Nuno rekinn frá Forest Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. september 2025 07:17 Nuno fór með liðið úr fallbaráttu í Evrópudeildina á aðeins tveimur tímabilum en hefur nú verið rekinn. EPA/VINCE MIGNOTT Nuno Espirito Santo var seint í gærkvöldi rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni, eftir aðeins þrjá leiki á þessu tímabili. Brottreksturinn kemur í kjölfar rifrilda við eiganda félagsins. Rúmar tvær vikur eru síðan greint var frá ófriðarbáli sem logaði í Skírisskógi. Nuno hellti bensíni á það bál með því að gagnrýna eigandann Evangelos Marinakis opinberlega. Ósættið stafaði af skiptum skoðunum á kaupstefnu sumarsins, Nuno fannst félagið ekki hafa styrkt leikmannahópinn nóg. „Þar sem er reykur, þar er eldur“ sagði Nuno þá, aðspurður um orðróm um ósætti við Marinakis. Seint í gærkvöldi, klukkan korter yfir ellefu, sendi Nottingham Forest svo frá sér stutta 80 orða yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Nuno hefði verið rekinn. Þar honum þakkað fyrir sín störf en Nuno stýrði Nottingham Forest í tæp tvö ár, frá því í desember 2023. Á sínu fyrsta tímabili tók hann við liði í fallbaráttu og hélt því uppi. Á síðasta tímabili endaði liðið í 7. sæti og komst í Evrópudeildina eftir að hafa misst af Meistaradeildarsæti á lokadegi tímabilsins. Nottingham Forest Football Club confirms that, following recent circumstances, Nuno Espírito Santo has today been relieved of his duties as Head Coach.The Club thanks Nuno for his contribution during a very successful era at The City Ground, in particular his role in the… pic.twitter.com/catCyeaeR4— Nottingham Forest (@NFFC) September 8, 2025 Ósættið með kaupstefnu félagsins hafði þó ekki bara með eigandann Marinakis að gera. Í sumar tók Edu við störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Forest keypti þrettán leikmenn í sumar en losaði sig við lykilmenn eins og Anthony Elanga, Danilo og Wayne Hennessey. Nokkrir þjálfarar eru nefndir sem líklegir arftakar í bresku blöðunum. Helst er það Ange Postecoglou sem er talinn líklegur, enda grískur að uppruna eins og eigandinn Marinakis. Jose Mourinho er einnig inni í myndinni en hann var rekinn frá Fenerbahce á dögunum. Domenico Tedesco hefur verið nefndur í því samhengi, en hann hefur verið án starf síðan honum var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Belgíu í janúar. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
Rúmar tvær vikur eru síðan greint var frá ófriðarbáli sem logaði í Skírisskógi. Nuno hellti bensíni á það bál með því að gagnrýna eigandann Evangelos Marinakis opinberlega. Ósættið stafaði af skiptum skoðunum á kaupstefnu sumarsins, Nuno fannst félagið ekki hafa styrkt leikmannahópinn nóg. „Þar sem er reykur, þar er eldur“ sagði Nuno þá, aðspurður um orðróm um ósætti við Marinakis. Seint í gærkvöldi, klukkan korter yfir ellefu, sendi Nottingham Forest svo frá sér stutta 80 orða yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Nuno hefði verið rekinn. Þar honum þakkað fyrir sín störf en Nuno stýrði Nottingham Forest í tæp tvö ár, frá því í desember 2023. Á sínu fyrsta tímabili tók hann við liði í fallbaráttu og hélt því uppi. Á síðasta tímabili endaði liðið í 7. sæti og komst í Evrópudeildina eftir að hafa misst af Meistaradeildarsæti á lokadegi tímabilsins. Nottingham Forest Football Club confirms that, following recent circumstances, Nuno Espírito Santo has today been relieved of his duties as Head Coach.The Club thanks Nuno for his contribution during a very successful era at The City Ground, in particular his role in the… pic.twitter.com/catCyeaeR4— Nottingham Forest (@NFFC) September 8, 2025 Ósættið með kaupstefnu félagsins hafði þó ekki bara með eigandann Marinakis að gera. Í sumar tók Edu við störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Forest keypti þrettán leikmenn í sumar en losaði sig við lykilmenn eins og Anthony Elanga, Danilo og Wayne Hennessey. Nokkrir þjálfarar eru nefndir sem líklegir arftakar í bresku blöðunum. Helst er það Ange Postecoglou sem er talinn líklegur, enda grískur að uppruna eins og eigandinn Marinakis. Jose Mourinho er einnig inni í myndinni en hann var rekinn frá Fenerbahce á dögunum. Domenico Tedesco hefur verið nefndur í því samhengi, en hann hefur verið án starf síðan honum var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Belgíu í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira