HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. ágúst 2025 13:02 Bakaríið 280 er í sögulegu húsi við Klapparstíg í miðborg Reykjavíkur. Mynd/ Björn Árnason Hönnunarhjón í samvinnu við einn efnilegasta bakara landsins og hans ektafrú leiða saman krafta sína og opna handverksbakaríið 280 í sögulegu húsi við Klapparstíg í miðborg Reykjavíkur. Pörin eru í óða önn að leggja lokahönd á rýmið og stefna að því að opna dyrnar fyrir landsmönnum í næsta mánuði. Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir eru eigendur hönnunarstúdíósins HAF- Studio og HAF Store. Þau hafa markað sér sterkan sess í íslenskri hönnun síðustu ár en þau hafa hannað fjölda veitingastaða og verslanir. Hafsteinn og Karitas koma að allri hönnun bakarísins. Ari Hermannsson á að baki farsælan feril sem bakari, meðal annars Brauð & Co, BakaBaka og Hart Bageri í Kaupmannahöfn. Þétt við hlið hans í verkefninu stendur kærastan Þórný Edda Aðalsteinsdóttir. Ara hefur dreymt að eignast sitt eigið bakarí í mörg ár. Sá draumur er nú loksins að verða að veruleika. Rýmið við Klapparstíg 37 þekkja margir en þar var Aðalvideoleigan starfrækt í um fjóra áratugi, allt þar til henni var lokað í mars 2023. Hafsteinn segir að þau Karitas hafi lengi verið fastagestir á veitingastaðnum Skál, sem er í næsta húsi, og hafi oft gengið framhjá rýminu. „Við sáum strax tækifæri til að bæta ásýnd götunnar og auka þjónustu í hverfinu,“ segir Hafsteinn. „Auk þess verður ákveðið samstarf við vini okkar á Skál, sem gerir þetta verkefni enn skemmtilegra.“ Nýstárleg og heildræn nálgun Aðspurður um hvernig samstarfið kviknaði segir Hafsteinn að það hafi komið til nokkuð óvænt. Ari leitaði til HAF Studio í byrjun árs til að fá þau til að hanna nýtt bakarí. „Við Karitas höfðum fylgst með honum um árabil, enda höfum við mikinn áhuga á matargerð og eigum marga vini í veitingageiranum. Þegar Ari kom til okkar og við skoðuðum hugmyndina nánar heilluðumst við strax og ákváðum að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Hafsteinn. Hann segir þau ekki vera að finna upp hjólið með því að opna bakarí í miðborginni en áherslur og vöruframboð þeirra eru öðruvísi en áður hefur sést. „Íslendingar elska gott bakarí og hér á landi er mikið af flottum bakaríum sem bjóða upp á frábærar vörur. Við viljum byggja á þeim grunni, en um leið koma með ferskan takt í vöruframboðið og bjóða bæði hefðbundnar og nýstárlegar vörur. Það sem gerir þetta bakarí sérstakt er að gestir sjá alla vinnsluna – frá því að deigið er hnoðað og sett í ofninn, og þar til varan fer út til viðskiptavinarins. Frá hönnunarlegu sjónarhorni er það mjög skemmtilegt, því allt gerist á staðnum. Mörg bakarí eru með miðlæga framleiðslu sem síðan er flutt á milli staða. Við það tapast ákveðin gæði án þess þó að það sé endilega slæmt. Við viljum hins vegar einblína alfarið á gæði og ferskleika,“ segir Hafsteinn. HAF STUDIO Djúpar pælingar á bakvið nafnið Mikið hefur verið lagt í hönnun vörumerkisins, og Hafsteinn segir að þau hafi byrjað að þróa það í maí áður en lendingin var 280. „Þegar við hittumst nokkrir saman og köstuðum hugmyndum á milli kom Ari með hugmyndina að því að ofninn í alvöru bakaríum væri alltaf stilltur á 280 gráður. Algengasti brandarinn varð strax að skíra þetta „Bak-Ari“, eftir Ara. Við vildum þó hafa möguleika á að láta nafnið vaxa í fleiri áttir og halda því opnu.“ Sumum finnst tengingin skrýtin – og það er einmitt það sem við viljum. „Síðan vorum við líka mjög hrifin af því að nota bláan lit í vörumerkið. Þegar við fórum að skoða lit sem okkur leist vel á var hann Pantone númer 280C, sem er skemmtileg tilviljun og smellpassaði inn í brandið,“ segir Hafsteinn og hlær. Aðspurður um hönnun rýmisins segir hann að þau vilji skapa smá nostalgíufíling. „Við erum með jarðlita terrazzo-gólf sem var kallað bakaragólf í gamla daga, það verða glerjaðar flísar á veggjum og innréttingarnar eru úr reyktri eik. Bakaraofninn stendur fremst í rýminu svo að gestir upplifi handverkið og ferlið í heild sinni.“ HAF STUDIO Bakarí Hús og heimili Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir eru eigendur hönnunarstúdíósins HAF- Studio og HAF Store. Þau hafa markað sér sterkan sess í íslenskri hönnun síðustu ár en þau hafa hannað fjölda veitingastaða og verslanir. Hafsteinn og Karitas koma að allri hönnun bakarísins. Ari Hermannsson á að baki farsælan feril sem bakari, meðal annars Brauð & Co, BakaBaka og Hart Bageri í Kaupmannahöfn. Þétt við hlið hans í verkefninu stendur kærastan Þórný Edda Aðalsteinsdóttir. Ara hefur dreymt að eignast sitt eigið bakarí í mörg ár. Sá draumur er nú loksins að verða að veruleika. Rýmið við Klapparstíg 37 þekkja margir en þar var Aðalvideoleigan starfrækt í um fjóra áratugi, allt þar til henni var lokað í mars 2023. Hafsteinn segir að þau Karitas hafi lengi verið fastagestir á veitingastaðnum Skál, sem er í næsta húsi, og hafi oft gengið framhjá rýminu. „Við sáum strax tækifæri til að bæta ásýnd götunnar og auka þjónustu í hverfinu,“ segir Hafsteinn. „Auk þess verður ákveðið samstarf við vini okkar á Skál, sem gerir þetta verkefni enn skemmtilegra.“ Nýstárleg og heildræn nálgun Aðspurður um hvernig samstarfið kviknaði segir Hafsteinn að það hafi komið til nokkuð óvænt. Ari leitaði til HAF Studio í byrjun árs til að fá þau til að hanna nýtt bakarí. „Við Karitas höfðum fylgst með honum um árabil, enda höfum við mikinn áhuga á matargerð og eigum marga vini í veitingageiranum. Þegar Ari kom til okkar og við skoðuðum hugmyndina nánar heilluðumst við strax og ákváðum að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Hafsteinn. Hann segir þau ekki vera að finna upp hjólið með því að opna bakarí í miðborginni en áherslur og vöruframboð þeirra eru öðruvísi en áður hefur sést. „Íslendingar elska gott bakarí og hér á landi er mikið af flottum bakaríum sem bjóða upp á frábærar vörur. Við viljum byggja á þeim grunni, en um leið koma með ferskan takt í vöruframboðið og bjóða bæði hefðbundnar og nýstárlegar vörur. Það sem gerir þetta bakarí sérstakt er að gestir sjá alla vinnsluna – frá því að deigið er hnoðað og sett í ofninn, og þar til varan fer út til viðskiptavinarins. Frá hönnunarlegu sjónarhorni er það mjög skemmtilegt, því allt gerist á staðnum. Mörg bakarí eru með miðlæga framleiðslu sem síðan er flutt á milli staða. Við það tapast ákveðin gæði án þess þó að það sé endilega slæmt. Við viljum hins vegar einblína alfarið á gæði og ferskleika,“ segir Hafsteinn. HAF STUDIO Djúpar pælingar á bakvið nafnið Mikið hefur verið lagt í hönnun vörumerkisins, og Hafsteinn segir að þau hafi byrjað að þróa það í maí áður en lendingin var 280. „Þegar við hittumst nokkrir saman og köstuðum hugmyndum á milli kom Ari með hugmyndina að því að ofninn í alvöru bakaríum væri alltaf stilltur á 280 gráður. Algengasti brandarinn varð strax að skíra þetta „Bak-Ari“, eftir Ara. Við vildum þó hafa möguleika á að láta nafnið vaxa í fleiri áttir og halda því opnu.“ Sumum finnst tengingin skrýtin – og það er einmitt það sem við viljum. „Síðan vorum við líka mjög hrifin af því að nota bláan lit í vörumerkið. Þegar við fórum að skoða lit sem okkur leist vel á var hann Pantone númer 280C, sem er skemmtileg tilviljun og smellpassaði inn í brandið,“ segir Hafsteinn og hlær. Aðspurður um hönnun rýmisins segir hann að þau vilji skapa smá nostalgíufíling. „Við erum með jarðlita terrazzo-gólf sem var kallað bakaragólf í gamla daga, það verða glerjaðar flísar á veggjum og innréttingarnar eru úr reyktri eik. Bakaraofninn stendur fremst í rýminu svo að gestir upplifi handverkið og ferlið í heild sinni.“ HAF STUDIO
Bakarí Hús og heimili Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira