Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 18:20 Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í spilafíkn. Vísir/Einar Sífellt fleiri ungir karlmenn lenda í spilavanda eftir að hafa stundað veðmál á ólöglegum veðmálasíðum að sögn prófessors við Háskóla Íslands. Mikilvægt sé að stjórnvöld bregðist við og hætti að skella skolleyrum við vandanum. KSÍ og ÍSÍ hafa í sumar varað við vaxandi vinsældum veðmálasíða þar sem veðjað er á úrslit leika. Slíkt geti ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Ungir karlmenn séu langfjölmennastir spilara og því útsettir fyrir spilafíkn. Þrátt fyrir að erlendar veðmálasíður séu ólöglegar hér á landi starfi þær óáreittar. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Daníel Þór Ólason prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands hefur gert faraldsfræðilegar rannsóknir á peningaspilum síðustu 20 ár. Hann segir vandann hafa aukist mikið á örfáum árum. „Það eru sífellt fleiri og fleiri sem taka þátt í veðmálum á erlendum vefsíðum.Við sjáum að yngri aldurshóparnir eða 18-25 ára og 26-40 ára eru fjölmennastir og þar eru fyrst og fremst karlar að spila,“ segir Daníel. Hann segir að fyrir um 20 árum hafi afar fáir veðjað hér á landi á erlendum vefsíðum. En nú sé um og yfir þriðjungur 18-25 ára karla sem segist hafa veðjað á erlendum veðmálasíðum. Fyrst og fremst á fótboltaleiki. „Nú sjáum við það sérstaklega meðal ungra karlmanna að það sem helst spáir fyrir hvort þú lendir í vanda er hversu mikið þú spilar á erlendum vefsíðum,“ segir hann. Samfara aukinni þátttöku aukist spilavandinn. „Það eru fleiri ungir karlmenn að lenda í vanda vegna þátttöku sinnar á erlendum vefsíðum,“ segir Daníel. Hann nefnir nokkrar af stærstu erlendu veðmála síðunum sem séu umfangsmiklar hér á landi. En samkvæmt tveggja ára úttekt Viðskiptaráðs eyddu Íslendingar rúmum níu milljörðum á erlendum veðmálasíðum á ári hverju. „Veðmálasíðurnar Coobet og Betson eru áberandi hér á landi. Þær bjóða notendum sínum meira segja upp á íslensku,“ segir hann. Hann tekur undir með ÍSI og KSÍ um að stjórnvöld þurfi að bregðast við þessari þróun með lagasetningu. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við með neinum hætti.Það eru til nokkrar leiðir til að bregðast við. Til að mynda er hægt að krefjast þess að fjármálastofnanir hér á landi eigi ekki viðskipti við síður af þessu tagi,“ segir Daníel. Fjárhættuspil Íþróttir barna Tengdar fréttir Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. 16. ágúst 2025 13:18 Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27. júlí 2025 23:29 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
KSÍ og ÍSÍ hafa í sumar varað við vaxandi vinsældum veðmálasíða þar sem veðjað er á úrslit leika. Slíkt geti ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Ungir karlmenn séu langfjölmennastir spilara og því útsettir fyrir spilafíkn. Þrátt fyrir að erlendar veðmálasíður séu ólöglegar hér á landi starfi þær óáreittar. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Daníel Þór Ólason prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands hefur gert faraldsfræðilegar rannsóknir á peningaspilum síðustu 20 ár. Hann segir vandann hafa aukist mikið á örfáum árum. „Það eru sífellt fleiri og fleiri sem taka þátt í veðmálum á erlendum vefsíðum.Við sjáum að yngri aldurshóparnir eða 18-25 ára og 26-40 ára eru fjölmennastir og þar eru fyrst og fremst karlar að spila,“ segir Daníel. Hann segir að fyrir um 20 árum hafi afar fáir veðjað hér á landi á erlendum vefsíðum. En nú sé um og yfir þriðjungur 18-25 ára karla sem segist hafa veðjað á erlendum veðmálasíðum. Fyrst og fremst á fótboltaleiki. „Nú sjáum við það sérstaklega meðal ungra karlmanna að það sem helst spáir fyrir hvort þú lendir í vanda er hversu mikið þú spilar á erlendum vefsíðum,“ segir hann. Samfara aukinni þátttöku aukist spilavandinn. „Það eru fleiri ungir karlmenn að lenda í vanda vegna þátttöku sinnar á erlendum vefsíðum,“ segir Daníel. Hann nefnir nokkrar af stærstu erlendu veðmála síðunum sem séu umfangsmiklar hér á landi. En samkvæmt tveggja ára úttekt Viðskiptaráðs eyddu Íslendingar rúmum níu milljörðum á erlendum veðmálasíðum á ári hverju. „Veðmálasíðurnar Coobet og Betson eru áberandi hér á landi. Þær bjóða notendum sínum meira segja upp á íslensku,“ segir hann. Hann tekur undir með ÍSI og KSÍ um að stjórnvöld þurfi að bregðast við þessari þróun með lagasetningu. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við með neinum hætti.Það eru til nokkrar leiðir til að bregðast við. Til að mynda er hægt að krefjast þess að fjármálastofnanir hér á landi eigi ekki viðskipti við síður af þessu tagi,“ segir Daníel.
Fjárhættuspil Íþróttir barna Tengdar fréttir Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. 16. ágúst 2025 13:18 Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27. júlí 2025 23:29 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. 16. ágúst 2025 13:18
Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27. júlí 2025 23:29