„Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 09:01 Eberechi Eze er enn leikmaður Crystal Palace en félagaskiptaglugginn er opinn til mánaðamóta. Getty/Justin Setterfield Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, hvatti stuðningsmenn liðsins til að hafa í huga að ekki væri alltaf allt satt og rétt sem skrifað væri á fréttasíðum um leikmenn. Mikið hefur verið rætt og ritað í sumar um stjörnuleikmenn Palace, þá Eberechi Eze og Marc Guéhi, hvort þeir séu á förum og þá hvert. Eze hefur verið orðaður við Arsenal og Tottenham en Liverpool er sagt í viðræðum við Palace um kaup á Guéhi. Báðir voru hins vegar í byrjunarliði Palace í gær, í markalausa jafnteflinu við Chelsea, og þar skoraði Eze úr aukaspyrnu en markið var dæmt af því Guéhi var of nálægt varnarveggnum. Félagaskiptaglugginn lokast 1. september en erfitt var að heyra af svörum Glasner eftir leik í gær hvort Eze og Guéhi yrðu farnir fyrir þann tíma. 🗣️ Oliver Glasner on Eberechi Eze's reported move to Tottenham: "Good advice to all the children watching: don't believe everything you read, especially on the internet." pic.twitter.com/lQRvRON5WJ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 18, 2025 „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart ykkur [blaðamönnum] en ráð fyrir krakkana; ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu, og það á við hérna. Hver veit hvort það sem skrifað er sé satt. Það eru svo margir orðrómar og allir að segja eitthvað sem kannski hentar þeim. Ég sé leikmennina á hverjum degi, á æfingum, og ef að meirihlutinn af því sem er skrifað væri sannur þá væru þeir ekki að standa sig svona. Þeir myndu ekki sýna þá skuldbindingu sem þeir gera. Það er ekki mögulegt. Ég er nokkuð rólegur en ég veit líka að það eru tvær vikur til stefnu og ég veit líka að klásúlan í samningi Ebs [Eze] er runnin út svo að félagið ræður og við sjáum til hvað gerist,“ sagði Glasner. Palace tekur á móti norska liðinu Fredrikstad á fimmtudagskvöld, í umspilinu sem Breiðablik tekur einnig þátt í um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Með bikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð hefði Palace reyndar átt að fara í Evrópudeildina en var dæmt til að fara frekar í Sambandsdeildina vegna eigendamála Bandaríkjamaðurinn John Textor átti stóran hlut í bæði Palace og franska liðinu Lyon sem leikur í Evrópudeildinni. Næsti deildarleikur Palace er við Nottingham Forest á sunnudaginn en Forest tók sæti Palace í Evrópudeildinni. Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað í sumar um stjörnuleikmenn Palace, þá Eberechi Eze og Marc Guéhi, hvort þeir séu á förum og þá hvert. Eze hefur verið orðaður við Arsenal og Tottenham en Liverpool er sagt í viðræðum við Palace um kaup á Guéhi. Báðir voru hins vegar í byrjunarliði Palace í gær, í markalausa jafnteflinu við Chelsea, og þar skoraði Eze úr aukaspyrnu en markið var dæmt af því Guéhi var of nálægt varnarveggnum. Félagaskiptaglugginn lokast 1. september en erfitt var að heyra af svörum Glasner eftir leik í gær hvort Eze og Guéhi yrðu farnir fyrir þann tíma. 🗣️ Oliver Glasner on Eberechi Eze's reported move to Tottenham: "Good advice to all the children watching: don't believe everything you read, especially on the internet." pic.twitter.com/lQRvRON5WJ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 18, 2025 „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart ykkur [blaðamönnum] en ráð fyrir krakkana; ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu, og það á við hérna. Hver veit hvort það sem skrifað er sé satt. Það eru svo margir orðrómar og allir að segja eitthvað sem kannski hentar þeim. Ég sé leikmennina á hverjum degi, á æfingum, og ef að meirihlutinn af því sem er skrifað væri sannur þá væru þeir ekki að standa sig svona. Þeir myndu ekki sýna þá skuldbindingu sem þeir gera. Það er ekki mögulegt. Ég er nokkuð rólegur en ég veit líka að það eru tvær vikur til stefnu og ég veit líka að klásúlan í samningi Ebs [Eze] er runnin út svo að félagið ræður og við sjáum til hvað gerist,“ sagði Glasner. Palace tekur á móti norska liðinu Fredrikstad á fimmtudagskvöld, í umspilinu sem Breiðablik tekur einnig þátt í um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Með bikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð hefði Palace reyndar átt að fara í Evrópudeildina en var dæmt til að fara frekar í Sambandsdeildina vegna eigendamála Bandaríkjamaðurinn John Textor átti stóran hlut í bæði Palace og franska liðinu Lyon sem leikur í Evrópudeildinni. Næsti deildarleikur Palace er við Nottingham Forest á sunnudaginn en Forest tók sæti Palace í Evrópudeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira