Real Madrid áfram á sigurbraut Siggeir Ævarsson skrifar 30. ágúst 2025 19:00 LaLiga - Oviedo vs Real Madrid epa12320607 Real Madrid's Kylian Mbappe (L) and Vinicius Junior (R) celebrate a goal during a Spanish LaLiga EA Sports match between Real Oviedo and Real Madrid at Carlos Tartiere stadium in Oviedo, Asturias, Spain, 24 August 2025. EPA/J.L. Cereijido Real Madrid vann sinn þriðja leik í röð í spænsku deildinni en liðið hefur ekki enn stigið feilspor undir stjórn Xabi Alonso. Liðið tók á móti Mallorca í kvöld og eftir að hafa lent 0-1 undir komu tvö mörk á tveimur mínútum frá Vini Jr, sem snéri aftur í byrjunarliðið, og Arda Guler á 37. og 38. mínútu. Það reyndust einu tvö mörk liðsins í kvöld sem fengu að standa. Lokatölur 2-1 í Madríd í kvöld. Fyrst var mark dæmt af Mbappe strax í upphafi leiks vegna rangstöðu og í seinni hálfleik var mark dæmt af Guler þar sem boltinn virtist mögulega hafa viðkomu í hendinni á honum þegar hann náði frákasti eftir skot og skoraði svo. Þessir dómar komu þó ekki að sök og Real Madrid heldur áfram fulla ferð í spænsku deildinni undir stjórn Xabi Alonso. Spænski boltinn
Real Madrid vann sinn þriðja leik í röð í spænsku deildinni en liðið hefur ekki enn stigið feilspor undir stjórn Xabi Alonso. Liðið tók á móti Mallorca í kvöld og eftir að hafa lent 0-1 undir komu tvö mörk á tveimur mínútum frá Vini Jr, sem snéri aftur í byrjunarliðið, og Arda Guler á 37. og 38. mínútu. Það reyndust einu tvö mörk liðsins í kvöld sem fengu að standa. Lokatölur 2-1 í Madríd í kvöld. Fyrst var mark dæmt af Mbappe strax í upphafi leiks vegna rangstöðu og í seinni hálfleik var mark dæmt af Guler þar sem boltinn virtist mögulega hafa viðkomu í hendinni á honum þegar hann náði frákasti eftir skot og skoraði svo. Þessir dómar komu þó ekki að sök og Real Madrid heldur áfram fulla ferð í spænsku deildinni undir stjórn Xabi Alonso.
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki