Viðskipti innlent

Aukið sam­starf opni á fleiri tengimöguleika til vestur­strandar Banda­ríkjanna

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Boeing 737 max 9-þota Icelandair.
Boeing 737 max 9-þota Icelandair. Egill Aðalsteinsson

Fimmtán ára samstarf Icelandair og Alaska Airlines verður aukið enn frekar þegar viðskiptavinir Alaska Airlines munu geta bókað tengiflug til fjölda áfangastaða Icelandair í Evrópu. Þá mun fjölga þeim áfangastöðum sem viðskiptavinum íslenska flugfélagsins geta bókað í tengiflugi til vesturstrandar Banaríkjanna og annarra áfangastaða Alaska Airlines.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en tilkynnt var um hið aukna samstarf flugfélaganna í dag.

„Það er mjög ánægjulegt að kynna aukið samstarf okkar við Alaska Airlines. Með því getum við boðið upp á enn öflugri tengingar á milli umfangsmikils leiðakerfis Icelandair í Evrópu og áfangastaða Alaska á Vesturströnd Bandaríkjanna og víðar. Samstarfið er til marks um sameiginlega sýn félaganna tveggja um að veita aukna þjónustu og framúrskarandi ferðaupplifun,“ er haft eftri Helga Má Björvinssyni, yfirmanni alþjóðatengsla hjá Icelandair, í tilkynningu.

Þá er haft eftir Brett Catlin hjá Alaska Airlines að með þessu verði byggt enn frekar ofan á samstarf flugfélgaganna. Auknir ferðamöguleikar viðskiptavina flugfélaganna feli í sér tengingar um alla vesturströnd Bandaríkjanna auk Havaí og til Asíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×