Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. ágúst 2025 19:55 Valgeir Valgeirsson fagnar fyrra markinu en hann bjó til það síðara með því að fiska víti. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Breiðablik vann 2-1 gegn Virtus frá San Marínó í fyrri umspilsleik liðanna. Blikar voru mun betri aðilinn og hefðu hæglega getað unnið stærri sigur, en gáfu klaufalega vítaspyrnu og nýttu sín færi illa. Einvígið ráðast eftir viku í San Marínó en sæti í Sambandsdeildinni og um hálfur milljarður króna er undir. Breiðablik sýndi mikla yfirburði alveg frá fyrstu mínútu en eftir orrahríð að marki Virtus í upphafi leiks voru það gestirnir sem tóku forystuna, þvert gegn gangi leiksins. Tobias Thomsen hefði getað skorað oftar en einu sinni á upphafsmínútunum en fór illa með færin. Fengu óvænt mark á sig og næstum því annað Breiðablik var búið að liggja í sókn en fékk á sig skyndisókn og vörnin var alveg úti á þekju. Stefano Scappini slapp inn fyrir og Viktor Örn braut klaufalega, nartaði í hælana hjá honum. Vítaspyrna réttilega dæmd, Scappini steig sjálfur á punktinn og sendi Anton Ara í vitlaust horn. Scappini skoraði af öryggi úr vítinu. Blikarnir voru vankaðir eftir að hafa lent undir og fengu næstum því á sig annað mark, sem hefði verið alveg ævintýralegt klúður miðað við yfirburðina í upphafi, en tókst að bjarga sér frá því. Kristinn lagði upp jöfnunarmark Eftir það tóku heimamenn aftur við sér og ógnuðu í sífellu. Kristinn Jónsson var einkar hættulegur vinstra megin og gaf nokkrar góðar fyrirgjafir sem Blikarnir nýttu ekki. Þá ákvað Kristinn að renna boltanum frekar út í teiginn, meðfram jörðinni, sem reyndist frábær ákvörðun. Valgeir Valgeirsson kom á ferðinni og þrumaði í átt að marki, boltinn fór svo af tveimur varnarmönnum en endaði í netinu. Kristinn Jónsson lagði upp. Valgeir Valgeirsson skoraði jöfnunarmarkið. Þrátt fyrir fjölda tilrauna tókst Blikum ekki að setja annað mark fyrir hálfleik en þeir tóku forystuna snemma í seinni hálfleik. Klókur Valgeir fiskaði víti Sá seinni fór rólega af stað en á 55. mínútu fiskaði Valgeir Valgeirsson vítaspyrnu, sem verður að teljast vafasöm en Valgeir er góður í að sækja snertingu og láta sig detta. Furðulegt flaut en Tobias Thomsen var ekki að velta sér upp úr því, steig á punktinn og skoraði af öryggi. Valgeir fiskaði víti. Tobias skoraði úr vítinu. Vildu vinna stærra Það sem eftir lifði leiks var Breiðablik mikið með boltann og skapaði sér mörg færi, en ekki endilega frábær færi. Breiðablik lá í sókn nánast allan seinni hálfleikinn. Heimamenn vildu augljóslega vinna leikinn stærra og settu sóknarmenn inn á til að reyna að bæta við, en tókst það ekki. Varamaðurinn Guðmundur Magnússon kom boltanum reyndar í netið í uppbótartímanum, en var rangstæður og markið fékk ekki að standa. Guðmundur Magnússon skoraði sitt fyrsta mark fyrir Breiðablik en það fékk ekki að standa. Sigrinum fagnað í leikslok. Atvik leiksins Maður hefði heyrt saumnál detta á Kópavogsvellinum í kvöld þegar Virtus tók forystuna óvænt úr vítaspyrnu. Dómurinn var vafasamur en bæði leikmenn og stuðningsmenn Breiðabliks voru í svo miklu áfalli að þeir mótmæltu varla. Þetta var svo algjörlega gegn gangi leiksins, gífurlega óvænt mark. Stjörnur og skúrkar Kristinn Jónsson var frábær í kvöld og eflaust pirraður út í sóknarmennina fyrir að nýta ekki öll færin sem hann lagði upp fyrir þá. Hann náði þó einni stoðsendingu, þökk sé Valgeiri Valgeirssyni, sem var einnig stórkostlegur í kvöld og fiskaði vítaspyrnuna sem vann leikinn. Bakverðir Blika þeirra bestu menn en flest allir áttu fínan dag. Tobias Thomsen átti hins vegar slæman dag fyrir framan markið og væri skúrkur kvöldsins ef Viktor Örn Margeirsson hefði ekki gefið klaufalega vítaspyrnu frá sér. Dómarar „Danske pølse“ mátti reglulega heyra stuðningsmenn Breiðabliks kalla í átt að danska dómaratríóinu. Skiljanlega, slakur dagur hjá Dönunum, báðar vítaspyrnurnar vafasamar og margir minni dómar sem manni fannst furðulegir. Stemning og umgjörð Evrópukvöld á Kópavogsvelli og umgjörðin eins og best verður á kosið. Stemningin góð, Kópacabana lét vel í sér heyra og var ekki feimið við að láta Breiðablik heyra það þegar liðið lenti undir. Sömuleiðis þegar líða fór á leikinn voru stuðningsmenn duglegir að láta liðið vita að það ætti að skora meira. Háar væntingar og miklar kröfur gerðar í Kópavoginum, eins og það á að vera gegn liði frá San Marínó. Og þrátt fyrir að hafa látið leikmenn aðeins heyra það fögnuðu Kopacabana-menn vel og innilega í leikslok. Sjálfum sér og félaginu til sóma. Viðtöl Viktor Örn: Aumur vítadómur og hefði viljað vinna stærra „Það er gott að vinna, ég er sáttur með það en við hefðum átt að taka þetta stærra. Fengum helling af færum og þetta víti sem við fengum á okkur var alveg hrottalega soft. Þannig að ég hefði viljað vinna stærra en jú, sáttur með sigurinn“ sagði Viktor Örn Margeirsson eftir leik. Hann var sá sem braut af sér í vítaspyrnunni sem Virtus fékk, en fannst það aumur dómur. „Mér fannst það. Ég er að reyna að gera allt til að forðast snertingu en svo hendir hann sér niður og ég dett einhvern veginn fram fyrir hann. Ég held að ég snerti ekki á honum lappirnir, strýk aðeins á honum bakið en það er bara afþví hann er að henda sér niður.“ Þrátt fyrir að hafa geta unnið stærra vann Breiðablik leikinn og var mun betri aðilinn. „Ég tel okkur hafa sýnt það í dag. Nú þurfum við bara að rýna í leikinn en miðað við hvernig hann spilaðist hefði ég viljað vinna stærra. Þannig að ég er bara fullur sjálfstrausts að við klárum þetta“ sagði Viktor. „Ofboðslega vond ákvörðun hjá Viktori“ Halldór var ánægður með sigurinn en hefði viljað hafa hann stærri. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn en hefði viljað hafa hann stærri og kennir skorti á sjálfstrausti um. Hann segir Viktor Örn hafa boðið dómaranum upp á vítaspyrnudóm og veit ekki alveg við hverju á að búast í seinni leiknum. „Auðvitað ánægður með að vinna en þetta er einvígi tveggja leikja og miðað við stöðurnar hefði ég viljað skora fleiri mörk. Ég veit ekki hvort það sé bara sjálfstraustsleysi í liðinu fyrir framan markið, við fáum urmul af færum til að koma okkur í betri stöðu áður en við förum út. En auðvitað tökum við sigrinum og ætlum okkur að fara út og vinna þá þar“ sagði Halldór fljótlega eftir leik. Markið sem Virtus skoraði var úr vítaspyrnu, eftir að Viktor Örn hafði gerst brotlegur. „Viktor Örn setur höndina á mann sem er farinn í grasið og býður dómaranum upp á að dæma víti. Ofboðslega vond ákvörðun hjá Viktori, við ræddum þetta mikið áðan. Hann er sannfærður um að þetta hafi ekki verið vítaspyrna en þú bara getur ekki boðið upp á þetta“ sagði Halldór um vítaspyrnudóminn. Breiðablik er með eins marks forystu fyrir seinni leikinn en einvígið mun ráðast í San Marínó næsta fimmtudag. Býstu við jafn miklum yfirburðum úti, eins og þið sýnduð í kvöld? „Ég á bara erfitt með að meta það. Völlurinn úti var mjög erfiður í síðasta einvígi sem þeir spiluðu og bauð ekki upp á mikla knattspyrnu. Við munum reyna að halda boltanum, að sjálfsögðu, eins og við gerðum í dag, en það gæti orðið erfitt og þá þurfum við að finna leiðir. Vera miklu aggressívari en við vorum í dag“ sagði Halldór um seinni leikinn. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik
Breiðablik vann 2-1 gegn Virtus frá San Marínó í fyrri umspilsleik liðanna. Blikar voru mun betri aðilinn og hefðu hæglega getað unnið stærri sigur, en gáfu klaufalega vítaspyrnu og nýttu sín færi illa. Einvígið ráðast eftir viku í San Marínó en sæti í Sambandsdeildinni og um hálfur milljarður króna er undir. Breiðablik sýndi mikla yfirburði alveg frá fyrstu mínútu en eftir orrahríð að marki Virtus í upphafi leiks voru það gestirnir sem tóku forystuna, þvert gegn gangi leiksins. Tobias Thomsen hefði getað skorað oftar en einu sinni á upphafsmínútunum en fór illa með færin. Fengu óvænt mark á sig og næstum því annað Breiðablik var búið að liggja í sókn en fékk á sig skyndisókn og vörnin var alveg úti á þekju. Stefano Scappini slapp inn fyrir og Viktor Örn braut klaufalega, nartaði í hælana hjá honum. Vítaspyrna réttilega dæmd, Scappini steig sjálfur á punktinn og sendi Anton Ara í vitlaust horn. Scappini skoraði af öryggi úr vítinu. Blikarnir voru vankaðir eftir að hafa lent undir og fengu næstum því á sig annað mark, sem hefði verið alveg ævintýralegt klúður miðað við yfirburðina í upphafi, en tókst að bjarga sér frá því. Kristinn lagði upp jöfnunarmark Eftir það tóku heimamenn aftur við sér og ógnuðu í sífellu. Kristinn Jónsson var einkar hættulegur vinstra megin og gaf nokkrar góðar fyrirgjafir sem Blikarnir nýttu ekki. Þá ákvað Kristinn að renna boltanum frekar út í teiginn, meðfram jörðinni, sem reyndist frábær ákvörðun. Valgeir Valgeirsson kom á ferðinni og þrumaði í átt að marki, boltinn fór svo af tveimur varnarmönnum en endaði í netinu. Kristinn Jónsson lagði upp. Valgeir Valgeirsson skoraði jöfnunarmarkið. Þrátt fyrir fjölda tilrauna tókst Blikum ekki að setja annað mark fyrir hálfleik en þeir tóku forystuna snemma í seinni hálfleik. Klókur Valgeir fiskaði víti Sá seinni fór rólega af stað en á 55. mínútu fiskaði Valgeir Valgeirsson vítaspyrnu, sem verður að teljast vafasöm en Valgeir er góður í að sækja snertingu og láta sig detta. Furðulegt flaut en Tobias Thomsen var ekki að velta sér upp úr því, steig á punktinn og skoraði af öryggi. Valgeir fiskaði víti. Tobias skoraði úr vítinu. Vildu vinna stærra Það sem eftir lifði leiks var Breiðablik mikið með boltann og skapaði sér mörg færi, en ekki endilega frábær færi. Breiðablik lá í sókn nánast allan seinni hálfleikinn. Heimamenn vildu augljóslega vinna leikinn stærra og settu sóknarmenn inn á til að reyna að bæta við, en tókst það ekki. Varamaðurinn Guðmundur Magnússon kom boltanum reyndar í netið í uppbótartímanum, en var rangstæður og markið fékk ekki að standa. Guðmundur Magnússon skoraði sitt fyrsta mark fyrir Breiðablik en það fékk ekki að standa. Sigrinum fagnað í leikslok. Atvik leiksins Maður hefði heyrt saumnál detta á Kópavogsvellinum í kvöld þegar Virtus tók forystuna óvænt úr vítaspyrnu. Dómurinn var vafasamur en bæði leikmenn og stuðningsmenn Breiðabliks voru í svo miklu áfalli að þeir mótmæltu varla. Þetta var svo algjörlega gegn gangi leiksins, gífurlega óvænt mark. Stjörnur og skúrkar Kristinn Jónsson var frábær í kvöld og eflaust pirraður út í sóknarmennina fyrir að nýta ekki öll færin sem hann lagði upp fyrir þá. Hann náði þó einni stoðsendingu, þökk sé Valgeiri Valgeirssyni, sem var einnig stórkostlegur í kvöld og fiskaði vítaspyrnuna sem vann leikinn. Bakverðir Blika þeirra bestu menn en flest allir áttu fínan dag. Tobias Thomsen átti hins vegar slæman dag fyrir framan markið og væri skúrkur kvöldsins ef Viktor Örn Margeirsson hefði ekki gefið klaufalega vítaspyrnu frá sér. Dómarar „Danske pølse“ mátti reglulega heyra stuðningsmenn Breiðabliks kalla í átt að danska dómaratríóinu. Skiljanlega, slakur dagur hjá Dönunum, báðar vítaspyrnurnar vafasamar og margir minni dómar sem manni fannst furðulegir. Stemning og umgjörð Evrópukvöld á Kópavogsvelli og umgjörðin eins og best verður á kosið. Stemningin góð, Kópacabana lét vel í sér heyra og var ekki feimið við að láta Breiðablik heyra það þegar liðið lenti undir. Sömuleiðis þegar líða fór á leikinn voru stuðningsmenn duglegir að láta liðið vita að það ætti að skora meira. Háar væntingar og miklar kröfur gerðar í Kópavoginum, eins og það á að vera gegn liði frá San Marínó. Og þrátt fyrir að hafa látið leikmenn aðeins heyra það fögnuðu Kopacabana-menn vel og innilega í leikslok. Sjálfum sér og félaginu til sóma. Viðtöl Viktor Örn: Aumur vítadómur og hefði viljað vinna stærra „Það er gott að vinna, ég er sáttur með það en við hefðum átt að taka þetta stærra. Fengum helling af færum og þetta víti sem við fengum á okkur var alveg hrottalega soft. Þannig að ég hefði viljað vinna stærra en jú, sáttur með sigurinn“ sagði Viktor Örn Margeirsson eftir leik. Hann var sá sem braut af sér í vítaspyrnunni sem Virtus fékk, en fannst það aumur dómur. „Mér fannst það. Ég er að reyna að gera allt til að forðast snertingu en svo hendir hann sér niður og ég dett einhvern veginn fram fyrir hann. Ég held að ég snerti ekki á honum lappirnir, strýk aðeins á honum bakið en það er bara afþví hann er að henda sér niður.“ Þrátt fyrir að hafa geta unnið stærra vann Breiðablik leikinn og var mun betri aðilinn. „Ég tel okkur hafa sýnt það í dag. Nú þurfum við bara að rýna í leikinn en miðað við hvernig hann spilaðist hefði ég viljað vinna stærra. Þannig að ég er bara fullur sjálfstrausts að við klárum þetta“ sagði Viktor. „Ofboðslega vond ákvörðun hjá Viktori“ Halldór var ánægður með sigurinn en hefði viljað hafa hann stærri. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn en hefði viljað hafa hann stærri og kennir skorti á sjálfstrausti um. Hann segir Viktor Örn hafa boðið dómaranum upp á vítaspyrnudóm og veit ekki alveg við hverju á að búast í seinni leiknum. „Auðvitað ánægður með að vinna en þetta er einvígi tveggja leikja og miðað við stöðurnar hefði ég viljað skora fleiri mörk. Ég veit ekki hvort það sé bara sjálfstraustsleysi í liðinu fyrir framan markið, við fáum urmul af færum til að koma okkur í betri stöðu áður en við förum út. En auðvitað tökum við sigrinum og ætlum okkur að fara út og vinna þá þar“ sagði Halldór fljótlega eftir leik. Markið sem Virtus skoraði var úr vítaspyrnu, eftir að Viktor Örn hafði gerst brotlegur. „Viktor Örn setur höndina á mann sem er farinn í grasið og býður dómaranum upp á að dæma víti. Ofboðslega vond ákvörðun hjá Viktori, við ræddum þetta mikið áðan. Hann er sannfærður um að þetta hafi ekki verið vítaspyrna en þú bara getur ekki boðið upp á þetta“ sagði Halldór um vítaspyrnudóminn. Breiðablik er með eins marks forystu fyrir seinni leikinn en einvígið mun ráðast í San Marínó næsta fimmtudag. Býstu við jafn miklum yfirburðum úti, eins og þið sýnduð í kvöld? „Ég á bara erfitt með að meta það. Völlurinn úti var mjög erfiður í síðasta einvígi sem þeir spiluðu og bauð ekki upp á mikla knattspyrnu. Við munum reyna að halda boltanum, að sjálfsögðu, eins og við gerðum í dag, en það gæti orðið erfitt og þá þurfum við að finna leiðir. Vera miklu aggressívari en við vorum í dag“ sagði Halldór um seinni leikinn.