Nuno rekinn frá Forest Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. september 2025 07:17 Nuno fór með liðið úr fallbaráttu í Evrópudeildina á aðeins tveimur tímabilum en hefur nú verið rekinn. EPA/VINCE MIGNOTT Nuno Espirito Santo var seint í gærkvöldi rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni, eftir aðeins þrjá leiki á þessu tímabili. Brottreksturinn kemur í kjölfar rifrilda við eiganda félagsins. Rúmar tvær vikur eru síðan greint var frá ófriðarbáli sem logaði í Skírisskógi. Nuno hellti bensíni á það bál með því að gagnrýna eigandann Evangelos Marinakis opinberlega. Ósættið stafaði af skiptum skoðunum á kaupstefnu sumarsins, Nuno fannst félagið ekki hafa styrkt leikmannahópinn nóg. „Þar sem er reykur, þar er eldur“ sagði Nuno þá, aðspurður um orðróm um ósætti við Marinakis. Seint í gærkvöldi, klukkan korter yfir ellefu, sendi Nottingham Forest svo frá sér stutta 80 orða yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Nuno hefði verið rekinn. Þar honum þakkað fyrir sín störf en Nuno stýrði Nottingham Forest í tæp tvö ár, frá því í desember 2023. Á sínu fyrsta tímabili tók hann við liði í fallbaráttu og hélt því uppi. Á síðasta tímabili endaði liðið í 7. sæti og komst í Evrópudeildina eftir að hafa misst af Meistaradeildarsæti á lokadegi tímabilsins. Nottingham Forest Football Club confirms that, following recent circumstances, Nuno Espírito Santo has today been relieved of his duties as Head Coach.The Club thanks Nuno for his contribution during a very successful era at The City Ground, in particular his role in the… pic.twitter.com/catCyeaeR4— Nottingham Forest (@NFFC) September 8, 2025 Ósættið með kaupstefnu félagsins hafði þó ekki bara með eigandann Marinakis að gera. Í sumar tók Edu við störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Forest keypti þrettán leikmenn í sumar en losaði sig við lykilmenn eins og Anthony Elanga, Danilo og Wayne Hennessey. Nokkrir þjálfarar eru nefndir sem líklegir arftakar í bresku blöðunum. Helst er það Ange Postecoglou sem er talinn líklegur, enda grískur að uppruna eins og eigandinn Marinakis. Jose Mourinho er einnig inni í myndinni en hann var rekinn frá Fenerbahce á dögunum. Domenico Tedesco hefur verið nefndur í því samhengi, en hann hefur verið án starf síðan honum var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Belgíu í janúar. Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Rúmar tvær vikur eru síðan greint var frá ófriðarbáli sem logaði í Skírisskógi. Nuno hellti bensíni á það bál með því að gagnrýna eigandann Evangelos Marinakis opinberlega. Ósættið stafaði af skiptum skoðunum á kaupstefnu sumarsins, Nuno fannst félagið ekki hafa styrkt leikmannahópinn nóg. „Þar sem er reykur, þar er eldur“ sagði Nuno þá, aðspurður um orðróm um ósætti við Marinakis. Seint í gærkvöldi, klukkan korter yfir ellefu, sendi Nottingham Forest svo frá sér stutta 80 orða yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Nuno hefði verið rekinn. Þar honum þakkað fyrir sín störf en Nuno stýrði Nottingham Forest í tæp tvö ár, frá því í desember 2023. Á sínu fyrsta tímabili tók hann við liði í fallbaráttu og hélt því uppi. Á síðasta tímabili endaði liðið í 7. sæti og komst í Evrópudeildina eftir að hafa misst af Meistaradeildarsæti á lokadegi tímabilsins. Nottingham Forest Football Club confirms that, following recent circumstances, Nuno Espírito Santo has today been relieved of his duties as Head Coach.The Club thanks Nuno for his contribution during a very successful era at The City Ground, in particular his role in the… pic.twitter.com/catCyeaeR4— Nottingham Forest (@NFFC) September 8, 2025 Ósættið með kaupstefnu félagsins hafði þó ekki bara með eigandann Marinakis að gera. Í sumar tók Edu við störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Forest keypti þrettán leikmenn í sumar en losaði sig við lykilmenn eins og Anthony Elanga, Danilo og Wayne Hennessey. Nokkrir þjálfarar eru nefndir sem líklegir arftakar í bresku blöðunum. Helst er það Ange Postecoglou sem er talinn líklegur, enda grískur að uppruna eins og eigandinn Marinakis. Jose Mourinho er einnig inni í myndinni en hann var rekinn frá Fenerbahce á dögunum. Domenico Tedesco hefur verið nefndur í því samhengi, en hann hefur verið án starf síðan honum var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Belgíu í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira