Gælir við HM eftir að hafa grýtt sleggjunni sjötíu metra Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2025 12:02 Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir heldur áfram að gera góða hluti með sleggjuna. FRÍ Á meðan íslenskt stjórnmálafólk deilir um sleggjunotkun gerði Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir sér lítið fyrir og grýtti sleggju 69,99 metra á sterku móti í Ungverjalandi í gær. Mótið nefnist Pál Németh Memorial og er til minningar um sleggjukastþjálfarann virta Pál Nemeth sem þjálfaði meðal annars fyrrverandi Ólympíumeistarann Krisztián Pars. Guðrún Karítas náði sínum besta árangri á ferlinum þegar hún lenti í 2. sæti mótsins í gær með fyrrnefndu kasti sem er sjö sentímetrum lengra en hún hefur áður náð. Ljóst er að hún gæti á næstunni rofið sjötíu metra múrinn og orðið þar með önnur íslenska konan til að afreka það, á eftir Íslandsmethafanum Elísabetu Rut Rúnarsdóttur. Í tilkynningu frá Frjálsíþróttasambandi Íslands segir að með árangrinum sé Guðrún Karítas heldur betur búin að blanda sér í baráttuna um sæti á HM sem fram fer í Tókýó í Japan 13.-21. september. Tíminn til að tryggja sig inn á HM rennur út á sunnudaginn en Meistaramót Íslands fer einmitt fram um helgina og er þar með síðasti glugginn fyrir íslenska frjálsíþróttafólkið til að vinna sér inn farseðil. Frjálsar íþróttir Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Mótið nefnist Pál Németh Memorial og er til minningar um sleggjukastþjálfarann virta Pál Nemeth sem þjálfaði meðal annars fyrrverandi Ólympíumeistarann Krisztián Pars. Guðrún Karítas náði sínum besta árangri á ferlinum þegar hún lenti í 2. sæti mótsins í gær með fyrrnefndu kasti sem er sjö sentímetrum lengra en hún hefur áður náð. Ljóst er að hún gæti á næstunni rofið sjötíu metra múrinn og orðið þar með önnur íslenska konan til að afreka það, á eftir Íslandsmethafanum Elísabetu Rut Rúnarsdóttur. Í tilkynningu frá Frjálsíþróttasambandi Íslands segir að með árangrinum sé Guðrún Karítas heldur betur búin að blanda sér í baráttuna um sæti á HM sem fram fer í Tókýó í Japan 13.-21. september. Tíminn til að tryggja sig inn á HM rennur út á sunnudaginn en Meistaramót Íslands fer einmitt fram um helgina og er þar með síðasti glugginn fyrir íslenska frjálsíþróttafólkið til að vinna sér inn farseðil.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira