„Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 09:01 Eberechi Eze er enn leikmaður Crystal Palace en félagaskiptaglugginn er opinn til mánaðamóta. Getty/Justin Setterfield Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, hvatti stuðningsmenn liðsins til að hafa í huga að ekki væri alltaf allt satt og rétt sem skrifað væri á fréttasíðum um leikmenn. Mikið hefur verið rætt og ritað í sumar um stjörnuleikmenn Palace, þá Eberechi Eze og Marc Guéhi, hvort þeir séu á förum og þá hvert. Eze hefur verið orðaður við Arsenal og Tottenham en Liverpool er sagt í viðræðum við Palace um kaup á Guéhi. Báðir voru hins vegar í byrjunarliði Palace í gær, í markalausa jafnteflinu við Chelsea, og þar skoraði Eze úr aukaspyrnu en markið var dæmt af því Guéhi var of nálægt varnarveggnum. Félagaskiptaglugginn lokast 1. september en erfitt var að heyra af svörum Glasner eftir leik í gær hvort Eze og Guéhi yrðu farnir fyrir þann tíma. 🗣️ Oliver Glasner on Eberechi Eze's reported move to Tottenham: "Good advice to all the children watching: don't believe everything you read, especially on the internet." pic.twitter.com/lQRvRON5WJ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 18, 2025 „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart ykkur [blaðamönnum] en ráð fyrir krakkana; ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu, og það á við hérna. Hver veit hvort það sem skrifað er sé satt. Það eru svo margir orðrómar og allir að segja eitthvað sem kannski hentar þeim. Ég sé leikmennina á hverjum degi, á æfingum, og ef að meirihlutinn af því sem er skrifað væri sannur þá væru þeir ekki að standa sig svona. Þeir myndu ekki sýna þá skuldbindingu sem þeir gera. Það er ekki mögulegt. Ég er nokkuð rólegur en ég veit líka að það eru tvær vikur til stefnu og ég veit líka að klásúlan í samningi Ebs [Eze] er runnin út svo að félagið ræður og við sjáum til hvað gerist,“ sagði Glasner. Palace tekur á móti norska liðinu Fredrikstad á fimmtudagskvöld, í umspilinu sem Breiðablik tekur einnig þátt í um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Með bikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð hefði Palace reyndar átt að fara í Evrópudeildina en var dæmt til að fara frekar í Sambandsdeildina vegna eigendamála Bandaríkjamaðurinn John Textor átti stóran hlut í bæði Palace og franska liðinu Lyon sem leikur í Evrópudeildinni. Næsti deildarleikur Palace er við Nottingham Forest á sunnudaginn en Forest tók sæti Palace í Evrópudeildinni. Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað í sumar um stjörnuleikmenn Palace, þá Eberechi Eze og Marc Guéhi, hvort þeir séu á förum og þá hvert. Eze hefur verið orðaður við Arsenal og Tottenham en Liverpool er sagt í viðræðum við Palace um kaup á Guéhi. Báðir voru hins vegar í byrjunarliði Palace í gær, í markalausa jafnteflinu við Chelsea, og þar skoraði Eze úr aukaspyrnu en markið var dæmt af því Guéhi var of nálægt varnarveggnum. Félagaskiptaglugginn lokast 1. september en erfitt var að heyra af svörum Glasner eftir leik í gær hvort Eze og Guéhi yrðu farnir fyrir þann tíma. 🗣️ Oliver Glasner on Eberechi Eze's reported move to Tottenham: "Good advice to all the children watching: don't believe everything you read, especially on the internet." pic.twitter.com/lQRvRON5WJ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 18, 2025 „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart ykkur [blaðamönnum] en ráð fyrir krakkana; ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu, og það á við hérna. Hver veit hvort það sem skrifað er sé satt. Það eru svo margir orðrómar og allir að segja eitthvað sem kannski hentar þeim. Ég sé leikmennina á hverjum degi, á æfingum, og ef að meirihlutinn af því sem er skrifað væri sannur þá væru þeir ekki að standa sig svona. Þeir myndu ekki sýna þá skuldbindingu sem þeir gera. Það er ekki mögulegt. Ég er nokkuð rólegur en ég veit líka að það eru tvær vikur til stefnu og ég veit líka að klásúlan í samningi Ebs [Eze] er runnin út svo að félagið ræður og við sjáum til hvað gerist,“ sagði Glasner. Palace tekur á móti norska liðinu Fredrikstad á fimmtudagskvöld, í umspilinu sem Breiðablik tekur einnig þátt í um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Með bikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð hefði Palace reyndar átt að fara í Evrópudeildina en var dæmt til að fara frekar í Sambandsdeildina vegna eigendamála Bandaríkjamaðurinn John Textor átti stóran hlut í bæði Palace og franska liðinu Lyon sem leikur í Evrópudeildinni. Næsti deildarleikur Palace er við Nottingham Forest á sunnudaginn en Forest tók sæti Palace í Evrópudeildinni.
Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira