Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 17:02 Einn eldislaxanna sem veiddist í Haukadalsá í nótt. Íslenski náttúruverndarsjóðurinn Eftirlitsmaður Fiskistofu, sem hefur verið að störfum við Haukadalsá í Dalabyggð í dag, taldi hundrað eldislaxa, í neðstu tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um að ræða stærsta tilvik eldislaxa í á, á Íslandi. Fiskistofa sendi eftirlitsmann í Haukadalsá í morgun eftir að Jóhannes Sturlaugsson, fyrir tilstilli Íslenska náttúruverndarsjóðsins, fór þangað í nótt og veiddi þrjá eldislaxa. Þeir eru nú komnir í rannsókn þar sem greint verður úr hvaða kví laxinn kemur. „Eftirlitsmaðurinn er enn að störfum við ána en þegar ég heyrði í honum fyrir skömmu síðan þá hafði hann skoðað einn þriðja af ánni. Allra neðst við ósa árinnar taldi hann fimmtíu fiska og þegar hann var búinn að fara upp í einn þriðja árinnar, var hann búinn að telja að það gætu verið um hundrað fiskar sem væru líklegir eldisfiskar,“ segir Guðni Magnús Eiríksson sviðsstjóri lax- og silungaveiðisviðs Fiskistofu. Til grundvallar því hafi eftirlitsmaðurinn stuðst við hvíta flekki, sem oft einkenna eldisfiska. „Við höfum ekki haft tækifæri til að skoða myndefnið þannig að þetta er sett fram með nokkrum fyrirvara en þarna virðist vera nokkuð mikið af eldisfiskum.“ Norsku kafararnir komi til landsins Reynist talning rétt er þetta mesta magn eldisfiska sem fundist hefur í veiðivatni á Íslandi á síðustu árum eða áratugum að sögn Guðna. Grípa þurfi til stórtækra aðgerða. „Við erum í sambandi við veiðifélag árinnar um mögulegar aðgerðir. Það er hægt að veiða með stöng og veiðimönnum yrði beint á þessa staði að fjarlægja þessa fiska. Eins er til skoðunar að setja upp einhvers konar gildrur eða búnað. Þetta er í útfærslu. Við erum líka búin að setja okkur í samband við norsku kafarana sem liðsinntu okkur 2023 og þeir gætu komið á mánudagsmorgun,“ segir Guðni. Hann bætir við að samkomulag við kafarana sé ekki frágengið en þetta verði sennilega niðurstaðan. Aðstæður fyrir kafara séu einstaklega góðar í ánni og því ekkert því til fyrirstöðu að þeir gætu unnið hratt og vel. Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Fiskeldi Tengdar fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11 Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Fiskistofa sendi eftirlitsmann í Haukadalsá í morgun eftir að Jóhannes Sturlaugsson, fyrir tilstilli Íslenska náttúruverndarsjóðsins, fór þangað í nótt og veiddi þrjá eldislaxa. Þeir eru nú komnir í rannsókn þar sem greint verður úr hvaða kví laxinn kemur. „Eftirlitsmaðurinn er enn að störfum við ána en þegar ég heyrði í honum fyrir skömmu síðan þá hafði hann skoðað einn þriðja af ánni. Allra neðst við ósa árinnar taldi hann fimmtíu fiska og þegar hann var búinn að fara upp í einn þriðja árinnar, var hann búinn að telja að það gætu verið um hundrað fiskar sem væru líklegir eldisfiskar,“ segir Guðni Magnús Eiríksson sviðsstjóri lax- og silungaveiðisviðs Fiskistofu. Til grundvallar því hafi eftirlitsmaðurinn stuðst við hvíta flekki, sem oft einkenna eldisfiska. „Við höfum ekki haft tækifæri til að skoða myndefnið þannig að þetta er sett fram með nokkrum fyrirvara en þarna virðist vera nokkuð mikið af eldisfiskum.“ Norsku kafararnir komi til landsins Reynist talning rétt er þetta mesta magn eldisfiska sem fundist hefur í veiðivatni á Íslandi á síðustu árum eða áratugum að sögn Guðna. Grípa þurfi til stórtækra aðgerða. „Við erum í sambandi við veiðifélag árinnar um mögulegar aðgerðir. Það er hægt að veiða með stöng og veiðimönnum yrði beint á þessa staði að fjarlægja þessa fiska. Eins er til skoðunar að setja upp einhvers konar gildrur eða búnað. Þetta er í útfærslu. Við erum líka búin að setja okkur í samband við norsku kafarana sem liðsinntu okkur 2023 og þeir gætu komið á mánudagsmorgun,“ segir Guðni. Hann bætir við að samkomulag við kafarana sé ekki frágengið en þetta verði sennilega niðurstaðan. Aðstæður fyrir kafara séu einstaklega góðar í ánni og því ekkert því til fyrirstöðu að þeir gætu unnið hratt og vel.
Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Fiskeldi Tengdar fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11 Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11
Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07
Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50