Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. ágúst 2025 09:46 Laufey hefur skotist upp á stjörnuhimininn á síðustu þremur árum og nýjasta plata hennar mun sennilega aðeins viðhalda því stjörnuskoti. Laufey/Vísir/Vilhelm Nýjasta plata Laufeyjar, A Matter of Time, kom út á föstudag og hefur þegar fengið gríðarlega góðar viðtökur hjá gagnrýnendum og tónlistarunnendum. Laufey syngur í fyrsta sinn eigið efni á íslensku á plötunni. A Matter of Time er þriðja plata Laufeyjar sem hefur farið með himinskautum síðustu ár og má segja að sé ein mest spennandi tónlistarkona heims í dag. Platan var í efsta sæti í Bandaríkjunum um helgina á Spotify af öllum nýútgefnum plötum og fjöldi laga af plötunni hefur ratað á topplista Spotify víða um heim, þar með talið hérlendis. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Hún hefur verið dugleg að kynna plötuna, er á forsíðu Vogue Scandinavia fyrir ágúst/september-tölublað tímaritsins, var í stóru viðtali hjá The Guardian um helgina og vakti mikla lukku í kjúklingavængjaátskeppni við tónlistarkonuna Clairo fyrir skömmu. Hérlendis hafa þó nokkrir lýst yfir ánægju sinni með plötuna. „Ég get ekki hætt að hlusta á nýjustu Laufeyjar plötuna! Þetta er tær snilld-og öll viðtölin við hana núna, OMG kindred spirit! Til hamingju elsku Laufey!“ skrifaði Jóhanna Vigdís Arnardóttir, betur þekkt sem Hansa, um plötuna um helgina. Athafnamaðurinn og umboðsmaðurinn Bergþór Másson lýsti einnig yfir aðdáun sinni á tónlistarstjörnunni. „Sú manneskja sem ég lít mest upp til akkúrat núna er tónlistarkonan Laufey - gersamlega magnað game í gangi,“ skrifaði Bergþór í færslu á X(Twitter) en hann hefur góða reynslu af tónlistargeiranum eftir að hafa verið umboðsmaður rapparans Birnis og Clubdub um árabil. Fullt hús hjá tveimur Platan hefur jafnframt fengið frábæra dóma erlendis, á síðunni Metacritic, sem tekur saman dóma sem birtast um tónlist, kvikmyndir, sjónvarpsefni og tölvuleiki, fær A Matter of Time meðaleinkunnina 85 sem byggir á dómum tíu mismunandi gagnrýnenda. Bresku miðlarnir Independent og The Skinny gefa plötunni báðir fullt hús. „Ef fyrri útgáfur gerðu Laufeyju að jazzpopp-drottningu z-kynslóðarinnar þá styrkir A Matter of Time þann titil,“ segir um Laufeyju í dómi The Skinny. „Laufey notar merkilegan skilning á stærstu áhrifavöldum sínum samhliða tæknilegri getu til að grípa athygli okkar. Hvað textann varðar er þessi plata eins tímabær og þær gerast, sérstaklega fyrir yngri aðdáendur sem eru, kannski, í leit að dýpri umfjöllun á stefnumótaheiminum sem þau þekkja,“ segir í dómi Independant. „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Innsýn inn í listamanninn Laufeyju Flestir gagnrýnendur gefa plötunni í kringum 80 í einkunn, eða fjórar af fimm stjörnum. Einn slíkur er gagnrýnandi tónlistartímaritsins Clash sem segir plötuna festa Laufeyju í sessi sem kynslóðar-listamann. Platan eigi að fullnægja langtíma aðdáendum hennar og virka sem góður upphafspunktur fyrir þá sem hafa ekki hlustað á hana áður. Stóra menningartímaritið NME segir plötuna vera jafn glæsilega og forvera sína en núna sé meira myrkur sem umlyki glampann. Þá fái hlustendur meiri innsýn inn í listamanninn en áður, kynnist óöryggi hennar og að hún sé ekki ónæm fyrir grunnhyggnum væntingum samfélagsins og tína til texta úr laginu „Snow White“: The world is a sick place, at least for a girl/The people want beauty; skinny always wins/And I don't have enough of it/I'll never have enough of it Platan muni einungis hraða ógnarhraðri ferð Laufeyjar upp á stjörnuhimininn að sögn gagnrýnanda NME. Húmor og hæfileikar Tónlistarmiðillinn Pitchfork fer fögrum orðum um plötuna þó hún fái aðeins 72 í einkunn hjá miðlinum. Þar er söngkonunni líkt við Amy Winehouse á laginu „Silver Lining“ og Anitu Kerr á laginu „Clockwork“. Þar segir jafnframt að húmor sé einn sterkasti eiginleiki Laufeyjar og hún sé fyndnust þegar hún er hvað væmnust. Lagið „Tough Luck“ minni á Taylor Swift að því leyti hvernig Laufey raðar upp skotunum sem beinast að eitruðum fyrrverandi kærasta. I should congratulate thee/For so nearly convincing me/I’m not quite as smart as I seem/That I'm a loud-mouthed nobody/My accent and music are dumb/Your tattoos are no better, hun/The proof says you're tragic as fuck Lægstu einkunnina fær Laufey svo hjá Rolling Stone sem gefa henni 70. Þar er Laufeyju hrósað fyrir gnægð hæfileika og lagni við á para saman vandamál 21. aldarinnar og viðlög fyrri tíma. Ekki amalegt að versta umsögnin sem hún fær sé jafn-jákvæð og raun ber vitni. Tónlist Bandaríkin Laufey Lín Íslensk tunga Menning Tengdar fréttir Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar „Eina ástæða þess að tónlistin gekk upp hjá mér er af því ég fór ekki með hana beint til plötuútgefenda,“ segir stórstjarnan Laufey Lín í nýlegu viðtali við tískurisann Vogue. Þar fer hún meðal annars yfir það hvernig velgengni hennar hefur þróast og hvernig hún hefur alltaf fengið að vera hún sjálf. 18. ágúst 2025 15:00 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
A Matter of Time er þriðja plata Laufeyjar sem hefur farið með himinskautum síðustu ár og má segja að sé ein mest spennandi tónlistarkona heims í dag. Platan var í efsta sæti í Bandaríkjunum um helgina á Spotify af öllum nýútgefnum plötum og fjöldi laga af plötunni hefur ratað á topplista Spotify víða um heim, þar með talið hérlendis. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Hún hefur verið dugleg að kynna plötuna, er á forsíðu Vogue Scandinavia fyrir ágúst/september-tölublað tímaritsins, var í stóru viðtali hjá The Guardian um helgina og vakti mikla lukku í kjúklingavængjaátskeppni við tónlistarkonuna Clairo fyrir skömmu. Hérlendis hafa þó nokkrir lýst yfir ánægju sinni með plötuna. „Ég get ekki hætt að hlusta á nýjustu Laufeyjar plötuna! Þetta er tær snilld-og öll viðtölin við hana núna, OMG kindred spirit! Til hamingju elsku Laufey!“ skrifaði Jóhanna Vigdís Arnardóttir, betur þekkt sem Hansa, um plötuna um helgina. Athafnamaðurinn og umboðsmaðurinn Bergþór Másson lýsti einnig yfir aðdáun sinni á tónlistarstjörnunni. „Sú manneskja sem ég lít mest upp til akkúrat núna er tónlistarkonan Laufey - gersamlega magnað game í gangi,“ skrifaði Bergþór í færslu á X(Twitter) en hann hefur góða reynslu af tónlistargeiranum eftir að hafa verið umboðsmaður rapparans Birnis og Clubdub um árabil. Fullt hús hjá tveimur Platan hefur jafnframt fengið frábæra dóma erlendis, á síðunni Metacritic, sem tekur saman dóma sem birtast um tónlist, kvikmyndir, sjónvarpsefni og tölvuleiki, fær A Matter of Time meðaleinkunnina 85 sem byggir á dómum tíu mismunandi gagnrýnenda. Bresku miðlarnir Independent og The Skinny gefa plötunni báðir fullt hús. „Ef fyrri útgáfur gerðu Laufeyju að jazzpopp-drottningu z-kynslóðarinnar þá styrkir A Matter of Time þann titil,“ segir um Laufeyju í dómi The Skinny. „Laufey notar merkilegan skilning á stærstu áhrifavöldum sínum samhliða tæknilegri getu til að grípa athygli okkar. Hvað textann varðar er þessi plata eins tímabær og þær gerast, sérstaklega fyrir yngri aðdáendur sem eru, kannski, í leit að dýpri umfjöllun á stefnumótaheiminum sem þau þekkja,“ segir í dómi Independant. „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Innsýn inn í listamanninn Laufeyju Flestir gagnrýnendur gefa plötunni í kringum 80 í einkunn, eða fjórar af fimm stjörnum. Einn slíkur er gagnrýnandi tónlistartímaritsins Clash sem segir plötuna festa Laufeyju í sessi sem kynslóðar-listamann. Platan eigi að fullnægja langtíma aðdáendum hennar og virka sem góður upphafspunktur fyrir þá sem hafa ekki hlustað á hana áður. Stóra menningartímaritið NME segir plötuna vera jafn glæsilega og forvera sína en núna sé meira myrkur sem umlyki glampann. Þá fái hlustendur meiri innsýn inn í listamanninn en áður, kynnist óöryggi hennar og að hún sé ekki ónæm fyrir grunnhyggnum væntingum samfélagsins og tína til texta úr laginu „Snow White“: The world is a sick place, at least for a girl/The people want beauty; skinny always wins/And I don't have enough of it/I'll never have enough of it Platan muni einungis hraða ógnarhraðri ferð Laufeyjar upp á stjörnuhimininn að sögn gagnrýnanda NME. Húmor og hæfileikar Tónlistarmiðillinn Pitchfork fer fögrum orðum um plötuna þó hún fái aðeins 72 í einkunn hjá miðlinum. Þar er söngkonunni líkt við Amy Winehouse á laginu „Silver Lining“ og Anitu Kerr á laginu „Clockwork“. Þar segir jafnframt að húmor sé einn sterkasti eiginleiki Laufeyjar og hún sé fyndnust þegar hún er hvað væmnust. Lagið „Tough Luck“ minni á Taylor Swift að því leyti hvernig Laufey raðar upp skotunum sem beinast að eitruðum fyrrverandi kærasta. I should congratulate thee/For so nearly convincing me/I’m not quite as smart as I seem/That I'm a loud-mouthed nobody/My accent and music are dumb/Your tattoos are no better, hun/The proof says you're tragic as fuck Lægstu einkunnina fær Laufey svo hjá Rolling Stone sem gefa henni 70. Þar er Laufeyju hrósað fyrir gnægð hæfileika og lagni við á para saman vandamál 21. aldarinnar og viðlög fyrri tíma. Ekki amalegt að versta umsögnin sem hún fær sé jafn-jákvæð og raun ber vitni.
Tónlist Bandaríkin Laufey Lín Íslensk tunga Menning Tengdar fréttir Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar „Eina ástæða þess að tónlistin gekk upp hjá mér er af því ég fór ekki með hana beint til plötuútgefenda,“ segir stórstjarnan Laufey Lín í nýlegu viðtali við tískurisann Vogue. Þar fer hún meðal annars yfir það hvernig velgengni hennar hefur þróast og hvernig hún hefur alltaf fengið að vera hún sjálf. 18. ágúst 2025 15:00 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar „Eina ástæða þess að tónlistin gekk upp hjá mér er af því ég fór ekki með hana beint til plötuútgefenda,“ segir stórstjarnan Laufey Lín í nýlegu viðtali við tískurisann Vogue. Þar fer hún meðal annars yfir það hvernig velgengni hennar hefur þróast og hvernig hún hefur alltaf fengið að vera hún sjálf. 18. ágúst 2025 15:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist