Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 14:57 Fyrirtækið Storytel verður rannsakað af Samkeppniseftirlitinu. Vísir/Anton Brink Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á hendur fyrirtækinu Storytel. Til rannsóknar er hvort fyrirtækið hafi brotið gegn banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Undir nafninu Storytel eru tvö félög, annars vegar Storytel Iceland ehf. sem sér um rekstur streymisveitu fyrir hljóð- og rafbækur á Íslandi, og hins vegar Storyside AB sem gefur út bækur sem boðnar eru fram á streymisveitunni. Félögin tvö eru í eigu Storytel AB sem skráð er í Svíþjóð en fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu að rannsóknin taki einnig til móðurfélagsins. „Rannsókn Samkeppniseftirlitsins mun í fyrsta lagi beinast að því hvort Storytel teljist markaðsráðandi, en fyrirtæki í slíkri stöðu hafa sérstökum skyldum að gegna um að grípa ekki til neinna aðgerða sem raskað geta samkeppni á markaði,“ segir í tilkynningu eftirlitsins. „Rannsókn Samkeppniseftirlitsins mun í fyrsta lagi beinast að því hvort Storytel teljist markaðsráðandi, en fyrirtæki í slíkri stöðu hafa sérstökum skyldum að gegna um að grípa ekki til neinna aðgerða sem raskað geta samkeppni á markaði.“ Tekið fyrir eftir kvörtun frá Rithöfundarsambandi Íslands Ákveðið var að rannsaka Storytel eftir að kvörtun barst frá Rithöfundarsambandi Íslands um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Í kvörtuninni segir að RSÍ telji að hljóðbækur sem gefnar eru út af Storyside auk annarra útgáfna tengdum fyrirtækinu sé forgangsraðað yfir aðrar bækur. Til að mynda séu hljóðbækur Storyside í sérstökum forgangi í framsetningu og efnisvali í streymisveitunni og fái þar af leiðandi meiri hlustun. Í kvörtuninni kemur einnig fram að Storytel reyni að þvinga höfunda til að semja beint við Storyside frekar en aðra útgefundur og að Storytel „haædi tekjum innan samstæðunnar þar sem þóknar séu tengdar við hlustun.“ „Lýsing kvartanda á meintri háttsemi gefur tilefni til að rannsakað sé hvort um ólögmæta sjálfsforgangsröðun kunni að vera að ræða,“ segir í tilkynningunni. Íslenska eftirlitið hefur óskað eftir aðstoð hins sænska auk þess sem málið hefur verið tilkynnt til Eftirlitsstofnunarinnar EFTA. Þrátt fyrir að formleg rannsókn sé hafin kemur fram í tilkynningunni að ekki sé komin niðurstaða um brot né vísbending um niðurstöðu rannsóknarinnar. Samkeppnismál Bókmenntir Storytel Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira
Undir nafninu Storytel eru tvö félög, annars vegar Storytel Iceland ehf. sem sér um rekstur streymisveitu fyrir hljóð- og rafbækur á Íslandi, og hins vegar Storyside AB sem gefur út bækur sem boðnar eru fram á streymisveitunni. Félögin tvö eru í eigu Storytel AB sem skráð er í Svíþjóð en fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu að rannsóknin taki einnig til móðurfélagsins. „Rannsókn Samkeppniseftirlitsins mun í fyrsta lagi beinast að því hvort Storytel teljist markaðsráðandi, en fyrirtæki í slíkri stöðu hafa sérstökum skyldum að gegna um að grípa ekki til neinna aðgerða sem raskað geta samkeppni á markaði,“ segir í tilkynningu eftirlitsins. „Rannsókn Samkeppniseftirlitsins mun í fyrsta lagi beinast að því hvort Storytel teljist markaðsráðandi, en fyrirtæki í slíkri stöðu hafa sérstökum skyldum að gegna um að grípa ekki til neinna aðgerða sem raskað geta samkeppni á markaði.“ Tekið fyrir eftir kvörtun frá Rithöfundarsambandi Íslands Ákveðið var að rannsaka Storytel eftir að kvörtun barst frá Rithöfundarsambandi Íslands um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Í kvörtuninni segir að RSÍ telji að hljóðbækur sem gefnar eru út af Storyside auk annarra útgáfna tengdum fyrirtækinu sé forgangsraðað yfir aðrar bækur. Til að mynda séu hljóðbækur Storyside í sérstökum forgangi í framsetningu og efnisvali í streymisveitunni og fái þar af leiðandi meiri hlustun. Í kvörtuninni kemur einnig fram að Storytel reyni að þvinga höfunda til að semja beint við Storyside frekar en aðra útgefundur og að Storytel „haædi tekjum innan samstæðunnar þar sem þóknar séu tengdar við hlustun.“ „Lýsing kvartanda á meintri háttsemi gefur tilefni til að rannsakað sé hvort um ólögmæta sjálfsforgangsröðun kunni að vera að ræða,“ segir í tilkynningunni. Íslenska eftirlitið hefur óskað eftir aðstoð hins sænska auk þess sem málið hefur verið tilkynnt til Eftirlitsstofnunarinnar EFTA. Þrátt fyrir að formleg rannsókn sé hafin kemur fram í tilkynningunni að ekki sé komin niðurstaða um brot né vísbending um niðurstöðu rannsóknarinnar.
Samkeppnismál Bókmenntir Storytel Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira