„Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2025 14:00 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Vísir/Sigurjón Eftir átta leiki í röð án sigurs eru Íslandsmeistarar Breiðabliks þó í þeirri stöðu að geta með góðum úrslitum í kvöld tekið stórt skref í átt að aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson segir menn staðráðna í að gera betur en að undanförnu. Mótherji kvöldsins á Kópavogsvelli er lið Virtus frá San Marínó og liðin eigast svo við aftur ytra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hundruð milljóna króna og Evrópuleiki fram að jólum, mögulega við lið á borð Crystal Palace og Fiorentina. „Menn eru bara staðráðnir í að eiga hörku kröftuga frammistöðu hér á Kópavogsvelli [í kvöld]. Ég finn þannig stemningu hjá liðinu, að henda í alvöru frammistöðu á Kópavogsvelli,“ segir Höskuldur en Blikar hafa tapað tveimur leikjum á síðustu sjö dögum á vellinum - fyrir Zrinjski Mostar síðasta fimmtudag og fyrir FH á sunnudag. Það er þróun sem Blikar freista að breyta í kvöld. „Við viljum snúa því við og stoppa í það gat sem fyrst. Það er ekki eitthvað sem maður hefur verið vanur hérna undanfarin ár eða eitthvað sem við ætlum að venjast yfirhöfuð. Það er bara tilvalið tækifæri að koma taktinum aftur í gang,“ segir Höskuldur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Höskuldur ræðir sigurleysið, Kópavogsvöllinn og leik kvöldsins „Blessunarlega er það stutt á milli verkefni að þú hefur ekki tíma til að fara of langt niður eftir töp. Ekki það að við lítum ekki á þau og lærum ekki af þeim. En það er fínt að fá tækifæri í Evrópukeppninni til að fá smá innspýtingu og jákvæðni á Kópavogsvöll, fyrir okkar stuðningsmenn og til frambúðar inn í haust,“ segir Höskuldur. Virtus er lægra skrifað en Blikar og kveðst Höskuldur ekki þekkja liðið sérlega vel. Sem geti komið sér ágætlega. „Það er oft fínt að vera ekkert að pæla of mikið í því hvernig andstæðingurinn er – fyrir utan eitthvað strategískt. Að fókusa bara á að gera það sem við getum gert upp á okkar besta. Að vera með sterka sjálfsmynd; kraftmikla og orkumikla. Í því tilfelli er gott að vita ekki of mikið um andstæðinginn heldur einblína bara á okkur sjálfa,“ segir Höskuldur en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Mótherji kvöldsins á Kópavogsvelli er lið Virtus frá San Marínó og liðin eigast svo við aftur ytra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hundruð milljóna króna og Evrópuleiki fram að jólum, mögulega við lið á borð Crystal Palace og Fiorentina. „Menn eru bara staðráðnir í að eiga hörku kröftuga frammistöðu hér á Kópavogsvelli [í kvöld]. Ég finn þannig stemningu hjá liðinu, að henda í alvöru frammistöðu á Kópavogsvelli,“ segir Höskuldur en Blikar hafa tapað tveimur leikjum á síðustu sjö dögum á vellinum - fyrir Zrinjski Mostar síðasta fimmtudag og fyrir FH á sunnudag. Það er þróun sem Blikar freista að breyta í kvöld. „Við viljum snúa því við og stoppa í það gat sem fyrst. Það er ekki eitthvað sem maður hefur verið vanur hérna undanfarin ár eða eitthvað sem við ætlum að venjast yfirhöfuð. Það er bara tilvalið tækifæri að koma taktinum aftur í gang,“ segir Höskuldur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Höskuldur ræðir sigurleysið, Kópavogsvöllinn og leik kvöldsins „Blessunarlega er það stutt á milli verkefni að þú hefur ekki tíma til að fara of langt niður eftir töp. Ekki það að við lítum ekki á þau og lærum ekki af þeim. En það er fínt að fá tækifæri í Evrópukeppninni til að fá smá innspýtingu og jákvæðni á Kópavogsvöll, fyrir okkar stuðningsmenn og til frambúðar inn í haust,“ segir Höskuldur. Virtus er lægra skrifað en Blikar og kveðst Höskuldur ekki þekkja liðið sérlega vel. Sem geti komið sér ágætlega. „Það er oft fínt að vera ekkert að pæla of mikið í því hvernig andstæðingurinn er – fyrir utan eitthvað strategískt. Að fókusa bara á að gera það sem við getum gert upp á okkar besta. Að vera með sterka sjálfsmynd; kraftmikla og orkumikla. Í því tilfelli er gott að vita ekki of mikið um andstæðinginn heldur einblína bara á okkur sjálfa,“ segir Höskuldur en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
„Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30