Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Árni Sæberg skrifar 4. september 2025 15:46 Jón Þór Þorvaldsson er formaður FÍA og flugstjóri hjá Icelandair. Vísir/Vilhelm Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir forstjóra Play hafa gerst sekan um tilraun til þöggunar á eðlilegri og nauðsynlegri umræðu, þegar hann gagnrýndi formanninn fyrir fullyrðingar um yfirvofandi gjaldþrot Play. Þeir Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, og Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, hafa tekist á í fjölmiðlum í vikunni í kjölfar viðtals við Jón Þór í Bítinu á Bylgjunni á þriðjudag. Fjárfestar hafi verið lokkaðir og félagið á leið á kúpuna Þar var hann afar gagnrýninn á Play, meðal annars á það hvernig starfsmannamálum væri háttað. „Þarna eru fjárfestar lokkaðir að stofnun þessa félags, meðal annars lífeyrissjóðirnir, á þeim forsendum að það standi til að fara í félagsleg undirboð, lækka laun um 19 til 37 prósent og rýra kjör þeirra sem munu starfa hjá félaginu. Þetta átti að vera íslenskt flugfélag með tengihöfn á Íslandi, íslenskar áhafnir og allt þetta. Þetta átti að ganga svolítið í augun á okkur Íslendingum, að fá nýtt flugfélag. Ekki misskilja mig, ég fagna samkeppni. Við viljum samkeppni en það þarf þá að vera eftir sömu leikreglum. Við getum ekki farið í fótboltaleik og einn mætir í takkaskóm en hinn á fjórhjóli,“ sagði Jón Þór. Hann benti á að nú stæði til að skila flugrekstrarleyfi Play á Íslandi. Verið væri að flytja félagið úr landi og ekki væri hægt að lesa annað úr ársreikningum þess en að það stefndi í þrot. Starfsmaður Icelandair hafi beina hagsmuni af því að ráðast á Play Play brást nánast samstundis við viðtalinu og kom alvarlegum athugasemdum á framfæri við fjölmiðla. Þar sagði meðal annars að mikilvægt væri að árétta að samhliða því að vera formaður FÍA væri Jón Þór starfsmaður Icelandair, helsta keppinautar Play. Ekki væri hægt að túlka ummæli hans öðruvísi en sem rangfærslur og dylgjur í garð Play. Þá mætti Einar Örn sömuleiðis í Bítið í gærmorgun til þess að svara Jóni Þór. „Ég er almennt ekki vanur að svara einhverju svona sem fólk segir um félagið okkar út um bæinn. Maður hefði þá ekki annað að gera. En þetta tal í þessum manni var svo yfirgengilegt að það var nú ekki hjá því komist að bregðast við,“ sagði hann meðal annars. „Það er auðvitað mjög mikilvægt í fyrsta lagi að fólk átti sig á því að þessi maður er starfsmaður Icelandair og formaður í flugmannafélaginu þeirra. Það er að segja þetta eru næstum því bara Icelandairstarfsmenn í þessu Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, þó það séu vissulega líka einhverjir flugmenn frá Atlanta og kannski eitthvað örlítið meira.“ Sagði hann þannig um að ræða sömu stöðu og ef starfsmaður Bónus væri að tjá sig um Krónuna, eða starfsmaður Landsbankans að segja að Kvika væri að fara á hausinn. Taka þyrfti ummælunum í því ljósi að „hér er maður sem virðist nú vera svolítið vanstilltur að hrauna yfir samkeppnisaðila vinnuveitanda síns“. Krókur á móti bragði Nú hefur FÍA sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Einars Arnar, sem Jón Þór ritar fyrir hönd félagsins. Þar rekur hann að FÍA hafi verið starfrækt í 79 ár og sé elsta fag- og stéttarfélag atvinnuflugmanna á Íslandi. Félagsmenn þess séu á níunda hundrað. Viðsemjendur félagsins séu nær allir íslenskir flugrekendur, að Play undanskyldu, þar með talið Air Atlanta, Icelandair, Norlandair, Landhelgisgæslan og Flugskólarnir. „Formaður FÍA kemur eingöngu fram í umboði FÍA og ræðir hagsmuni félagsins og félagsmanna þess. Sem eina lögmæta stéttarfélag flugmanna hér á landi telur félagið sér skylt að standa vörð um öll málefni stéttarinnar og flugsins sem atvinnugreinar almennt. Hvort sem það varðar félagsmenn þess beint eða samstarfsfélaga utan félags. Öllum dylgjum forstjóra Play um að formaður FÍA tali í umboði annarra er því alfarið vísað á bug og telst sem tilraun til þöggunar á eðlilegri og nauðsynlegri umræðu.“ Óttast að Play fylgi fordæmi Bláfugls Jón Þór segir að tilefni viðtalsins í Bítinu hafi verið gjaldþrot flugfélagsins Bláfugls en í fimm ár hafi FÍA gengið þrautagöngu með flugmönnum félagsins sem var sagt upp með ólögmætum hætti. Öll dómsmál gagnvart Bláfugli hafi unnist enda hafi framganga Bláfugls gengið harkalega á svig við gildandi reglur, hefðir og kjarasamninga. Síðasti sigur FÍA hafi verið bótaskylda Bláfugls vegna þessarar framgöngu en í kjölfarið hafi félagið farið í þrot og kjarasamningsbundnir flugmenn þess sitji eftir með sárt ennið. Í viðtalinu hafi hann farið yfir áhyggjur félagsins af því að stjórnvöld stæðu ekki vörðinn eins og þeim væri skylt og að fleiri félög fylgdu eftir fordæmi Bláfugls óáreitt, þar á meðal Play. Telur til rök fyrir fullyrðingunni Þá hafi hann sagst í viðtalinu telja líkur til þess að flugfélagið Play gæti á ótilgreindum tíma einnig farið í þrot og byggi sú staðhæfing á eftirfarandi vísbendingum og rökum: Frá stofnun félagsins hafi það glímt við stórkostlegan og samfelldan taprekstur. Ítrekað hafi komið fram fullyrðingar um væntan viðsnúning í rekstri sem aldrei hafi staðist. Nýleg fjármögnun sem forstjórinn segi sýna styrk Play, sýni líka áhættuna sem fjárfestar telja að felist í rekstri Play. Samkvæmt fréttum séu vextirnir á fjármögnuninni „með þeim hærri sem sést hafa í flugiðnaðinum á síðustu árum“ eða 17,5 prósent. Í árshlutauppgjöri Play fyrir annan ársfjórðung 2025 hafi eiginfjárstaða Play verið neikvæð um nærri 10 milljarða króna. Tilkynnt hafi verið um flutning flugrekstrarleyfis til Möltu; störf hafi kerfisbundið verið flutt úr landi, með tilheyrandi uppsögnum á íslensku starfsfólki. Forstjóri félagsins hafi þegar reynt yfirtöku á félaginu með afskráningu á markaði, sem hluthafar og fjárfestar hafi hafnað að sinni. Samkvæmt því sem fram hefur komið verði flugrekstur félagsins fluttur úr landi og íslenskt flugrekstrarleyfi lagt niður. Hvað varðar rök Jóns Þórs varðandi neikvæða eiginfjárstöðu Play er vert að taka fram að í flugrekstri er neikvæð eiginfjárstaða almennt ekki talin meginvandamál flugfélaga. Það kom meðal annars fram í viðtali Morgunblaðsins við norska norska fluggreinandann Hans Jørgen Elnæs. Hann sagði aðalmálið vera aðgang flugfélaga að fjármagni, sem Play hefur þegar tryggt sér. Auk rakanna hér að ofan segir Jón Þór liggja fyrir að einn af stjórnendum Play sé fyrrverandi forstjóri Bláfugls, en í hans tíð hafi öllum kjarasamningsbundnum flugmönnum félagsins verið sagt upp starfi, með tilheyrandi tjóni fyrir flugmennina, sem litlar sem engar líkur séu á að fáist bætt. „Flugfélagið Bláfugl var sett í gjaldþrot þegar kom að skuldbindingum þess hér innanlands. Starfsemi félagsins var áður en til gjaldþrots kom með sambærilegum hætti flutt úr landi. Spár um endalok Play á Íslandi eru því byggðar á heildstæðu mati á atburðarrás sem er þekkt og þegar hafin.“ Mat FÍA að sé líklegt til að gera breytingar með stuttum fyrirvara Hvað varðar réttindi farþega og áhættu þeirra sem þegar hafa keypt farmiða fram í tímann, vísar Jón Þór til þeirra dæma sem þegar hafi átt sér stað, til dæmis fyrr á þessu ári þegar viðskiptavinir sem áttu bókað flug til Króatíu, Þýskalands og Madeira, fengu tilkynningu um að flugferðunum hefði verið aflýst. „Það er mat FÍA, byggt á reynslu, að flugfélag sem er í slíkum umbreytingarfasa sé líklegra en ella að gera breytingar með stuttum fyrirvara, sem geta sett ferðaáætlanir farþega í uppnám. Spyrjum að leikslokum.“ Í sömu andrá megi spyrja hvernig viðskiptasambandi farþega verði háttað þegar Play yfirgefur Ísland og starfar eingöngu á maltversku flugrekstrarleyfi. Hann spyr hvort viðskipti muni fara fram við flugfélag, ferðaskrifstofu eða miðasölu. „Nýlegt dæmi NiceAir sýnir að réttindi farþega geta reynst mjög ótrygg þegar flug er keypt við óljósar aðstæður. NiceAir var kallað flugfélag þó svo að félagið væri ekki með flugrekstrarleyfi. Það var starfrækt með innleigu á erlendum flugrekstraraðila með flugrekstrarleyfi á Möltu og starfrækt sem sýndarflugfélag. Við þrot þess reyndist farþegum ótækt að nálgast bætur og töpuðu þeir bæði fé sínu og ferðaréttindum.“ Eðlilegt að félagið skipti sér af „sorgarvegferð“ Loks segir Jón Þór að Einar Örn hafi farið mikinn um að hann hafi talað af vanþekkingu en hafi sjálfur sagst ekki hafa lesið kjarasamninga við flugmenn en að Play bjóði „mjög fín kjör“. Einstreymi hafi þó verið af flugmönnum frá Play til viðsemjenda FÍA. Hver dæmi fyrir sig. „Rétt er að bæði flugmenn og flugliðar Play hafa nýlega undirritað kjarasamninga, en spurt er: hver er samningsstaða stéttar sem hefur ekki félagslegt skjól og er í þeirri stöðu að störf þeirra eru nú kerfisbundið flutt úr landi? Sá hópur er tilneyddur til að aðstoða við þá vegferð að grafa undan sjálfum sér. Öll þessi sorgarvegferð varðar flugstéttina alla og því fullkomlega eðlilegt og í raun skylt að FÍA hafi afskipti af. Tæpitungulaust.“ Play Fréttir af flugi Stéttarfélög Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Þeir Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, og Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, hafa tekist á í fjölmiðlum í vikunni í kjölfar viðtals við Jón Þór í Bítinu á Bylgjunni á þriðjudag. Fjárfestar hafi verið lokkaðir og félagið á leið á kúpuna Þar var hann afar gagnrýninn á Play, meðal annars á það hvernig starfsmannamálum væri háttað. „Þarna eru fjárfestar lokkaðir að stofnun þessa félags, meðal annars lífeyrissjóðirnir, á þeim forsendum að það standi til að fara í félagsleg undirboð, lækka laun um 19 til 37 prósent og rýra kjör þeirra sem munu starfa hjá félaginu. Þetta átti að vera íslenskt flugfélag með tengihöfn á Íslandi, íslenskar áhafnir og allt þetta. Þetta átti að ganga svolítið í augun á okkur Íslendingum, að fá nýtt flugfélag. Ekki misskilja mig, ég fagna samkeppni. Við viljum samkeppni en það þarf þá að vera eftir sömu leikreglum. Við getum ekki farið í fótboltaleik og einn mætir í takkaskóm en hinn á fjórhjóli,“ sagði Jón Þór. Hann benti á að nú stæði til að skila flugrekstrarleyfi Play á Íslandi. Verið væri að flytja félagið úr landi og ekki væri hægt að lesa annað úr ársreikningum þess en að það stefndi í þrot. Starfsmaður Icelandair hafi beina hagsmuni af því að ráðast á Play Play brást nánast samstundis við viðtalinu og kom alvarlegum athugasemdum á framfæri við fjölmiðla. Þar sagði meðal annars að mikilvægt væri að árétta að samhliða því að vera formaður FÍA væri Jón Þór starfsmaður Icelandair, helsta keppinautar Play. Ekki væri hægt að túlka ummæli hans öðruvísi en sem rangfærslur og dylgjur í garð Play. Þá mætti Einar Örn sömuleiðis í Bítið í gærmorgun til þess að svara Jóni Þór. „Ég er almennt ekki vanur að svara einhverju svona sem fólk segir um félagið okkar út um bæinn. Maður hefði þá ekki annað að gera. En þetta tal í þessum manni var svo yfirgengilegt að það var nú ekki hjá því komist að bregðast við,“ sagði hann meðal annars. „Það er auðvitað mjög mikilvægt í fyrsta lagi að fólk átti sig á því að þessi maður er starfsmaður Icelandair og formaður í flugmannafélaginu þeirra. Það er að segja þetta eru næstum því bara Icelandairstarfsmenn í þessu Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, þó það séu vissulega líka einhverjir flugmenn frá Atlanta og kannski eitthvað örlítið meira.“ Sagði hann þannig um að ræða sömu stöðu og ef starfsmaður Bónus væri að tjá sig um Krónuna, eða starfsmaður Landsbankans að segja að Kvika væri að fara á hausinn. Taka þyrfti ummælunum í því ljósi að „hér er maður sem virðist nú vera svolítið vanstilltur að hrauna yfir samkeppnisaðila vinnuveitanda síns“. Krókur á móti bragði Nú hefur FÍA sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Einars Arnar, sem Jón Þór ritar fyrir hönd félagsins. Þar rekur hann að FÍA hafi verið starfrækt í 79 ár og sé elsta fag- og stéttarfélag atvinnuflugmanna á Íslandi. Félagsmenn þess séu á níunda hundrað. Viðsemjendur félagsins séu nær allir íslenskir flugrekendur, að Play undanskyldu, þar með talið Air Atlanta, Icelandair, Norlandair, Landhelgisgæslan og Flugskólarnir. „Formaður FÍA kemur eingöngu fram í umboði FÍA og ræðir hagsmuni félagsins og félagsmanna þess. Sem eina lögmæta stéttarfélag flugmanna hér á landi telur félagið sér skylt að standa vörð um öll málefni stéttarinnar og flugsins sem atvinnugreinar almennt. Hvort sem það varðar félagsmenn þess beint eða samstarfsfélaga utan félags. Öllum dylgjum forstjóra Play um að formaður FÍA tali í umboði annarra er því alfarið vísað á bug og telst sem tilraun til þöggunar á eðlilegri og nauðsynlegri umræðu.“ Óttast að Play fylgi fordæmi Bláfugls Jón Þór segir að tilefni viðtalsins í Bítinu hafi verið gjaldþrot flugfélagsins Bláfugls en í fimm ár hafi FÍA gengið þrautagöngu með flugmönnum félagsins sem var sagt upp með ólögmætum hætti. Öll dómsmál gagnvart Bláfugli hafi unnist enda hafi framganga Bláfugls gengið harkalega á svig við gildandi reglur, hefðir og kjarasamninga. Síðasti sigur FÍA hafi verið bótaskylda Bláfugls vegna þessarar framgöngu en í kjölfarið hafi félagið farið í þrot og kjarasamningsbundnir flugmenn þess sitji eftir með sárt ennið. Í viðtalinu hafi hann farið yfir áhyggjur félagsins af því að stjórnvöld stæðu ekki vörðinn eins og þeim væri skylt og að fleiri félög fylgdu eftir fordæmi Bláfugls óáreitt, þar á meðal Play. Telur til rök fyrir fullyrðingunni Þá hafi hann sagst í viðtalinu telja líkur til þess að flugfélagið Play gæti á ótilgreindum tíma einnig farið í þrot og byggi sú staðhæfing á eftirfarandi vísbendingum og rökum: Frá stofnun félagsins hafi það glímt við stórkostlegan og samfelldan taprekstur. Ítrekað hafi komið fram fullyrðingar um væntan viðsnúning í rekstri sem aldrei hafi staðist. Nýleg fjármögnun sem forstjórinn segi sýna styrk Play, sýni líka áhættuna sem fjárfestar telja að felist í rekstri Play. Samkvæmt fréttum séu vextirnir á fjármögnuninni „með þeim hærri sem sést hafa í flugiðnaðinum á síðustu árum“ eða 17,5 prósent. Í árshlutauppgjöri Play fyrir annan ársfjórðung 2025 hafi eiginfjárstaða Play verið neikvæð um nærri 10 milljarða króna. Tilkynnt hafi verið um flutning flugrekstrarleyfis til Möltu; störf hafi kerfisbundið verið flutt úr landi, með tilheyrandi uppsögnum á íslensku starfsfólki. Forstjóri félagsins hafi þegar reynt yfirtöku á félaginu með afskráningu á markaði, sem hluthafar og fjárfestar hafi hafnað að sinni. Samkvæmt því sem fram hefur komið verði flugrekstur félagsins fluttur úr landi og íslenskt flugrekstrarleyfi lagt niður. Hvað varðar rök Jóns Þórs varðandi neikvæða eiginfjárstöðu Play er vert að taka fram að í flugrekstri er neikvæð eiginfjárstaða almennt ekki talin meginvandamál flugfélaga. Það kom meðal annars fram í viðtali Morgunblaðsins við norska norska fluggreinandann Hans Jørgen Elnæs. Hann sagði aðalmálið vera aðgang flugfélaga að fjármagni, sem Play hefur þegar tryggt sér. Auk rakanna hér að ofan segir Jón Þór liggja fyrir að einn af stjórnendum Play sé fyrrverandi forstjóri Bláfugls, en í hans tíð hafi öllum kjarasamningsbundnum flugmönnum félagsins verið sagt upp starfi, með tilheyrandi tjóni fyrir flugmennina, sem litlar sem engar líkur séu á að fáist bætt. „Flugfélagið Bláfugl var sett í gjaldþrot þegar kom að skuldbindingum þess hér innanlands. Starfsemi félagsins var áður en til gjaldþrots kom með sambærilegum hætti flutt úr landi. Spár um endalok Play á Íslandi eru því byggðar á heildstæðu mati á atburðarrás sem er þekkt og þegar hafin.“ Mat FÍA að sé líklegt til að gera breytingar með stuttum fyrirvara Hvað varðar réttindi farþega og áhættu þeirra sem þegar hafa keypt farmiða fram í tímann, vísar Jón Þór til þeirra dæma sem þegar hafi átt sér stað, til dæmis fyrr á þessu ári þegar viðskiptavinir sem áttu bókað flug til Króatíu, Þýskalands og Madeira, fengu tilkynningu um að flugferðunum hefði verið aflýst. „Það er mat FÍA, byggt á reynslu, að flugfélag sem er í slíkum umbreytingarfasa sé líklegra en ella að gera breytingar með stuttum fyrirvara, sem geta sett ferðaáætlanir farþega í uppnám. Spyrjum að leikslokum.“ Í sömu andrá megi spyrja hvernig viðskiptasambandi farþega verði háttað þegar Play yfirgefur Ísland og starfar eingöngu á maltversku flugrekstrarleyfi. Hann spyr hvort viðskipti muni fara fram við flugfélag, ferðaskrifstofu eða miðasölu. „Nýlegt dæmi NiceAir sýnir að réttindi farþega geta reynst mjög ótrygg þegar flug er keypt við óljósar aðstæður. NiceAir var kallað flugfélag þó svo að félagið væri ekki með flugrekstrarleyfi. Það var starfrækt með innleigu á erlendum flugrekstraraðila með flugrekstrarleyfi á Möltu og starfrækt sem sýndarflugfélag. Við þrot þess reyndist farþegum ótækt að nálgast bætur og töpuðu þeir bæði fé sínu og ferðaréttindum.“ Eðlilegt að félagið skipti sér af „sorgarvegferð“ Loks segir Jón Þór að Einar Örn hafi farið mikinn um að hann hafi talað af vanþekkingu en hafi sjálfur sagst ekki hafa lesið kjarasamninga við flugmenn en að Play bjóði „mjög fín kjör“. Einstreymi hafi þó verið af flugmönnum frá Play til viðsemjenda FÍA. Hver dæmi fyrir sig. „Rétt er að bæði flugmenn og flugliðar Play hafa nýlega undirritað kjarasamninga, en spurt er: hver er samningsstaða stéttar sem hefur ekki félagslegt skjól og er í þeirri stöðu að störf þeirra eru nú kerfisbundið flutt úr landi? Sá hópur er tilneyddur til að aðstoða við þá vegferð að grafa undan sjálfum sér. Öll þessi sorgarvegferð varðar flugstéttina alla og því fullkomlega eðlilegt og í raun skylt að FÍA hafi afskipti af. Tæpitungulaust.“
Play Fréttir af flugi Stéttarfélög Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira