Segir að treyja Man United sé þung byrði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2025 21:32 Treyjan var of þung fyrir Onana sem talaði mikið í fjölmiðlum en varði lítið á vellinum. Peter Byrne/Getty Images Það að vera markvörður Manchester United er ekki fyrir alla. Því komst André Onana heldur fljótt að eftir að hann átti að hjálpa til við að umturna leikstíl félagsins. „Á þessu augnabliki er erfitt að vera markvörður Manchester United,“ sagði Ruben Amorim, þjálfari félagsins, skömmu áður en landsleikjahléið sem nú er í gangi hófst. Amorim var ekki að ljúga og í raun hefur verið erfitt að vera markvörður Man United undanfarin ár. Spánverjinn David De Gea vann hálfgerða yfirvinnu á köflum sem gerði það að verkum að Man United var samkeppnishæft. Undir lok ferils síns hjá félaginu hafði hann dalað og ákvað Erik Ten Hag, þáverandi stjóri liðsins, að André Onana væri rétti maðurinn til að leysa De Gea af hólmi. Líkt og margir af þeim leikmönnum sem Ten Hag fékk til liðsins þá átti Onana erfitt svo gott sem frá fyrsta degi. Hann hefur nú verið sendur á lán til Tyrklands sem þýðir að hinn glænýi og óreyndi Senne Lammens, Altay Bayindir og reynsluboltinn Tom Heaton munu berjast um stöðu aðalmarkvarðar það sem eftir lifir tímabils. Bayindir hefur spilað alla þrjá leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni og verið gríðarlega ósannfærandi í nær öllum sínum aðgerðum. Það kæmi því í raun lítið á óvart að Lammens yrði hent beint í djúpu laugina. Þarft húð eins og nashyrningur Phil Jones, fyrrverandi varnarmaður Man United, veit hversu erfitt það getur verið að vera á mála hjá Man Utd og spila illa. Í hans tilviki sneri málið þó meira að því hversu lítið hann spilaði, vegna meiðsla. Í viðtali nýverið sagði Jones að markverðir Man United þyrftu að vera með húð líkt og nashyrningar. „Treyja Manchester United er þung að bera. Það skiptir öllu máli að markvörður félagsins sé yfirvegaður og geti höndlað ákveðnar aðstæður. Hann þarf að hafa góða stjórn,“ sagði Jones einnig. Á tíma sínum hjá félaginu lék hann með sjö markvörðum í ensku úrvalsdeildinni: Ben Amos, Anders Lindegaard, De Gea, Victor Valdes, Sergio Romero, Joel Pereira og Dean Henderson. David De Gea í einum af 545 leikjum sínum fyrir Man United.Vísir/AP „Ef markvörður gerir mistök þá getur það farið sem smitsjúkdómur um varnarlínu liðsins. Ef markvörður gerði mistök var eins og maður næði því ekki út úr kerfinu fyrr en í næsta leik.“ „Hann var með nashyrningshúð. Það var eins og hann hefði hæfileikann til að vera alveg sama. Að gera mistök hafði engin áhrif á hann, sérstaklega ekki á æfingum. En þegar þú þurftir á honum að halda var hann til staðar,“ sagði Jones að endingu um De Gea. Spánverjinn, sem er í dag liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili á Englandi enda enn ungur að árum. Hann sýndi strax hvað í sér bjó á öðru tímabili og var árin eftir það einn besti markvörður Englands og jafnvel heims. Onana fékk tvö ár til að fylla skarð De Gea en tókst það engan veginn. Það virðist sem tími hans á Old Trafford sé á enda. Spurningin nú er hvort hinn óreyndi Lammens er svarið eða hvort Man United verði á ný farið að leita að nýjum markverði áður en langt um líður. Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
„Á þessu augnabliki er erfitt að vera markvörður Manchester United,“ sagði Ruben Amorim, þjálfari félagsins, skömmu áður en landsleikjahléið sem nú er í gangi hófst. Amorim var ekki að ljúga og í raun hefur verið erfitt að vera markvörður Man United undanfarin ár. Spánverjinn David De Gea vann hálfgerða yfirvinnu á köflum sem gerði það að verkum að Man United var samkeppnishæft. Undir lok ferils síns hjá félaginu hafði hann dalað og ákvað Erik Ten Hag, þáverandi stjóri liðsins, að André Onana væri rétti maðurinn til að leysa De Gea af hólmi. Líkt og margir af þeim leikmönnum sem Ten Hag fékk til liðsins þá átti Onana erfitt svo gott sem frá fyrsta degi. Hann hefur nú verið sendur á lán til Tyrklands sem þýðir að hinn glænýi og óreyndi Senne Lammens, Altay Bayindir og reynsluboltinn Tom Heaton munu berjast um stöðu aðalmarkvarðar það sem eftir lifir tímabils. Bayindir hefur spilað alla þrjá leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni og verið gríðarlega ósannfærandi í nær öllum sínum aðgerðum. Það kæmi því í raun lítið á óvart að Lammens yrði hent beint í djúpu laugina. Þarft húð eins og nashyrningur Phil Jones, fyrrverandi varnarmaður Man United, veit hversu erfitt það getur verið að vera á mála hjá Man Utd og spila illa. Í hans tilviki sneri málið þó meira að því hversu lítið hann spilaði, vegna meiðsla. Í viðtali nýverið sagði Jones að markverðir Man United þyrftu að vera með húð líkt og nashyrningar. „Treyja Manchester United er þung að bera. Það skiptir öllu máli að markvörður félagsins sé yfirvegaður og geti höndlað ákveðnar aðstæður. Hann þarf að hafa góða stjórn,“ sagði Jones einnig. Á tíma sínum hjá félaginu lék hann með sjö markvörðum í ensku úrvalsdeildinni: Ben Amos, Anders Lindegaard, De Gea, Victor Valdes, Sergio Romero, Joel Pereira og Dean Henderson. David De Gea í einum af 545 leikjum sínum fyrir Man United.Vísir/AP „Ef markvörður gerir mistök þá getur það farið sem smitsjúkdómur um varnarlínu liðsins. Ef markvörður gerði mistök var eins og maður næði því ekki út úr kerfinu fyrr en í næsta leik.“ „Hann var með nashyrningshúð. Það var eins og hann hefði hæfileikann til að vera alveg sama. Að gera mistök hafði engin áhrif á hann, sérstaklega ekki á æfingum. En þegar þú þurftir á honum að halda var hann til staðar,“ sagði Jones að endingu um De Gea. Spánverjinn, sem er í dag liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili á Englandi enda enn ungur að árum. Hann sýndi strax hvað í sér bjó á öðru tímabili og var árin eftir það einn besti markvörður Englands og jafnvel heims. Onana fékk tvö ár til að fylla skarð De Gea en tókst það engan veginn. Það virðist sem tími hans á Old Trafford sé á enda. Spurningin nú er hvort hinn óreyndi Lammens er svarið eða hvort Man United verði á ný farið að leita að nýjum markverði áður en langt um líður.
Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira