Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Íþróttadeild Vísis skrifar 5. september 2025 20:42 Albert Guðmundsson kom að þremur mörkum Íslands í kvöld. Hér skorar hann. Vísir / Anton Brink Ísland tók á móti Aserbaísjan í fyrstu umferð forkeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Leikurinn fór 5-0 fyrir Ísland en eftir leiðinlegan fyrri hálfleik var afturbrennarinn settur í gang í þeim seinni og verkefnið klárað með sóma. Byrjunarlið: Elías Rafn Ólafsson, markmaður - 6 Elías átti mjög náðugan dag í fyrri hálfleik. Þurfti að grípa held ég eina fyrirgjöf fyrstu 45 mínútur leiksins. Sömu sögu var að segja í seinni hálfleik. Elías tók ekki einu sinni markspyrnu í leiknum svo róleg var vaktin. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - 8 Aserbaísjan reyndu mikið að lyfta boltanum upp vinstri vænginn sinn í sínum fáu sóknaraðgerðum en Guðlaugur var vel á verði og skallaði eða skar út þær tilraunir í gríð og erg. Þá kom hann okkar mönnum yfir í lok fyrri hálfleik með stórglæsilegum skalla. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 7 Einbeitingin uppmáluð í hjarta varnarinnar og það sem þurfti að sópa upp það var sópað upp af Sverri og Daníel Leó. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - 7 Honum og Sverri virtist líða mjög vel saman í dag. Ekki mikið sem mæddi á þeim félögum en vaktin staðin með miklum sóma. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - 7 Hraði hans og kraftur kom sér vel í dag. Var Mikael eins og rennilás upp og niður vinstri vænginn. Gestirnir þurftu að hafa miklar áhyggjur af honum í allt kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson, djúpur miðjumaður - 9 Sprakk út sóknarlega í seinni hálfleik og í raun fyrstu 10 mínúturnar. Tvö mörk sem fóru mjög langt með að innsigla fullkominn fyrsta leik í þessari undankeppni. Af djúpum miðjumanni að vera var hann eins og gammur, mættur í markteiginn til að ná í mörkin sín og gerði það vel. Stefán Teitur Þórðarson, djúpur miðjumaður - 7 Eins og ísbrjótur á miðjunni. Ef sendingar nálguðust miðjuna frá gestunum tók hann við þeim og kom í spil fyrir okkar menn. Hákon Arnar Haraldsson, framliggjandi miðjumaður - 8 Var mikið í boltanum og stýrði spilinu í dag. Í seinni hálfleik var hann í því að taka úr lás hjá Aserbasían í óþökk þeirra. Albert Guðmundsson, framliggjandi miðjumaður - 9. Maður leiksins. Tvær fyrirgjafir sem skópu mark sitthvoru megin við hálfleikinn. Þá var hann duglegur að hlaupa á vörn gestanna þegar færi gafst á en það þurfti svo sannarlega að keyra því Aserbaísjan ætluðu ekki að hleypa upp tempóinu. Jón Dagur Þorsteinsson, framliggjandi miðjumaður - 8 Fyrirgjafir hans í fyrri hálfleik rötuðu ekki á samherja en tvær stoðsendingar litu dagins ljós í seinni hálfleiks. Var annars alltaf ógnandi upp hægri kantinn. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - 7 Fékk úr litlu að moða í teig andstæðinganna, enda umkringdur mörgum hafsentum. Átti þó hörkuskalla sem var líklega millimeter frá því að fara yfir línuna. Það hefði togað upp einkunnina. Var góður í því hlutverki að virka sem batti fyrir miðjumenn liðsins í uppbyggingu sókna liðsins. Varamenn: Mikael Neville Andersson kom inn fyrir Jón Dagur Þorsteinsson á 69. mínútu - 6 Kom inn af krafti og hélt uppi gæðum liðsins. Brynjólfur Willumsson kom inn fyrir Stefán Teitur Þórðarsoná 69. mínútu - 6 Komst lítið í boltann á þeim mínútum sem hann fékk. Daniel Guðjohnsen kom inn fyrir Andri Lucas Guðjohnsená 69. mínútu - 6 Fékk ekki úr miklu að moða eins og bróðir sinn. Átti þó rispu alveg undir lok leiks en náði ekki að hitta á rammann. Kristian Hlynsson kom inn fyrir Albert Guðmundsson á 69. mínútu - 7 Skoraði fimmta markið. Tók við fyrirgjafastarfinu af Alberti og þakkaði traustið með því að koma boltanum í netið. Bjarki Steinn Bjarkason kom inn fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 78. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli í fyrsta leik undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Norður-Ameríku á næsta ári. 5. september 2025 17:17 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Byrjunarlið: Elías Rafn Ólafsson, markmaður - 6 Elías átti mjög náðugan dag í fyrri hálfleik. Þurfti að grípa held ég eina fyrirgjöf fyrstu 45 mínútur leiksins. Sömu sögu var að segja í seinni hálfleik. Elías tók ekki einu sinni markspyrnu í leiknum svo róleg var vaktin. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - 8 Aserbaísjan reyndu mikið að lyfta boltanum upp vinstri vænginn sinn í sínum fáu sóknaraðgerðum en Guðlaugur var vel á verði og skallaði eða skar út þær tilraunir í gríð og erg. Þá kom hann okkar mönnum yfir í lok fyrri hálfleik með stórglæsilegum skalla. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 7 Einbeitingin uppmáluð í hjarta varnarinnar og það sem þurfti að sópa upp það var sópað upp af Sverri og Daníel Leó. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - 7 Honum og Sverri virtist líða mjög vel saman í dag. Ekki mikið sem mæddi á þeim félögum en vaktin staðin með miklum sóma. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - 7 Hraði hans og kraftur kom sér vel í dag. Var Mikael eins og rennilás upp og niður vinstri vænginn. Gestirnir þurftu að hafa miklar áhyggjur af honum í allt kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson, djúpur miðjumaður - 9 Sprakk út sóknarlega í seinni hálfleik og í raun fyrstu 10 mínúturnar. Tvö mörk sem fóru mjög langt með að innsigla fullkominn fyrsta leik í þessari undankeppni. Af djúpum miðjumanni að vera var hann eins og gammur, mættur í markteiginn til að ná í mörkin sín og gerði það vel. Stefán Teitur Þórðarson, djúpur miðjumaður - 7 Eins og ísbrjótur á miðjunni. Ef sendingar nálguðust miðjuna frá gestunum tók hann við þeim og kom í spil fyrir okkar menn. Hákon Arnar Haraldsson, framliggjandi miðjumaður - 8 Var mikið í boltanum og stýrði spilinu í dag. Í seinni hálfleik var hann í því að taka úr lás hjá Aserbasían í óþökk þeirra. Albert Guðmundsson, framliggjandi miðjumaður - 9. Maður leiksins. Tvær fyrirgjafir sem skópu mark sitthvoru megin við hálfleikinn. Þá var hann duglegur að hlaupa á vörn gestanna þegar færi gafst á en það þurfti svo sannarlega að keyra því Aserbaísjan ætluðu ekki að hleypa upp tempóinu. Jón Dagur Þorsteinsson, framliggjandi miðjumaður - 8 Fyrirgjafir hans í fyrri hálfleik rötuðu ekki á samherja en tvær stoðsendingar litu dagins ljós í seinni hálfleiks. Var annars alltaf ógnandi upp hægri kantinn. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - 7 Fékk úr litlu að moða í teig andstæðinganna, enda umkringdur mörgum hafsentum. Átti þó hörkuskalla sem var líklega millimeter frá því að fara yfir línuna. Það hefði togað upp einkunnina. Var góður í því hlutverki að virka sem batti fyrir miðjumenn liðsins í uppbyggingu sókna liðsins. Varamenn: Mikael Neville Andersson kom inn fyrir Jón Dagur Þorsteinsson á 69. mínútu - 6 Kom inn af krafti og hélt uppi gæðum liðsins. Brynjólfur Willumsson kom inn fyrir Stefán Teitur Þórðarsoná 69. mínútu - 6 Komst lítið í boltann á þeim mínútum sem hann fékk. Daniel Guðjohnsen kom inn fyrir Andri Lucas Guðjohnsená 69. mínútu - 6 Fékk ekki úr miklu að moða eins og bróðir sinn. Átti þó rispu alveg undir lok leiks en náði ekki að hitta á rammann. Kristian Hlynsson kom inn fyrir Albert Guðmundsson á 69. mínútu - 7 Skoraði fimmta markið. Tók við fyrirgjafastarfinu af Alberti og þakkaði traustið með því að koma boltanum í netið. Bjarki Steinn Bjarkason kom inn fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 78. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli í fyrsta leik undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Norður-Ameríku á næsta ári. 5. september 2025 17:17 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli í fyrsta leik undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Norður-Ameríku á næsta ári. 5. september 2025 17:17