með talin eru geðheilsuteymi heilsugæslunnar. Uppbygging geðheilsuteyma hefur ekki verið markviss og þar, eins og annars staðar, er flöskuhálsinn í þjónustunni bið eftir sálfræðimeðferð. Því þarf að fjölga stöðum sálfræðinga í geðheilsuteymum.Þjónusta sjálfstætt starfandi sérgreinalækna, sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga og fleiri fagstétta er niðurgreidd með samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Um þjónustu þessara stétta eru í gildi tvíhliða samstarfssamningar Sjúkratrygginga og viðeigandi fagfélaga. Þegar kemur að sálfræðimeðferð hafa Sjúkratryggingar Íslands gefið út einhliða rammasamning um þjónustu sálfræðinga án samráðs við Sálfræðingafélag Íslands. Rammasamningurinn er mjög gallaður og þess eðlis að aðeins um 30 sálfræðingar hafa séð sér fært að veita þjónustu samkvæmt honum. Á þetta hefur verið bent á fundum fulltrúa Sálfræðingafélagsins með Sjúkratryggingum. Þrátt fyrir það hafa Sjúkratryggingar ekki brugðist við ábendingum um augljósa galla á samningnum auk þess að hafa ekki sinnt kalli okkar um viðræður um samstarfssamning. Þriðja lína heilbrigðiskerfisins er sjúkrahúsþjónustan. Legudeildir geðdeilda og göngudeildir sem veita langtímaþjónustu eru hluti sjúkrahúsþjónustunnar. Einnig þar eru vandmál vegna biðlista eftir sálfræðiþjónustu. Geðdeildir sjúkrahúsa eru vettvangur fyrir sérhæfða langtímameðferð. Þar er einnig skortur á sálfræðingum og bið eftir sálfræðimeðferð of löng. Í opinberri stefnumótun á Íslandi um forvarnir gegn sjálfvígum hefur verið mjög rík áhersla á almenn úrræði. Þessu til áréttingar má benda á að í 34 blaðsíðna riti um aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi 2025-2030 kemur orðið sálfræðimeðferð aldrei fyrir. Ekki einu sinni, á 34 blaðsíðum. Fólk í leit að sálfræðiþjónustu á að hafa val. Það á að geta leitað til opinbera hluta heilbrigðiskerfisins og fengið þar þjónustu án þess að þurfa að bíða mánuðum eða jafnvel árum saman. Það á líka að geta leitað sambærilegrar þjónustu hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki án þess að af því skapist aukakostnaður upp á hundruð þúsunda. Það er óásættanlegt að Sjúkratryggingar Íslands hafi ekki kallað Sálfræðingafélag Íslands, sem er fagfélag íslenskra sálfræðinga til samtals um samstarfssamning til að veita almenningi góða niðurgreidda sálfræðimeðferð. Að sama skapi veldur það þungum vonbrigðum að sjá að í nýútgefnu fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir fjárframlögum til að efla niðurgreiðslur og aðgengi að sálfræðimeðferð. Þetta er helsti flöskuhálsinn sem stendur í vegi fyrir að fólk fái þá meðferð sem það þarfnast. Á meðan þetta ástand varir heldur ójöfnuður áfram að vaxa - þau sem hafa efni á að greiða úr eigin vasa fá meðferð, en aðrir neyðast til að bíða, gefast upp eða leita sér engrar hjálpar. Vitundarvakningar og fræðsluátök skipta máli til að koma málum á dagskrá. Greitt aðgengi að lágþrepameðferðum er líka mjög mikilvægt. Það breytir engu um það að það þarf að stórbæta aðgengi þeirra sem glíma við þungan og langvarandi geðrænan vanda að sálfræðimeðferð. Að einblína á almennar lausnir án þess að tryggja aðgengi að sérhæfðri meðferð er í raun ábyrgðarleysi. Sjálfsvígsforvarnir byggja á raunverulegum aðgerðum – ekki bara orðum. Raunverulegar forvarnir krefjast fjárfestingar í sálfræðimeðferð á öllum stigum heilbrigðiskerfisins. Aðgengi að sálfræðimeðferð er ekki munaður heldur lífsnauðsyn, og það er bæði siðferðileg og samfélagsleg skylda okkar að tryggja það. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Pétur Maack Þorsteinsson Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag, 10. september er helgaður sjálfsvígsforvörnum. Í dag klæðist fólk gulu í nafni vitundarvakningar líkt og gert hefur verið árlega undanfarin ár. Vitundarvakning ein og sér nægir þó ekki ef þeim orðum fylgja ekki skýrar aðgerðir af hálfu stjórnvalda. Hvergi hefur verið sýnt fram á að gulir sokkar eða hálsklútar einir og sér bjargi mannslífum. Sjálfsvíg á Íslandi eru jafnalgeng eða algengari en í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Tíðni sjálfsvíga á Íslandi er 12,3 á hverja 100.000 íbúa á árunum 1999-2023. Þannig látast um 40-50 manns á ári í sjálfsvígi á Íslandi. Beinn kostnaður samfélagsins við hvert sjálfsvíg og afleiðingar þess nemur tugum milljóna vegna veikinda, vinnutaps, álags á heilbrigðis- og félagsþjónustu og fleiri þátta. Álagið á fjölskyldur þeirra sem látast í sjálfsvígi verður ekki metið til fjár. Þrátt fyrir að þessar staðreyndir hafi verið þekktar um langt skeið og þrátt fyrir að vitað sé að með greiðu aðgengi að viðeigandi sálfræðimeðferð megi draga úr sjúkdómsbyrði vegna andlegra veikinda og fækka sjálfsvígum, sitjum við enn upp með það að vitundarvakning og fræðsla virðast vera helsta svar stjórnvalda við vandanum. Íslenskt heilbrigðiskerfi einkennist enn af biðlistum og er á engan hátt í stakk búið til að mæta brýnni og raunverulegri þörf fyrir sálfræðimeðferð. Hér verður líka að halda því til haga að sjálfsvígsforvanir geta ekki snúist einungis um fræðslu eða almenn lágþröskuldaúrræði heldur fyrst og fremst um greiðan aðgang að réttum greiningum og í kjölfarið að sérhæfðri, traustri og gagnreyndri sálfræðimeðferð á öllum stigum heilbrigðiskerfisins. Heilbrigðiskerfið er ekki eitthvað eitt fyrirbæri heldur stórt og flókið kerfi sem sett er saman úr mörgum smærri kerfum og einstökum einingum. Jafnan er talað um að heilbrigðiskerfið skiptist í þrjár línur. Heilsugæslan er fyrsta lína heilbrigðiskerfisins. Hugmyndin er sú að þar sé fyrsti viðkomustaður fólks í leit að heilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan er í dag engan vegin í stakk búin til að sinna því hlutverki, stöður sálfræðinga eru of fáar, aðgengi að þjónustu þeirra of erfitt vegna þess að fólk þarf fyrst að hitta heimilislækni til að fá tilvísun og biðlistar eftir þjónustu of langir. Því gerist það endurtekið að fólk fær ekki þjónustu á réttum tíma. Önnur lína heilbrigðiskerfisins er borin uppi af þjónustu sjálfstætt starfandi heilbrigðisstétta auk ýmis konar göngudeildaþjónustu, þar með talin eru geðheilsuteymi heilsugæslunnar. Uppbygging geðheilsuteyma hefur ekki verið markviss og þar, eins og annars staðar, er flöskuhálsinn í þjónustunni bið eftir sálfræðimeðferð. Því þarf að fjölga stöðum sálfræðinga í geðheilsuteymum.Þjónusta sjálfstætt starfandi sérgreinalækna, sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga og fleiri fagstétta er niðurgreidd með samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Um þjónustu þessara stétta eru í gildi tvíhliða samstarfssamningar Sjúkratrygginga og viðeigandi fagfélaga. Þegar kemur að sálfræðimeðferð hafa Sjúkratryggingar Íslands gefið út einhliða rammasamning um þjónustu sálfræðinga án samráðs við Sálfræðingafélag Íslands. Rammasamningurinn er mjög gallaður og þess eðlis að aðeins um 30 sálfræðingar hafa séð sér fært að veita þjónustu samkvæmt honum. Á þetta hefur verið bent á fundum fulltrúa Sálfræðingafélagsins með Sjúkratryggingum. Þrátt fyrir það hafa Sjúkratryggingar ekki brugðist við ábendingum um augljósa galla á samningnum auk þess að hafa ekki sinnt kalli okkar um viðræður um samstarfssamning. Þriðja lína heilbrigðiskerfisins er sjúkrahúsþjónustan. Legudeildir geðdeilda og göngudeildir sem veita langtímaþjónustu eru hluti sjúkrahúsþjónustunnar. Einnig þar eru vandmál vegna biðlista eftir sálfræðiþjónustu. Geðdeildir sjúkrahúsa eru vettvangur fyrir sérhæfða langtímameðferð. Þar er einnig skortur á sálfræðingum og bið eftir sálfræðimeðferð of löng. Í opinberri stefnumótun á Íslandi um forvarnir gegn sjálfvígum hefur verið mjög rík áhersla á almenn úrræði. Þessu til áréttingar má benda á að í 34 blaðsíðna riti um aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi 2025-2030 kemur orðið sálfræðimeðferð aldrei fyrir. Ekki einu sinni, á 34 blaðsíðum. Fólk í leit að sálfræðiþjónustu á að hafa val. Það á að geta leitað til opinbera hluta heilbrigðiskerfisins og fengið þar þjónustu án þess að þurfa að bíða mánuðum eða jafnvel árum saman. Það á líka að geta leitað sambærilegrar þjónustu hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki án þess að af því skapist aukakostnaður upp á hundruð þúsunda. Það er óásættanlegt að Sjúkratryggingar Íslands hafi ekki kallað Sálfræðingafélag Íslands, sem er fagfélag íslenskra sálfræðinga til samtals um samstarfssamning til að veita almenningi góða niðurgreidda sálfræðimeðferð. Að sama skapi veldur það þungum vonbrigðum að sjá að í nýútgefnu fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir fjárframlögum til að efla niðurgreiðslur og aðgengi að sálfræðimeðferð. Þetta er helsti flöskuhálsinn sem stendur í vegi fyrir að fólk fái þá meðferð sem það þarfnast. Á meðan þetta ástand varir heldur ójöfnuður áfram að vaxa - þau sem hafa efni á að greiða úr eigin vasa fá meðferð, en aðrir neyðast til að bíða, gefast upp eða leita sér engrar hjálpar. Vitundarvakningar og fræðsluátök skipta máli til að koma málum á dagskrá. Greitt aðgengi að lágþrepameðferðum er líka mjög mikilvægt. Það breytir engu um það að það þarf að stórbæta aðgengi þeirra sem glíma við þungan og langvarandi geðrænan vanda að sálfræðimeðferð. Að einblína á almennar lausnir án þess að tryggja aðgengi að sérhæfðri meðferð er í raun ábyrgðarleysi. Sjálfsvígsforvarnir byggja á raunverulegum aðgerðum – ekki bara orðum. Raunverulegar forvarnir krefjast fjárfestingar í sálfræðimeðferð á öllum stigum heilbrigðiskerfisins. Aðgengi að sálfræðimeðferð er ekki munaður heldur lífsnauðsyn, og það er bæði siðferðileg og samfélagsleg skylda okkar að tryggja það. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun