Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2025 11:00 Richarlison skoraði tvö mörk gegn Burnley í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir það fóru eflaust fleiri Fantasy-spilarar að renna hýru auga til hans. epa/NEIL HALL Strákarnir í Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar, fóru yfir stöðu mála og möguleikana fyrir 3. umferðina í síðasta þætti. Fantasýn er hlaðvarp í umsjón þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban sem kemur út eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni. Í síðasta þætti fóru strákarnir yfir ýmsa kosti sem eru í stöðunni fyrir 3. umferðina sem hefst á laugardaginn. Þeir veltu því meðal annars fyrir sér hvort það væri fýsilegt að vera með Richarlison, framherja Tottenham, í liðinu sínu. Spurs hefur farið vel af stað á tímabilinu og unnið báða leiki sína í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Richarlison hefur byrjað báða leikina og skoraði tvívegis í 3-0 sigri á nýliðum Burnley í 1. umferðinni. Þrátt fyrir það er Albert efins um að Richarlison sé góður kostur í Fantasy. „Richarlison, ég myndi vara við honum. Hann er að byrja vel en nú er búið að velja brasilíska landsliðið og hann er að fara í landsleikjahlé eftir næsta leik. Og það er oft snúið þegar menn eru að koma úr þeim hléum,“ sagði Albert. „Þessir Suður-Ameríkumenn fá oftar en ekki takmarkaðar mínútur í fyrsta leik eftir landsleikjahlé og hann er með ansi góðan varamann sem er bara að bíða eftir að fá mínútur fyrir hann og það þarf að koma [Dominic] Solanke einhvern veginn inn. Það kæmi mér ekkert á óvart að Richarlison byrji næsta leik en ég held að Solanke verði í byrjunarliðinu í næsta leik eftir landsleikjahlé.“ Spurs á nokkuð hagstæða leiki framundan og Albert hvetur Fantasy-spilara frekar til að horfa til Brennans Johnson og Mohammed Kudus þótt hann sé líklegri til að skila stoðsendingum en mörkum. Albert nefndi einnig Pedro Porro og Pape Sarr sem mögulega kosti úr liði Tottenham. Næsti leikur Tottenham er gegn Bournemouth á heimavelli á laugardaginn. Í fyrsta leik eftir landsleikjahléið mætir Tottenham svo West Ham United á útivelli, 13. september. Hlusta má á Fantasýn í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. 28. ágúst 2025 07:01 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjá meira
Fantasýn er hlaðvarp í umsjón þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban sem kemur út eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni. Í síðasta þætti fóru strákarnir yfir ýmsa kosti sem eru í stöðunni fyrir 3. umferðina sem hefst á laugardaginn. Þeir veltu því meðal annars fyrir sér hvort það væri fýsilegt að vera með Richarlison, framherja Tottenham, í liðinu sínu. Spurs hefur farið vel af stað á tímabilinu og unnið báða leiki sína í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Richarlison hefur byrjað báða leikina og skoraði tvívegis í 3-0 sigri á nýliðum Burnley í 1. umferðinni. Þrátt fyrir það er Albert efins um að Richarlison sé góður kostur í Fantasy. „Richarlison, ég myndi vara við honum. Hann er að byrja vel en nú er búið að velja brasilíska landsliðið og hann er að fara í landsleikjahlé eftir næsta leik. Og það er oft snúið þegar menn eru að koma úr þeim hléum,“ sagði Albert. „Þessir Suður-Ameríkumenn fá oftar en ekki takmarkaðar mínútur í fyrsta leik eftir landsleikjahlé og hann er með ansi góðan varamann sem er bara að bíða eftir að fá mínútur fyrir hann og það þarf að koma [Dominic] Solanke einhvern veginn inn. Það kæmi mér ekkert á óvart að Richarlison byrji næsta leik en ég held að Solanke verði í byrjunarliðinu í næsta leik eftir landsleikjahlé.“ Spurs á nokkuð hagstæða leiki framundan og Albert hvetur Fantasy-spilara frekar til að horfa til Brennans Johnson og Mohammed Kudus þótt hann sé líklegri til að skila stoðsendingum en mörkum. Albert nefndi einnig Pedro Porro og Pape Sarr sem mögulega kosti úr liði Tottenham. Næsti leikur Tottenham er gegn Bournemouth á heimavelli á laugardaginn. Í fyrsta leik eftir landsleikjahléið mætir Tottenham svo West Ham United á útivelli, 13. september. Hlusta má á Fantasýn í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. 28. ágúst 2025 07:01 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjá meira
Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. 28. ágúst 2025 07:01