Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2025 08:02 Sveindís Jane Jónsdóttir tók gleði sína á ný þegar hún fagnaði með hinni brasilísku Maiara Niehues sem skoraði sigurmark Angel City. Skjáskot/CBS Sports Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Angel City eru byrjaðar að rétta úr kútnum eftir þrautagöngu og hafa nú unnið tvo leiki í röð í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þær virðast hins vegar vera að missa einn sinn besta leikmann. Angel City vann grannaslaginn við Bay FC í gær, 2-1, og lék Sveindís allan leikinn. Hún var dugleg við að koma sér í færi í leiknum en greinilega ósátt við sjálfa sig eftir að hafa ekki náð að nýta þau. Sveindís var óhemju nálægt því að skora eftir hálftíma leik þegar hún nýtti hraðann sinn til að komast inn í sendingu aftur á markvörð Bay FC, en hún pikkaði boltanum rétt framhjá markinu. Hún átti svo þrjú önnur mjög hættuleg skot í leiknum en inn vildi boltinn ekki og virtist íslenska landsliðskonan afar vonsvikin eftir skot í hliðarnetið úr góðu færi á 70. mínútu, og sparkaði þá meðal annars í auglýsingaskilti. Riley Tiernan hafði komið Angel City yfir á 12. mínútu eftir magnaðan sprett en Rachel Hill jafnað metin. Það var svo á 77. mínútu sem hin brasilíska Maiara Niehues skoraði sigurmarkið með skalla eins og sjá má hér að neðan og þá tók Sveindís gleði sína á ný. Þetta var sætur sigur fyrir Angel City sem þurfti að spila án bandaríska landsliðsframherjans Alyssu Thompson. Thompson, sem skorað hefur sex mörk á leiktíðinni, var utan hóps í gærkvöld vegna þess að Englandsmeistarar Chelsea eru að reyna að festa kaup á henni áður en félagaskiptaglugginn lokast á fimmtudagskvöld. Talið er að hún muni ekki kosta minna en eina milljón Bandaríkjadala en met var slegið á dögunum þegar Orlando Pride greiddi mexíkóska félaginu Tigres 1,5 milljón dala fyrir Lizbeth Ovalle. En án Thompson fagnaði Angel City samt sigri eins og fyrr segir, og hefur nú ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið nálgast sæti í átta liða úrslitakeppninni en er enn í 9. sæti, með 23 stig eftir 18 umferðir af 26, aðeins stigi á eftir Gotham en þessi lið mætast á sunnudaginn. Bay FC er með 17 stig í 12. sæti af fjórtán liðum deildarinnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kalda fagnið Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Sjá meira
Angel City vann grannaslaginn við Bay FC í gær, 2-1, og lék Sveindís allan leikinn. Hún var dugleg við að koma sér í færi í leiknum en greinilega ósátt við sjálfa sig eftir að hafa ekki náð að nýta þau. Sveindís var óhemju nálægt því að skora eftir hálftíma leik þegar hún nýtti hraðann sinn til að komast inn í sendingu aftur á markvörð Bay FC, en hún pikkaði boltanum rétt framhjá markinu. Hún átti svo þrjú önnur mjög hættuleg skot í leiknum en inn vildi boltinn ekki og virtist íslenska landsliðskonan afar vonsvikin eftir skot í hliðarnetið úr góðu færi á 70. mínútu, og sparkaði þá meðal annars í auglýsingaskilti. Riley Tiernan hafði komið Angel City yfir á 12. mínútu eftir magnaðan sprett en Rachel Hill jafnað metin. Það var svo á 77. mínútu sem hin brasilíska Maiara Niehues skoraði sigurmarkið með skalla eins og sjá má hér að neðan og þá tók Sveindís gleði sína á ný. Þetta var sætur sigur fyrir Angel City sem þurfti að spila án bandaríska landsliðsframherjans Alyssu Thompson. Thompson, sem skorað hefur sex mörk á leiktíðinni, var utan hóps í gærkvöld vegna þess að Englandsmeistarar Chelsea eru að reyna að festa kaup á henni áður en félagaskiptaglugginn lokast á fimmtudagskvöld. Talið er að hún muni ekki kosta minna en eina milljón Bandaríkjadala en met var slegið á dögunum þegar Orlando Pride greiddi mexíkóska félaginu Tigres 1,5 milljón dala fyrir Lizbeth Ovalle. En án Thompson fagnaði Angel City samt sigri eins og fyrr segir, og hefur nú ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið nálgast sæti í átta liða úrslitakeppninni en er enn í 9. sæti, með 23 stig eftir 18 umferðir af 26, aðeins stigi á eftir Gotham en þessi lið mætast á sunnudaginn. Bay FC er með 17 stig í 12. sæti af fjórtán liðum deildarinnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kalda fagnið Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Sjá meira