Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. ágúst 2025 14:23 Danni Baróns og Addi í Sólstöfum stýra nú síðustu þáttunum sínum á útvarpsstöðinni X977. Samsett Þáttastjórnendum útvarpsstöðvarinnar X977 hefur verið sagt upp. Útvarpsstjóri Sýnar segir að um sé að ræða dagskrárbreytingar. „Daglegum útvarpsmönnum eins og mér og Danna var sagt upp ásamt nánast öllum sérþáttastjórnendum,“ skrifar Aðalbjörn Tryggvason, betur þekktur sem Addi í Sólstöfum, í færslu á Facebook. Þar vísar hann í Daníel Jón Baróns Jónsson, betur þekktur sem Danni Baróns, sem er einnig þáttastjórnandi á útvarpsstöðinni. Addi hefur sjálfur starfað sem þáttastjórnandi í tæp þrjú ár en Danni rúm fjögur. „Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími, skemmtileg vinna, skemmtilegir hlustendur og samstarfsfólkið frábært. Geng þakklátur frá borði,“ skrifar Addi. Danni hefur einnig tjáð sig um uppsagnirnar í Instagram-fræslu. „Vitur maður sagði eitt sinn: Maður vex á X-inu, en maður á ekki að vaxa með X-inu. Það er fín mantra þessa dagana þar sem Sýnar fólkið vildi spara smá pening og ákváðu að segja mér upp (veit reyndar ekki hverjir því aldrei hef ég hitt þessa dularfullu yfirmenn),“ segir Danni. Hann segir það „smá skell“ að tíma hans á stöðinni sé að ljúka en jafnvel smá létti. „Það leiðinlega er að fá ekki lengur að bulla í eyru hlustenda á X-inu, en ég get nú bullað í eyru ykkar hvar sem er. Þið eruð hvergi óhult, því miður,“ segir Danni, sem lofar svakalegri lokaviku sem þáttastjórnandi útvarpsstöðvarinnar. Stefán Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða dagskrárbreytingar. Ekki standi til að leggja útvarpsstöðina niður. „Við erum aðeins að breyta dagskránni hjá okkur,“ segir Stefán sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um uppsagnirnar. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
„Daglegum útvarpsmönnum eins og mér og Danna var sagt upp ásamt nánast öllum sérþáttastjórnendum,“ skrifar Aðalbjörn Tryggvason, betur þekktur sem Addi í Sólstöfum, í færslu á Facebook. Þar vísar hann í Daníel Jón Baróns Jónsson, betur þekktur sem Danni Baróns, sem er einnig þáttastjórnandi á útvarpsstöðinni. Addi hefur sjálfur starfað sem þáttastjórnandi í tæp þrjú ár en Danni rúm fjögur. „Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími, skemmtileg vinna, skemmtilegir hlustendur og samstarfsfólkið frábært. Geng þakklátur frá borði,“ skrifar Addi. Danni hefur einnig tjáð sig um uppsagnirnar í Instagram-fræslu. „Vitur maður sagði eitt sinn: Maður vex á X-inu, en maður á ekki að vaxa með X-inu. Það er fín mantra þessa dagana þar sem Sýnar fólkið vildi spara smá pening og ákváðu að segja mér upp (veit reyndar ekki hverjir því aldrei hef ég hitt þessa dularfullu yfirmenn),“ segir Danni. Hann segir það „smá skell“ að tíma hans á stöðinni sé að ljúka en jafnvel smá létti. „Það leiðinlega er að fá ekki lengur að bulla í eyru hlustenda á X-inu, en ég get nú bullað í eyru ykkar hvar sem er. Þið eruð hvergi óhult, því miður,“ segir Danni, sem lofar svakalegri lokaviku sem þáttastjórnandi útvarpsstöðvarinnar. Stefán Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða dagskrárbreytingar. Ekki standi til að leggja útvarpsstöðina niður. „Við erum aðeins að breyta dagskránni hjá okkur,“ segir Stefán sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um uppsagnirnar. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira