Fótbolti

Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi

Sindri Sverrisson skrifar
Stefán Ingi Sigurðarson hefur farið á kostum á tímabilinu.
Stefán Ingi Sigurðarson hefur farið á kostum á tímabilinu. Sandefjord Fotball

Stefán Ingi Sigurðarson heldur áfram að raða inn mörkum í norsku úrvalsdeildinni með Sandefjord en hann gerði bæði mörk liðsins í dag.

Sandefjord varð þó að sætta sig við 2-2 jafntefli við Kristiansund á útivelli.

Stefán Ingi skoraði bæði mörkin snemma í seinni hálfleik og gestirnir frá Sandefjord virtust í góðri stöðu, enn 2-0 yfir þegar tíu mínútur voru eftir.

Varamaðurinn Leander Alvheim náði þó að skora tvennu á lokakaflanum og tryggja heimamönnum stig.

Það breytir því ekki að Stefán Ingi er núna kominn með ellefu mörk á leiktíðinni og er þriðji markahæstur í norsku úrvalsdeildinni. Kasper Högh er markahæstur með sextán mörk og Daniel Karlsbakk er með þrettán.

Sandefjord er með 28 stig í 6. sæti deildarinnar en Kristiansund er með 20 stig í 13. sæti, við fallsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×