Fótbolti

Þórsarar á toppinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Þórsarar taka toppsætið í Lengjudeildinni með sigri dagsins
Þórsarar taka toppsætið í Lengjudeildinni með sigri dagsins Facebook Þór Akureyri - Fótbolti

Þórsarar halda spennustiginu á toppi Lengjudeildar karla í botni en liðið lagði Njarðvík nú rétt í þessu 4-0. Þórsarar tylla sér þar með í 1. sætið en Njarðvíkingar falla niður í það þriðja, tveimur stigum á eftir Þórsurum.

Sigfús Fannar Gunnarsson kom heimamönnum yfir strax á 6. mínútu. Sannkölluð draumabyrjun og tólfta mark Sigfúsar í sumar. Rafael Victor bætti svo við marki á 25. mínútu og Ingimar Arnar Kristjánsson gerði svo nánast út um leikinn um miðjan seinni hálfleik.

Tómas Bjarki Jónsson skoraði svo eitt sárabótarmark fyrir Njarðvíkinga þegar djúpt var komið inn í uppbótartíma.

Öruggur 3-1 sigur Þórsara staðreynd, sá fimmti í röð, en Njarðvíkingar töpuðu sínum öðrum leik í röð og gefa toppsætið því eftir. Staðan á toppnum gæti ekki verið mikið jafnari þar sem Þór er með 39 stig, Þróttur 38 og Njarðvík 37. Þrjár umferðir eru eftir af deildinni og Þróttur og Þór mætast í lokaumferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×