Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2025 09:36 Armand Duplantis er einn af stærstu frjálsíþróttastjörnum heims og virðist duglegur að sinna aðdáendum. Getty/Beata Zawrzel Þegar unga stangarstökkskonan Klaara Kivistö, þá 14 ára gömul, gaf heimsmethafanum Armand Duplantis armband óraði hana ekki fyrir því að hann myndi enn hafa það á úlnliðnum, til heilla, þremur árum síðar. Duplantis hefur sett hvert heimsmetið á fætur öðru á síðustu árum, eða alls þrettán met frá árinu 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra og sló met Renaud Lavillenie. Núna er metið 6,29 metrar. Síðustu þrjú ár hefur hann oftar en ekki verið með armband sem hann fékk að gjöf frá stelpu í Helsinki 2022, í tengslum við árlega frjálsíþróttakeppni á milli Svíþjóðar og Finnlands. Það var svo ekki fyrr en í gær sem að Duplantis komst að því hver stelpan var, þegar Aftonbladet í Svíþjóð lét hann vita en blaðið hafði þá fengið póst frá pabba Kivistö, eftir fyrri frétt um armbandið. „Ég hafði litið upp til hans í mörg ár og datt í hug að gera armband í sænsku fánalitunum og með nafninu hans,“ sagði Kivistö við Aftonbladet. „Hann virtist í alvöru þakklátur og ég var mjög glöð,“ sagði Kivistö en spáði svo ekki mikið meira í það fyrr en þremur árum seinna, þegar hún var að horfa á Duplantis keppa í sjónvarpinu. „Þá sá ég að Mondo var með armbandið „mitt“. Ég trúði ekki eigin augum. Ég fór svo á Instagram og sá fjölda mynda af honum með armbandið, ekki bara í keppni heldur einnig á öðrum vettvangi. Ég er oft búin að „læka“ myndirnar hans á Instagram en pældi aldrei í armbandinu,“ sagði Kivistö. Ungur aðdáandi Duplantis með skilti á Demantamóti í Póllandi fyrr í þessum mánuði.Getty/Beata Zawrzel Duplantis var fljótur að kveikja þegar Aftonbladet sýndi honum mynd af stelpunni sem gaf honum armbandið, þó að þrjú ár væru liðin. „Var það hún sem gaf mér armbandið?! Já, núna man ég þetta. En ég þarf eiginlega nýtt svo getið þið hjálpað mér að ná sambandi við hana? Þetta var svo fallegt. Ég er búinn að vera með þetta allt þetta ár. Það hefur fært mér mikla lukku,“ sagði Duplantis við Aftonbladet. Kivistö var að sjálfsögðu til í að búa til nýtt armband og hefur Duplantis lofað að gefa henni góða gjöf í staðinn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Duplantis hefur sett hvert heimsmetið á fætur öðru á síðustu árum, eða alls þrettán met frá árinu 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra og sló met Renaud Lavillenie. Núna er metið 6,29 metrar. Síðustu þrjú ár hefur hann oftar en ekki verið með armband sem hann fékk að gjöf frá stelpu í Helsinki 2022, í tengslum við árlega frjálsíþróttakeppni á milli Svíþjóðar og Finnlands. Það var svo ekki fyrr en í gær sem að Duplantis komst að því hver stelpan var, þegar Aftonbladet í Svíþjóð lét hann vita en blaðið hafði þá fengið póst frá pabba Kivistö, eftir fyrri frétt um armbandið. „Ég hafði litið upp til hans í mörg ár og datt í hug að gera armband í sænsku fánalitunum og með nafninu hans,“ sagði Kivistö við Aftonbladet. „Hann virtist í alvöru þakklátur og ég var mjög glöð,“ sagði Kivistö en spáði svo ekki mikið meira í það fyrr en þremur árum seinna, þegar hún var að horfa á Duplantis keppa í sjónvarpinu. „Þá sá ég að Mondo var með armbandið „mitt“. Ég trúði ekki eigin augum. Ég fór svo á Instagram og sá fjölda mynda af honum með armbandið, ekki bara í keppni heldur einnig á öðrum vettvangi. Ég er oft búin að „læka“ myndirnar hans á Instagram en pældi aldrei í armbandinu,“ sagði Kivistö. Ungur aðdáandi Duplantis með skilti á Demantamóti í Póllandi fyrr í þessum mánuði.Getty/Beata Zawrzel Duplantis var fljótur að kveikja þegar Aftonbladet sýndi honum mynd af stelpunni sem gaf honum armbandið, þó að þrjú ár væru liðin. „Var það hún sem gaf mér armbandið?! Já, núna man ég þetta. En ég þarf eiginlega nýtt svo getið þið hjálpað mér að ná sambandi við hana? Þetta var svo fallegt. Ég er búinn að vera með þetta allt þetta ár. Það hefur fært mér mikla lukku,“ sagði Duplantis við Aftonbladet. Kivistö var að sjálfsögðu til í að búa til nýtt armband og hefur Duplantis lofað að gefa henni góða gjöf í staðinn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira