Neytendur

Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ninja Creami vélin er líklega með þeim vinsælli. Hún kostar rúmlega 30 þúsund.
Ninja Creami vélin er líklega með þeim vinsælli. Hún kostar rúmlega 30 þúsund. Elko

Samkvæmt niðurstöðum könnunar Prósent í júlí eiga ellefu prósent þjóðarinnar ísvél. Tekið var fram í spurningunni að átt væri við vélar á borð við Ninja Creami en ekki klakavélar. Samkvæmt svörum Prósents eiga ellefu prósent svarenda slíka vél á meðan 30 prósent hafa áhuga á að eignast slíka vél.

Samkvæmt svörunum eiga 59 prósent ekki slíka vél eða hafa ekki áhuga á að eignast slíka vél.

Ef litið er til ólíkra hópa svarenda má sjá í niðurstöðum að flestir í aldurshópnum 18 til 24 ára hafa áhuga á að eignast ísvél eða tæplega helmingur svarenda. Minnsti áhuginn er í aldurshópnum 65 ára eða eldri.

Eins og má sjá á þessari mynd eiga flestir slíka vél á aldrinum 35 til 44 ára. Flestir sem langar í svona vél eru á aldrinum 18 til 24 ára. Prósent

Í tilkynningu frá Prósent kemur fram að gögnum hafi verið safnað frá 14. til 30. júlí 2025. Úrtakið hafi verið 2.200 einstaklingar 18 ára og eldri og svarhlutfall hafi verið 51 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×