Lífið samstarf

Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu

La Barceloneta
Veitingastaðurinn La Barceloneta hefur fengið titilinn Authentic Spanish Rrestaurant Abroad frá Spænskum stjórnvöldum. Eigendurnir tengjast öll Spáni á einn eða anna hátt. 
Veitingastaðurinn La Barceloneta hefur fengið titilinn Authentic Spanish Rrestaurant Abroad frá Spænskum stjórnvöldum. Eigendurnir tengjast öll Spáni á einn eða anna hátt. 

Veitingastaðurinn LaBarceloneta í Templarasundi hefur verið viðurkenndur af spænskum stjórnvöldum. Hér upplifa gestir því sannarlega ekta spænska matarmenningu en LaBarceloneta sérhæfir sig í hinni hefðbundnu Paellu og tapasréttum meðal annars.

„Við fengum titilinn Authentic Spanish Rrestaurant Abroad eða Ekta spænskt veitingahús erlendis, sem er mjög stór viðurkenning. Við erum eini veitingastaðurinn á Íslandi sem hefur fengið þessa viðurkenningu. Spænskir gestir okkar segjast vera „komnir heim“ þegar þeir koma hingað inn,“ segir Dagur Pétursson, einn eigenda veitingastaðarins LaBarceloneta.

Hann segir ýmislegt þurfi að uppfylla til að fá viðurkenningu sem þessa.

Uppskriftabókin varð að standast skoðun

„Eftirlitsmenn frá spænskum stjórnvöldum koma hingað og skoða allt, hvort hráefnið sem við notum sé rétt samkvæmt hefð, að vínin komi frá Spáni og þeir skoða uppskriftabókina og matseðilinn. 

Pedro kokkurinn okkar hefur yfir 40 ára reynslu en hann hefur rekið marga veitingastaði á Spáni og er sérfræðingur í Paellu sem er okkar aðalréttur. Eldhúsið er opið og gestirnir geta fylgst með og fengið sér tapasrétti meðan beðið er eftir paellunni,“ segir Dagur. Íslensk hráefni spilar einnig stórt hlutverk í eldhúsi LaBarceloneta.

Ísland og Spánn mætast í eldhúsinu

„Við reynum að flytja sem mest inn frá Spáni en erum með lykilhráefni frá Íslandi, til dæmis er allt sjávarfang íslenskt. Íslenski saltfiskurinn er sérstaklega góður og tengdur Spáni. 

Saltfiskur með Aioli og hunangi er nýr réttur á matseðlinum og nýtur mikilla vinsælda.

Við bættum nýlega saltfiski með Aioli og hunangi á matseðilinn og rétturinn hefur slegið í gegn hjá Íslendingunum en við erum mjög stolt af því að aðalviðskiptavinir okkar eru Íslendingar. 

Íslendingarnir eru mjög kröfuharður hópur sem veit vel hvað hann vill, sem er alltaf mjög gaman. Hingað koma auðvitað líka túristar en það eru heimamenn og svo Spánverjar búsettir hér sem eru okkar aðalgestir. Flæði spænskra gesta hefur aukist sérstaklega eftir að við fengum viðurkenninguna,“ segir Dagur.

Fjölbreytta smárétti er að finna á matseðlinum

Hafa vaxið hratt á stuttum tíma

Tvö ár eru síðan La Barceloneta opnaði dyrnar í Templarasundi en staðurinn byrjaði árið 2020 sem heimsendingarþjónusta á paellu. Nú samanstendur matseðillinn af fjölbreyttum tapasréttum, tortillum og fleiru.

„Við höfum vaxið mikið frá því við urðum veitingastaður fyrir tveimur árum. Paellan er ennþá okkar aðalréttur en tapasinn er alltaf að stækka hjá okkur og breytast. Við bjóðum áfram heimsendingu á paellunum og sendum hana heim á pönnunni. Það er hluti upplifunarinnar að borða hana beint af pönnunni. Þá er heldur ekkert uppvask því við sækjum pönnuna daginn eftir. Við bjóðum líka veisluþjónustu fyrir stóra hópa,“ segir Dagur.

Mest allt hráefnið er flutt inn frá Spáni og þarf að standast skoðun eftirlitsmanna sem ekta spænskt.

Hver er galdurinn á bak við paellu?

„Þegar við eldum paellu þá byrjum við á sofrito, þ.e hægeldum hvítlauk, rauðan pipar og tómata, svo koma hrísgrjónin og þetta er soðið, svo bætist kjöt eða sjávarfangi út í. Klassísk paella er með sjávarfangi eins og rækjum, humar eða skelfiski. Smokkfisk paella er mjög vinsæl hjá okkur og þá notum blekið líka svo grjónin og allt verður svart. Blekið er líka mjög bragðmikið. 

Blekið er notað í smokkfiskpaellu svo rétturinn verður svartur og bragðmikill

„Alveg í blálokin þegar við eldum paella hækkum við hitann hressilega svo það kemur skorpa á botninn. Socarrat heitir það og þar er allt bragðið. Soccarrat er hulinn gimsteinn paellunnar og sérstaklega skemmtilegt að íslendingarnir eru farnir að þekkja það,“ segir Dagur. 

„Við lögðum mikið á okkur við að hafa staðinn allan í spænskum anda, líka í innanhússhönnuninni og þegar við fáum „þetta er eins og heima“ frá spænskum gestum, verð ég mjög hamingjusamur. Það er besta sem fólk getur sagt um okkur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.