Fótbolti

„Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Aurélien Tchouamení og Stefán Árni Pálsson ræddu landsleik Frakklands og Íslands sem fer fram á morgun.
Aurélien Tchouamení og Stefán Árni Pálsson ræddu landsleik Frakklands og Íslands sem fer fram á morgun. vísir / skjáskot

Aurélien Tchouaméni, landsliðsmaður Frakklands, segir liðið þurfa að sýna sitt besta til að vinna Ísland á morgun.

Tchouaméni gaf sig á tal við Stefán Árna Pálsson, fréttamann Sýnar sem er staddur í Frakklandi. 

Klippa: Tchouaméni ræðir leik Frakklands og Íslands

„Maður er alltaf mjög spenntur að spila landsleiki fyrir sína þjóð, sérstaklega á heimavelli, þannig að okkur hlakkar mikið til“ sagði Tchouaméni.

Vitað er að íslenska liðið mun spila mikinn og agaðan varnarleik en hvað þurfa Frakkarnir helst að hafa í huga?

„Við vitum hvað við þurfum að gera. Við verðum að halda ró, með og án boltans, skapa færi og skora mörk. Við erum fullir sjálfstrausts, við vitum að við erum með frábært lið og ef við sýnum hvað í okkur býr munum við vinna leikinn.“

Frakkland býr yfir fjölmörgum mjög öflugum leikmönnum og er vafalaust með fleiri stjörnur innanborðs en Ísland. Þrátt fyrir það hefur Tchouaméni ekki áhyggjur af því að Frakkarnir vanmeti íslenska liðið.

„Vanmat? Nei, við erum atvinnumenn og vitum að þeir eru líka með mjög gott lið. Góða leikmenn í flottum félögum, við munum þurfa að leggja okkur alla fram því annars getur allt gerst.“

Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 18:45 á morgun, þriðjudag, og verður í opinni dagskrá á Sýn Sport. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×