Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2025 22:47 Ljósmynd af Eric Singer. Lögreglan í Ontario Líkamsleifar Bandaríkjamanns sem hjólaði að heiman árið 1973 og sneri aldrei aftur fundust í þjóðgarði í Kanada. Loksins nú hefur verið hægt að bera kennsl á þær. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu. Maðurinn, sem hét Eric Singer, var 22 ára gamall þegar hann lét sig hverfa af heimili sínu í borginni Cleveland í Ohio-ríki. Í aðdraganda þess hafði Singer hætt í háskólanámi. Með því að flýja er hann talinn hafa verið að reyna að forðast herþjónustu í Víetnamstríðinu sem þá geysaði. Fjölskyldan lét lýsa eftir honum og réð einkaspæjara, en ekkert kom í ljós. „Ég vissi að þeir hefðu fundið hann“ Fyrir tveimur árum síðan fékk systir Singers símtal frá rannsóknarlögreglumanni frá Kanada. „Hann sagðist ætla að færa mér erfiðar fréttir og spurði hvort ég hefði tök á því að hlusta,“ er haft eftir systurinni, Ruth Singer, í tilkynningu lögreglunnar. „Um leið byrjuðu tár að renna niður kinnar mínar. Ég vissi að þeir hefðu fundið hann.“ Fyrst 1980 og svo 1995 Í raun höfðu líkamsleifar Singers fundist mörgum árum áður, en það var ekki fyrr en löngu seinna sem hægt var að bera kennsl á þær. Hluti þeirra fannst í Algonquin-garðinum í Ontario árið 1980. Þá fannst jafnframt, stakt stígvél, leðurveski og svefnpoki, auk annarra muna. Rannsakendur þess tíma komust að þeirri niðurstöðu að hinn látni hefði verið ungur hvítur karlmaður sem hefði líklega látist milli 1971 og 1978. Þó þótti þeim ekkert benda til þess að neitt saknæmt hefði átt sér stað. Frekari líkamsleifar fundust í þessum sama þjóðgarði árið 1995. Þá fannst kjálkabein. Í fyrstu var talið að það væri úr dýri, en rannsókn leiddi í ljós að það væri úr manni, en ekki var hægt að segja nánar til um úr hverjum. Léttir fylgdi fregnunum Það var síðan árið 2023 sem erfðarannsóknir sýndu að mögulega væru leifarnar af Eric Singer. Við tók frekari rannsóknarvinna, en til þess að staðfesta að um hann væri að ræða þurfti erfðasýni úr honum sem systur hans fundust. Það var síðan endanlega staðfest á þessu ári að leifarnar væru af Singer. „Mér var létt að hugsa til þess að hann væri ekki vond manneskja sem væri með annarri fjölskyldu og vildi ekki hitta litlu systur sína,“ sagði önnur systir hans, Merry Singer Lugasy. Bandaríkin Kanada Erlend sakamál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu. Maðurinn, sem hét Eric Singer, var 22 ára gamall þegar hann lét sig hverfa af heimili sínu í borginni Cleveland í Ohio-ríki. Í aðdraganda þess hafði Singer hætt í háskólanámi. Með því að flýja er hann talinn hafa verið að reyna að forðast herþjónustu í Víetnamstríðinu sem þá geysaði. Fjölskyldan lét lýsa eftir honum og réð einkaspæjara, en ekkert kom í ljós. „Ég vissi að þeir hefðu fundið hann“ Fyrir tveimur árum síðan fékk systir Singers símtal frá rannsóknarlögreglumanni frá Kanada. „Hann sagðist ætla að færa mér erfiðar fréttir og spurði hvort ég hefði tök á því að hlusta,“ er haft eftir systurinni, Ruth Singer, í tilkynningu lögreglunnar. „Um leið byrjuðu tár að renna niður kinnar mínar. Ég vissi að þeir hefðu fundið hann.“ Fyrst 1980 og svo 1995 Í raun höfðu líkamsleifar Singers fundist mörgum árum áður, en það var ekki fyrr en löngu seinna sem hægt var að bera kennsl á þær. Hluti þeirra fannst í Algonquin-garðinum í Ontario árið 1980. Þá fannst jafnframt, stakt stígvél, leðurveski og svefnpoki, auk annarra muna. Rannsakendur þess tíma komust að þeirri niðurstöðu að hinn látni hefði verið ungur hvítur karlmaður sem hefði líklega látist milli 1971 og 1978. Þó þótti þeim ekkert benda til þess að neitt saknæmt hefði átt sér stað. Frekari líkamsleifar fundust í þessum sama þjóðgarði árið 1995. Þá fannst kjálkabein. Í fyrstu var talið að það væri úr dýri, en rannsókn leiddi í ljós að það væri úr manni, en ekki var hægt að segja nánar til um úr hverjum. Léttir fylgdi fregnunum Það var síðan árið 2023 sem erfðarannsóknir sýndu að mögulega væru leifarnar af Eric Singer. Við tók frekari rannsóknarvinna, en til þess að staðfesta að um hann væri að ræða þurfti erfðasýni úr honum sem systur hans fundust. Það var síðan endanlega staðfest á þessu ári að leifarnar væru af Singer. „Mér var létt að hugsa til þess að hann væri ekki vond manneskja sem væri með annarri fjölskyldu og vildi ekki hitta litlu systur sína,“ sagði önnur systir hans, Merry Singer Lugasy.
Bandaríkin Kanada Erlend sakamál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira