Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 18:57 Konan hefur verið í varðhaldi í um fjóra mánuði eða allt frá því að hún var handtekin. Hún hefur ítrekað samband við móður sína sem hún er ákærð fyrir að gera tilraun til að bana. vísir/Vilhelm Kona sem er ákærð fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður sinni hringir nær daglega í móður sína úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að hún sé bæði brotaþoli og lykilvitni. Konan er grunuð um að hafa beitt foreldra sína margvíslegu ofbeldi í lengri tíma. Konan heitir Margrét Halla Hansdóttir Löf og er tuttugu og átta ára gömul. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald hinn 13. apríl og hefur því verið í haldi á Hólmsheiði í fjóra mánuði. Hún var nýlega ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og fyrir tilraun til að bana móður sinni eftir margþætt og hrottafengið ofbeldi á heimili þeirra við Súlunes í Garðabæ. Málið hefur enn ekki verið tekið fyrir af dómstólum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hún beitt foreldra sína ofbeldi í lengri tíma. Þau leituðu bæði ítrekað til læknis vegna áverka og móðirin þá oft vegna blæðingar í eyra. Margrét er grunuð um að hafa margsinnis og um langt skeið látið högg og spörk dynja á móður sinni og föður. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að ofbeldið sé staðfest í gögnum frá fagaðilum og að skýrslur hafi verið teknar af vitnum sem lýsi ofbeldishegðun hennar. Málið var lengi til rannsóknar hjá lögreglu. Margrét var raunar í gæsluvarðhaldi án þess að ákæra væri gefin út umfram lögbundið tólf virkna hámark vegna brýnna rannsóknarhagsmuna. Fyrstu fjórar virkurnar var símanotkun Margrétar takmörkuð en allt frá því, eða í um þrjá mánuði, hefur hún hringt nær daglega í móður sína og stundum oftar en einu sinni á dag. Þetta er á meðan málið hefur verið til rannsóknar og Margrét í gæsluvarðhaldi, þrátt fyrir að móðir hennar sé bæði brotaþoli og lykilvitni í málinu - og sé talin hafa sætt ofbeldi í lengri tíma. Þetta er ekki einsdæmi en í ársbyrjun var til að mynda greint frá því að árásarmaðurinn í stunguárásinni á menningarnótt í fyrra hefði verið í sambandi við brotaþola, fyrrverandi kærustu, á meðan hann var í gæsluvarðhaldi. Reglur gilda um símanotkun í fangelsi og fylgst er með henni. Hægt að að banna eða takmarka símanotkun gæsluvarðhaldsfanga og einnig má takmarka fjölda og lengd símtala fanga. Í gegnum tíðina eru þó mörg dæmi þess að símum hafi verið smyglað inn í fangelsi og að símtöl fari því í raun fram í heimildarleysi. Grunuð um manndráp við Súlunes Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Konan heitir Margrét Halla Hansdóttir Löf og er tuttugu og átta ára gömul. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald hinn 13. apríl og hefur því verið í haldi á Hólmsheiði í fjóra mánuði. Hún var nýlega ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og fyrir tilraun til að bana móður sinni eftir margþætt og hrottafengið ofbeldi á heimili þeirra við Súlunes í Garðabæ. Málið hefur enn ekki verið tekið fyrir af dómstólum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hún beitt foreldra sína ofbeldi í lengri tíma. Þau leituðu bæði ítrekað til læknis vegna áverka og móðirin þá oft vegna blæðingar í eyra. Margrét er grunuð um að hafa margsinnis og um langt skeið látið högg og spörk dynja á móður sinni og föður. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að ofbeldið sé staðfest í gögnum frá fagaðilum og að skýrslur hafi verið teknar af vitnum sem lýsi ofbeldishegðun hennar. Málið var lengi til rannsóknar hjá lögreglu. Margrét var raunar í gæsluvarðhaldi án þess að ákæra væri gefin út umfram lögbundið tólf virkna hámark vegna brýnna rannsóknarhagsmuna. Fyrstu fjórar virkurnar var símanotkun Margrétar takmörkuð en allt frá því, eða í um þrjá mánuði, hefur hún hringt nær daglega í móður sína og stundum oftar en einu sinni á dag. Þetta er á meðan málið hefur verið til rannsóknar og Margrét í gæsluvarðhaldi, þrátt fyrir að móðir hennar sé bæði brotaþoli og lykilvitni í málinu - og sé talin hafa sætt ofbeldi í lengri tíma. Þetta er ekki einsdæmi en í ársbyrjun var til að mynda greint frá því að árásarmaðurinn í stunguárásinni á menningarnótt í fyrra hefði verið í sambandi við brotaþola, fyrrverandi kærustu, á meðan hann var í gæsluvarðhaldi. Reglur gilda um símanotkun í fangelsi og fylgst er með henni. Hægt að að banna eða takmarka símanotkun gæsluvarðhaldsfanga og einnig má takmarka fjölda og lengd símtala fanga. Í gegnum tíðina eru þó mörg dæmi þess að símum hafi verið smyglað inn í fangelsi og að símtöl fari því í raun fram í heimildarleysi.
Grunuð um manndráp við Súlunes Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent