Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2025 15:32 Eberechi Eze í leik Chelsea og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Allt bendir til að það hafi verið hans síðasti leikur fyrir Palace. epa/NEIL HALL Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal, telur að Skytturnar geti orðið Englandsmeistarar ef þær ganga frá kaupunum á enska landsliðsmanninum Eberechi Eze. Flest benti til þess að Eze væri á leið til Tottenham en Arsenal virðist vera að stela honum fyrir framan nefið á erkifjendum sínum. Talið er að Arsenal greiði Crystal Palace 67,5 milljónir punda fyrir Eze. Merson segir að Eze sé nákvæmlega það sem Arsenal þurfi og telur að eftir komu hans geti Skytturnar orðið meistarar. Arsenal hefur lent í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrjú ár í röð. „Eze eru frábær kaup fyrir Arsenal. Þetta er leikbreytir og hann passar fullkomlega í liðið. Ef Arsenal hefði leyft Spurs að fá hann hefði ég efast um hvað félagið væri að gera því hann er góður leikmaður,“ sagði Merson. Hann telur að með tilkomu Ezes sé Arsenal betur í stakk búið til að brjóta varnir andstæðinganna á bak aftur, sérstaklega á heimavelli. „Arsenal á í vandræðum þegar lið koma á Emirates og setja alla leikmennina fyrir aftan boltann. Lið vilja takmarka plássið sem Arsenal spilar á og þeir hafa átt erfitt með að brjóta lið niður með þessari aðferð,“ sagði Merson. „Þar kemur Eze sterkur inn að mínu mati. Hann er með þennan X-faktor í jöfnum og erfiðum leikjum til að leysa varnir sem spila aftarlega. Hann er kannski ekki lausnin á útivelli. Lið eins og Liverpool og Manchester City gætu sett þá undir pressu og þeir gætu þurft að spila á annan hátt. En þess vegna ertu með stóran leikmannahóp. Gegn lakari liðum á heimavelli, þar sem Arsenal er 70-80 prósent með boltann, geturðu leyft Eze að gera það sem hann vill því þá gerist eitthvað.“ Eze, sem er 27 ára, lék væntanlega sinn síðasta leik fyrir Palace þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Sama dag vann Arsenal Manchester United, 1-0. Eze þekkir ágætlega til hjá Arsenal en hann var á mála hjá félaginu á sínum yngri árum. Ferilinn hófst hins vegar með QPR og þaðan fór hann til Palace fyrir fimm árum. Eze hefur leikið 169 leiki fyrir Palace og skorað fjörutíu mörk. Hann skoraði sigurmark liðsins gegn Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í vor. Næsti leikur Arsenal er gegn Leeds United á Emirates á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður sýndur beint á Sýn Sport. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Flest benti til þess að Eze væri á leið til Tottenham en Arsenal virðist vera að stela honum fyrir framan nefið á erkifjendum sínum. Talið er að Arsenal greiði Crystal Palace 67,5 milljónir punda fyrir Eze. Merson segir að Eze sé nákvæmlega það sem Arsenal þurfi og telur að eftir komu hans geti Skytturnar orðið meistarar. Arsenal hefur lent í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrjú ár í röð. „Eze eru frábær kaup fyrir Arsenal. Þetta er leikbreytir og hann passar fullkomlega í liðið. Ef Arsenal hefði leyft Spurs að fá hann hefði ég efast um hvað félagið væri að gera því hann er góður leikmaður,“ sagði Merson. Hann telur að með tilkomu Ezes sé Arsenal betur í stakk búið til að brjóta varnir andstæðinganna á bak aftur, sérstaklega á heimavelli. „Arsenal á í vandræðum þegar lið koma á Emirates og setja alla leikmennina fyrir aftan boltann. Lið vilja takmarka plássið sem Arsenal spilar á og þeir hafa átt erfitt með að brjóta lið niður með þessari aðferð,“ sagði Merson. „Þar kemur Eze sterkur inn að mínu mati. Hann er með þennan X-faktor í jöfnum og erfiðum leikjum til að leysa varnir sem spila aftarlega. Hann er kannski ekki lausnin á útivelli. Lið eins og Liverpool og Manchester City gætu sett þá undir pressu og þeir gætu þurft að spila á annan hátt. En þess vegna ertu með stóran leikmannahóp. Gegn lakari liðum á heimavelli, þar sem Arsenal er 70-80 prósent með boltann, geturðu leyft Eze að gera það sem hann vill því þá gerist eitthvað.“ Eze, sem er 27 ára, lék væntanlega sinn síðasta leik fyrir Palace þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Sama dag vann Arsenal Manchester United, 1-0. Eze þekkir ágætlega til hjá Arsenal en hann var á mála hjá félaginu á sínum yngri árum. Ferilinn hófst hins vegar með QPR og þaðan fór hann til Palace fyrir fimm árum. Eze hefur leikið 169 leiki fyrir Palace og skorað fjörutíu mörk. Hann skoraði sigurmark liðsins gegn Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í vor. Næsti leikur Arsenal er gegn Leeds United á Emirates á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira