Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar 10. september 2025 10:00 Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna en þá er sjónum beint að þeim mikla lýðheilsuvanda sem sjálfsvíg eru. Lögð er áhersla á að við opnum umræðu um sjálfsvíg en að umræðan fari fram með ábyrgum og yfirveguðum hætti. Þar gildir meðal annars að umræða um tölfræði sjálfsvíga sé rétt en árlega eru birtar um þau tölur á vef embættis landlæknis. Þar má sjá að tíðni sjálfsvíga hefur lítið breyst undanfarna áratugi en hún er nú um 11,3 per 100 þúsund íbúa á ári miðað við síðustu 5 ár. Því er nauðsynlegt að gera betur og eins vel og hægt er í hvers kyns forvörnum. Samtal getur bjargað lífi Mörg okkar kunna að bjarga mannslífi með endurlífgun; með því að staðfesta meðvitundarleysi, hringja í 112 eftir hjálp, beita hjartahnoði og nota sjálfvirk hjartastuðtæki þar sem þau eru til taks. Sama gildir um andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Þar gildir í fyrsta lagi að taka eftir; vera vakandi fyrir merkjum um vanlíðan eða breytingum á hegðun. Í öðru lagi að hlusta, þora að taka samtalið og spyrja nánar ef við höfum áhyggjur. Í þriðja lagi að leita lausna og hjálpa viðkomandi að finna leiðir að stuðningi og aðstoð en um slíkt má lesa á vefsíðunni gulurseptember.is Loks þarf að fylgja einstaklingnum eftir, spyrja um líðan og hvort aðstoðin fékkst. Sjá meðfylgjandi mynd. Aðgerðaáætlun gegn sjálfsvígum Í janúar 2024 var stofnuð, undir hatti embættis landlæknis ný miðstöð um sjálfsvígsforvarnir sem hlaut hið fallega nafn Lífsbrú. Einnig var stofnaður sjóður með sama nafni til að styðja við forvarnir. Markmiðið er að fækka sjálfsvígum á Íslandi og veita stuðning þeim sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi. Nú liggur fyrir uppfærð aðgerðaáætlun um sjálfsvígsforvarnir til næstu fimm ára. Áætlunin er í sjö liðum og byggir á 27 aðgerðum. Þær snúa m.a að rannsóknum á sjálfsvígum, fyrst afturvirkt til ársins 2000 og svo er ráðgert að skoða hvert sjálfsvíg jafnharðan. Einnig að efla aðgengi að lágþröskuldaúrræðum án biðtíma fyrir bæði fullorðna og börn. Takmarka þarf eins og hægt er aðgengi að mögulegum leiðum til sjálfsvígs og m.a. efla fræðslu um lyf, ekki síst þau sem geta ýtt undir sjálfsvígshugsanir. Þá verður farið í vitundarvakningu og fræðslu, annars vegar til lykilaðila sem að málum koma (heilbrigðisstarfsfólk, þeir sem sinna sálgæslu, viðbragðaðilar, starfsfólk fangelsa, skóla, félagsþjónustu og hjálparsíma) og hins vegar til fjölmiðlafólks. Ábyrg fjölmiðlaumfjöllun um sjálfsvíg hefur verndandi áhrif, svokölluð Papageno áhrif meðan óvönduð umfjöllun getur virkað á gagnstæðan hátt, sk. Werther áhrif. Ætlunin er einnig að efla forvarnar- og heilsueflingarstarf meðal barna og ungmenna með áherslu á að efla seiglu, félags- og tilfinningafærni. Mikilvægur liður sjálfsvígsforvarna er að tryggja lágþröskuldaúrræði fyrir fólk sem upplifir vanlíðan, þ.e. Hjálparsíma Rauða krossins, Upplýsingasíma heilsugæslunnar og þjónustu Pieta samtakanna og Bergsins. Loks er ætlunin að samræma og innleiða áhættumat og skráningu í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Mikilvægt er einnig að styrkja stuðning við aðstandendur og koma þar á samræmdu lágþröskuldaúrræði á landsvísu. Vísar að þessu er Hjálp48 hjá Sorgarmiðstöð og Örninn. Áhersla á geðheilbrigðismál Sem heilbrigðisráðherra mun ég leggja áherslu á geðheilbrigðismál í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þegar hefur meðferð vegna fíknisjúkdóma verið styrkt svo um munar. Unnið er að styrkingu úrræða til að stytta bið barna eftir greiningum og meðferð. Fyrir liggur að geðþjónusta í framhaldsskólum verður efld og sömuleiðis hugað að sértækri geðheilbrigðisþjónustu fyrir aldrað fólk. Verið er að hefja tilraunaverkefni varðandi skimun í skólum til að finna börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og þróuð verða meðferðarúrræði til samræmis. Hugað er að áframhaldandi þróun lágþröskuldaúrræða auk þess sem sérhæfð þjónusta á Landspítala og hjá Geðheilsuteymi barna á Norðurlandi er styrkt varanlega. Fleira mætti nefna en á næsta fjárlagaári verður svo áfram haldið og er Geðheilbrigðisáætlun grunnur að áframhaldandi styrkingu í geðheilbrigðismálum. Við erum öll sjálfsvígsforvarnir Kæri lesandi. Kynnum okkur staðreyndir um efnið, t.d. á gulurseptember.is og á sjalfsvig.is. Látum okkur líðan hvers annars varða. Þorum að ræða málin en gerum það af yfirvegun. Við getum öll lagt af mörkum og borið út boðskapinn um að það er hjálp að fá. Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna en þá er sjónum beint að þeim mikla lýðheilsuvanda sem sjálfsvíg eru. Lögð er áhersla á að við opnum umræðu um sjálfsvíg en að umræðan fari fram með ábyrgum og yfirveguðum hætti. Þar gildir meðal annars að umræða um tölfræði sjálfsvíga sé rétt en árlega eru birtar um þau tölur á vef embættis landlæknis. Þar má sjá að tíðni sjálfsvíga hefur lítið breyst undanfarna áratugi en hún er nú um 11,3 per 100 þúsund íbúa á ári miðað við síðustu 5 ár. Því er nauðsynlegt að gera betur og eins vel og hægt er í hvers kyns forvörnum. Samtal getur bjargað lífi Mörg okkar kunna að bjarga mannslífi með endurlífgun; með því að staðfesta meðvitundarleysi, hringja í 112 eftir hjálp, beita hjartahnoði og nota sjálfvirk hjartastuðtæki þar sem þau eru til taks. Sama gildir um andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Þar gildir í fyrsta lagi að taka eftir; vera vakandi fyrir merkjum um vanlíðan eða breytingum á hegðun. Í öðru lagi að hlusta, þora að taka samtalið og spyrja nánar ef við höfum áhyggjur. Í þriðja lagi að leita lausna og hjálpa viðkomandi að finna leiðir að stuðningi og aðstoð en um slíkt má lesa á vefsíðunni gulurseptember.is Loks þarf að fylgja einstaklingnum eftir, spyrja um líðan og hvort aðstoðin fékkst. Sjá meðfylgjandi mynd. Aðgerðaáætlun gegn sjálfsvígum Í janúar 2024 var stofnuð, undir hatti embættis landlæknis ný miðstöð um sjálfsvígsforvarnir sem hlaut hið fallega nafn Lífsbrú. Einnig var stofnaður sjóður með sama nafni til að styðja við forvarnir. Markmiðið er að fækka sjálfsvígum á Íslandi og veita stuðning þeim sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi. Nú liggur fyrir uppfærð aðgerðaáætlun um sjálfsvígsforvarnir til næstu fimm ára. Áætlunin er í sjö liðum og byggir á 27 aðgerðum. Þær snúa m.a að rannsóknum á sjálfsvígum, fyrst afturvirkt til ársins 2000 og svo er ráðgert að skoða hvert sjálfsvíg jafnharðan. Einnig að efla aðgengi að lágþröskuldaúrræðum án biðtíma fyrir bæði fullorðna og börn. Takmarka þarf eins og hægt er aðgengi að mögulegum leiðum til sjálfsvígs og m.a. efla fræðslu um lyf, ekki síst þau sem geta ýtt undir sjálfsvígshugsanir. Þá verður farið í vitundarvakningu og fræðslu, annars vegar til lykilaðila sem að málum koma (heilbrigðisstarfsfólk, þeir sem sinna sálgæslu, viðbragðaðilar, starfsfólk fangelsa, skóla, félagsþjónustu og hjálparsíma) og hins vegar til fjölmiðlafólks. Ábyrg fjölmiðlaumfjöllun um sjálfsvíg hefur verndandi áhrif, svokölluð Papageno áhrif meðan óvönduð umfjöllun getur virkað á gagnstæðan hátt, sk. Werther áhrif. Ætlunin er einnig að efla forvarnar- og heilsueflingarstarf meðal barna og ungmenna með áherslu á að efla seiglu, félags- og tilfinningafærni. Mikilvægur liður sjálfsvígsforvarna er að tryggja lágþröskuldaúrræði fyrir fólk sem upplifir vanlíðan, þ.e. Hjálparsíma Rauða krossins, Upplýsingasíma heilsugæslunnar og þjónustu Pieta samtakanna og Bergsins. Loks er ætlunin að samræma og innleiða áhættumat og skráningu í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Mikilvægt er einnig að styrkja stuðning við aðstandendur og koma þar á samræmdu lágþröskuldaúrræði á landsvísu. Vísar að þessu er Hjálp48 hjá Sorgarmiðstöð og Örninn. Áhersla á geðheilbrigðismál Sem heilbrigðisráðherra mun ég leggja áherslu á geðheilbrigðismál í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þegar hefur meðferð vegna fíknisjúkdóma verið styrkt svo um munar. Unnið er að styrkingu úrræða til að stytta bið barna eftir greiningum og meðferð. Fyrir liggur að geðþjónusta í framhaldsskólum verður efld og sömuleiðis hugað að sértækri geðheilbrigðisþjónustu fyrir aldrað fólk. Verið er að hefja tilraunaverkefni varðandi skimun í skólum til að finna börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og þróuð verða meðferðarúrræði til samræmis. Hugað er að áframhaldandi þróun lágþröskuldaúrræða auk þess sem sérhæfð þjónusta á Landspítala og hjá Geðheilsuteymi barna á Norðurlandi er styrkt varanlega. Fleira mætti nefna en á næsta fjárlagaári verður svo áfram haldið og er Geðheilbrigðisáætlun grunnur að áframhaldandi styrkingu í geðheilbrigðismálum. Við erum öll sjálfsvígsforvarnir Kæri lesandi. Kynnum okkur staðreyndir um efnið, t.d. á gulurseptember.is og á sjalfsvig.is. Látum okkur líðan hvers annars varða. Þorum að ræða málin en gerum það af yfirvegun. Við getum öll lagt af mörkum og borið út boðskapinn um að það er hjálp að fá. Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun