Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Magnús Jochum Pálsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 10. september 2025 08:57 Hrafnkell Rúnarsson er tvöfaldur Íslandsmeistari í drifti og á leið á heimsmeistaramót í íþróttinni. Íslenskur akstursíþróttamaður sem er á leið á heimsmeistaramótið í drifti í Lettlandi segir íþróttina stækka á hverju ári hér á landi. Markmið hans á mótinu sé að sýna að Íslendingar í sportinu séu til. Fyrsta Íslandsmótið í drifti fór fram árið 2009 en íþróttin gengur út á að þvinga afturenda bíls út á hlið með hjálp handbremsa eða afli í afturhjólum og þarf ökumaðurinn að hafa stjórn á bílnum í gegnum fyrirfram ákveðna braut. Íslandsmeistarinn í greininni byrjaði að keppa fyrir fjórum árum. „Ég asnaðist einhvern tímann til að fara með félaga mínum upp á braut í Hafnarfirðinum. Hann sagði mér að það hefði verið einhver drift-æfing í gangi og við fórum að skoða það, fullt af reyk og látum og það var eitthvað sem heillaði mig við þetta,“ segir Hrafnkell Rúnarsson, tvöfaldur Íslandsmeistari í drifti. Keppt við risastór lið Í drifti keppa tveir bílar í brautinni á sama tíma. Þeir fá stig út frá frammistöðunni hvernig þeim tekst að stilla bílnum upp við keilur í brautinni og fylla upp í svæði sem búið er að merkja. Hrafnkell er á leið til Lettlands á heimsmeistaramótið en tíu mann teymi fylgir honum út og aðstoðar við að halda bílnum gangandi. „Við erum að fara keppa alveg við risalið, eins og Toyota og Red Bull, úti og brautirnar sem við höfum hérna heima eru töluvert minni þannig við erum að nota allt sem við höfum í höndunum, eins og akstursherma, það er keyrt öll kvöld í því,“ segir Hrafnkell. Hann segir íþróttina stækkandi hér á landi en töluverður kostnaður fylgir því bílarnir eru gjörbreytir. Keppnisbíll Hrafnkels er rúllandi BMW-skel, allt annað er sérsmíðað eða breytt. Í Lettlandi mun Hrafnkell keppa við því allra bestu á braut sem þykir ein sú skemmtilegasta í heimi. Hann er hógvær í nálgun sinni: „Bara setja fótinn í þetta, sýna að Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka,“ Akstursíþróttir Lettland Bílar Íslendingar erlendis Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Sjá meira
Fyrsta Íslandsmótið í drifti fór fram árið 2009 en íþróttin gengur út á að þvinga afturenda bíls út á hlið með hjálp handbremsa eða afli í afturhjólum og þarf ökumaðurinn að hafa stjórn á bílnum í gegnum fyrirfram ákveðna braut. Íslandsmeistarinn í greininni byrjaði að keppa fyrir fjórum árum. „Ég asnaðist einhvern tímann til að fara með félaga mínum upp á braut í Hafnarfirðinum. Hann sagði mér að það hefði verið einhver drift-æfing í gangi og við fórum að skoða það, fullt af reyk og látum og það var eitthvað sem heillaði mig við þetta,“ segir Hrafnkell Rúnarsson, tvöfaldur Íslandsmeistari í drifti. Keppt við risastór lið Í drifti keppa tveir bílar í brautinni á sama tíma. Þeir fá stig út frá frammistöðunni hvernig þeim tekst að stilla bílnum upp við keilur í brautinni og fylla upp í svæði sem búið er að merkja. Hrafnkell er á leið til Lettlands á heimsmeistaramótið en tíu mann teymi fylgir honum út og aðstoðar við að halda bílnum gangandi. „Við erum að fara keppa alveg við risalið, eins og Toyota og Red Bull, úti og brautirnar sem við höfum hérna heima eru töluvert minni þannig við erum að nota allt sem við höfum í höndunum, eins og akstursherma, það er keyrt öll kvöld í því,“ segir Hrafnkell. Hann segir íþróttina stækkandi hér á landi en töluverður kostnaður fylgir því bílarnir eru gjörbreytir. Keppnisbíll Hrafnkels er rúllandi BMW-skel, allt annað er sérsmíðað eða breytt. Í Lettlandi mun Hrafnkell keppa við því allra bestu á braut sem þykir ein sú skemmtilegasta í heimi. Hann er hógvær í nálgun sinni: „Bara setja fótinn í þetta, sýna að Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka,“
Akstursíþróttir Lettland Bílar Íslendingar erlendis Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Sjá meira