Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. september 2025 10:02 Nadía Áróra er meðal þeirra sem sitja fyrir í nýrri herferð UN Women. Atli Þór „Útkoman var þessi bolur sem táknar það að jákvæðni og skilningur leiði gott af sér og ef maður einbeitir sér að því að sjá það fallega í fólki mun ástin sigra að lokum,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir, sem er hönnuðurinn á bak við nýjan FO-bol UN Women á Íslandi. Í fréttatilkynningu segir: „FO-bolurinn styður við starf UN Women í Afganistan en starfsemi stofnunarinnar hefur tekið stakkaskiptum frá því að talíbanar tóku völd í annað sinn þann 15. ágúst 2021. Þrátt fyrir það eru umfangsmestu verkefni UN Women einmitt í Afganistan – skýrt tákn fyrir staðfestu stofnunarinnar um að standa með afgönskum konum og stúlkum og kvenreknum félagasamtökum – og Afgönum öllum - þar sem þau berjast áfram fyrir mannréttindum sínum og frelsi.“ Helga Lilja Magnúsdóttir hönnuðurinn á bak við bolina.Atli Þór Jákvæðni, skilningur og ást Helga Lilja hannar undir merkjum Helicopter og BAHNS og hefur komið víða við í tísku- og hönnunarheiminum. „Það var áskorun að hanna bol fyrir málefni sem er jafn viðkvæmt og staða kvenna og stúlkna í Afganistan er. Við fórum í marga hringi með hönnunina og útlitið og nutum ráðgjafar afganskra kvenna við það, enda þurfti að taka tillit til ýmissa þátta, þar með talið menningarlegra þátta. Útkoman var þessi bolur sem táknar það að jákvæðni og skilningur leiði gott af sér og ef maður einbeitir sér að því að sjá það fallega í fólki mun ástin sigra að lokum,“ segir Helga Lilja um verkefnið. Gummi kíró er meðal þeirra sem sitja fyrir. Atli Þór Fjölskylduverkefni Segja má að listræn framkvæmd FO-herferðarinnar árið 2025 sé fjölskylduverkefni, því sambýlismaður Helgu Lilju, ljósmyndarinn Atli Þór Alfreðsson, tók myndirnar fyrir herferðina. Helga Lilja og Atli segja ánægjulegt að hafa fengið tækifæri til að vinna að þessu verkefni saman. „Við komum að þessu á mismunandi, en réttum, stöðum í ferlinu. Okkur finnst alltaf gott að vinna saman og erum bæði tengd inn í „bransann“. Atli er ljósmyndari og leikstjóri og ég tek stundum að mér vinnu við búninga og leikmynd í auglýsingum, svo við erum vön samvinnu bæði innan og utan heimilisins,“ útskýrir Helga Lilja. Hún segir mikinn heiður fyrir þau bæði að vera beðin um að leggja þessari FO-herferð lið. Listakonan Anna Kolfinna Kuran í fallega bolnum.Atli Þór „Velferð okkar allra skiptir máli, sama hvort sem við erum á Íslandi, Afganistan, Palestínu eða annars staðar. Það er okkar von og trú að ef við hjálpum hvoru öðru að ganga þau skref sem við getum í átt að betri heimi, skipti öll skref máli, lítil og stór,“ segir Helga Lilja og Atli bætir við: „Að fá að taka þátt í verkefni eins þýðingarmiklu og FO er, fyllir okkur auðmýkt. Þessi herferð hefur áður safnað haldbærum upphæðum til að senda út til þeirra landa sem mest þurfa og styrkt stoðir undir grunn mannréttindi þar sem þau lúta lægra haldi. Það er gott að horfa út fyrir landsteinana, horfa út fyrir sinn eigin kassa og þakka fyrir að maður geti lagt hönd á plóg.“ Þjóðþekktir einstaklingar leggja málefninu lið Að venju lögðu þjóðþekktir einstaklingar herferðinni lið með því að bregða sér í hlutverk fyrirsætu. Þeirra á meðal eru áhrifavaldurinn Gummi Kíró, leikarinn Davíð Þór Katrínarson, landsliðskonan Natasha Anasi, fyrirsætan Nadía Áróra, prófessorinn og læknirinn Magnús Karl og rithöfundurinn Embla Bachmann. Sala á bolnum hefst í dag á unwomen.is og í versluninni Kiosk á Granda. Landsliðskonan Natasha Anasi flott í bolnum.Atli Þór Í fréttatilkynningu segir jafnframt: „Bolurinn kostar 7.990 krónur og rennur allur ágóði til verkefna UN Women í Afganistan. Sem fyrr fjármagnar sala FO-varnings verkefni sem styðja við þolendur kynbundins ofbeldis eða efla forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi. Tíðni kynbundins ofbeldis er nærri þrisvar sinnum hærri í Afganistan en annars staðar í heiminum. Þó ekki sé lengur hægt að afla gagna um kynbundið ofbeldi í Afganistan á áreiðanlegan og öruggan máta, gefa þau gögn sem til eru alvarlega mynd af stöðu mála. Gögn frá 2018 sýndu að 34,7% afganskra kvenna höfðu verið beittar kynbundnu ofbeldi á síðustu tólf mánuðum, samanborið við 13% kvenna á heimsvísu. Persónulegar frásagnir benda til þess að staðan hafi versnað til muna frá árinu 2021. Á sama tíma hefur þjónusta til þolenda verið skorin niður og lagaleg vernd afnumin. FO-herferðin er styrkt af Öryggismiðstöðinni, sem stendur straum af öllum framleiðslukostnaði FO-bolsins og gerir UN Women á Íslandi kleift að senda allan ágóða út til verkefna UN Women í Afganistan. Er þetta annað árið í röð sem Öryggismiðstöðin styður við FO-herferð UN Women á Íslandi, en í fyrra aflaði FO-herferðin 8.118.170 króna til verkefna UN Women í Súdan. FO-útgáfupartý verður haldið í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42, föstudaginn 12. september 16:30 - 18:30. Boðið verður upp á léttar afganskar veitingar og Aperol Sprtiz og tónlist verður í höndum hins frábæra plötusnúðs Benna B-Ruff. Öll hjartanlega velkomin.“ Tíska og hönnun Mannréttindi Afganistan Samkvæmislífið Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir: „FO-bolurinn styður við starf UN Women í Afganistan en starfsemi stofnunarinnar hefur tekið stakkaskiptum frá því að talíbanar tóku völd í annað sinn þann 15. ágúst 2021. Þrátt fyrir það eru umfangsmestu verkefni UN Women einmitt í Afganistan – skýrt tákn fyrir staðfestu stofnunarinnar um að standa með afgönskum konum og stúlkum og kvenreknum félagasamtökum – og Afgönum öllum - þar sem þau berjast áfram fyrir mannréttindum sínum og frelsi.“ Helga Lilja Magnúsdóttir hönnuðurinn á bak við bolina.Atli Þór Jákvæðni, skilningur og ást Helga Lilja hannar undir merkjum Helicopter og BAHNS og hefur komið víða við í tísku- og hönnunarheiminum. „Það var áskorun að hanna bol fyrir málefni sem er jafn viðkvæmt og staða kvenna og stúlkna í Afganistan er. Við fórum í marga hringi með hönnunina og útlitið og nutum ráðgjafar afganskra kvenna við það, enda þurfti að taka tillit til ýmissa þátta, þar með talið menningarlegra þátta. Útkoman var þessi bolur sem táknar það að jákvæðni og skilningur leiði gott af sér og ef maður einbeitir sér að því að sjá það fallega í fólki mun ástin sigra að lokum,“ segir Helga Lilja um verkefnið. Gummi kíró er meðal þeirra sem sitja fyrir. Atli Þór Fjölskylduverkefni Segja má að listræn framkvæmd FO-herferðarinnar árið 2025 sé fjölskylduverkefni, því sambýlismaður Helgu Lilju, ljósmyndarinn Atli Þór Alfreðsson, tók myndirnar fyrir herferðina. Helga Lilja og Atli segja ánægjulegt að hafa fengið tækifæri til að vinna að þessu verkefni saman. „Við komum að þessu á mismunandi, en réttum, stöðum í ferlinu. Okkur finnst alltaf gott að vinna saman og erum bæði tengd inn í „bransann“. Atli er ljósmyndari og leikstjóri og ég tek stundum að mér vinnu við búninga og leikmynd í auglýsingum, svo við erum vön samvinnu bæði innan og utan heimilisins,“ útskýrir Helga Lilja. Hún segir mikinn heiður fyrir þau bæði að vera beðin um að leggja þessari FO-herferð lið. Listakonan Anna Kolfinna Kuran í fallega bolnum.Atli Þór „Velferð okkar allra skiptir máli, sama hvort sem við erum á Íslandi, Afganistan, Palestínu eða annars staðar. Það er okkar von og trú að ef við hjálpum hvoru öðru að ganga þau skref sem við getum í átt að betri heimi, skipti öll skref máli, lítil og stór,“ segir Helga Lilja og Atli bætir við: „Að fá að taka þátt í verkefni eins þýðingarmiklu og FO er, fyllir okkur auðmýkt. Þessi herferð hefur áður safnað haldbærum upphæðum til að senda út til þeirra landa sem mest þurfa og styrkt stoðir undir grunn mannréttindi þar sem þau lúta lægra haldi. Það er gott að horfa út fyrir landsteinana, horfa út fyrir sinn eigin kassa og þakka fyrir að maður geti lagt hönd á plóg.“ Þjóðþekktir einstaklingar leggja málefninu lið Að venju lögðu þjóðþekktir einstaklingar herferðinni lið með því að bregða sér í hlutverk fyrirsætu. Þeirra á meðal eru áhrifavaldurinn Gummi Kíró, leikarinn Davíð Þór Katrínarson, landsliðskonan Natasha Anasi, fyrirsætan Nadía Áróra, prófessorinn og læknirinn Magnús Karl og rithöfundurinn Embla Bachmann. Sala á bolnum hefst í dag á unwomen.is og í versluninni Kiosk á Granda. Landsliðskonan Natasha Anasi flott í bolnum.Atli Þór Í fréttatilkynningu segir jafnframt: „Bolurinn kostar 7.990 krónur og rennur allur ágóði til verkefna UN Women í Afganistan. Sem fyrr fjármagnar sala FO-varnings verkefni sem styðja við þolendur kynbundins ofbeldis eða efla forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi. Tíðni kynbundins ofbeldis er nærri þrisvar sinnum hærri í Afganistan en annars staðar í heiminum. Þó ekki sé lengur hægt að afla gagna um kynbundið ofbeldi í Afganistan á áreiðanlegan og öruggan máta, gefa þau gögn sem til eru alvarlega mynd af stöðu mála. Gögn frá 2018 sýndu að 34,7% afganskra kvenna höfðu verið beittar kynbundnu ofbeldi á síðustu tólf mánuðum, samanborið við 13% kvenna á heimsvísu. Persónulegar frásagnir benda til þess að staðan hafi versnað til muna frá árinu 2021. Á sama tíma hefur þjónusta til þolenda verið skorin niður og lagaleg vernd afnumin. FO-herferðin er styrkt af Öryggismiðstöðinni, sem stendur straum af öllum framleiðslukostnaði FO-bolsins og gerir UN Women á Íslandi kleift að senda allan ágóða út til verkefna UN Women í Afganistan. Er þetta annað árið í röð sem Öryggismiðstöðin styður við FO-herferð UN Women á Íslandi, en í fyrra aflaði FO-herferðin 8.118.170 króna til verkefna UN Women í Súdan. FO-útgáfupartý verður haldið í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42, föstudaginn 12. september 16:30 - 18:30. Boðið verður upp á léttar afganskar veitingar og Aperol Sprtiz og tónlist verður í höndum hins frábæra plötusnúðs Benna B-Ruff. Öll hjartanlega velkomin.“
Tíska og hönnun Mannréttindi Afganistan Samkvæmislífið Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira