Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2025 13:01 Gulklæddir stuðningsmenn Bröndby fóru fýluferð til Íslands í síðustu viku. vísir/Diego Eftir skammarlega framkomu á Íslandi í síðustu viku og þögul mótmæli í deildarleik við Vejle á sunnudag virðast stuðningsmenn Bröndby ætla að leggja allt í sölurnar á leiknum mikilvæga við Víkinga í dag. Víkingur er með 3-0 forskot eftir sigur á heimavelli í síðustu umferð og Bröndby þarf því að vinna upp þann mun í dag til að komast áfram, í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Tapið í Víkinni olli stuðningsmönnum Bröndby miklum vonbrigðum og ollu þeir tjóni á vellinum auk þess að standa í slagsmálum eftir leikinn. Þeir sýndu svo vonbrigði sín í verki á leiknum við Velje á sunnudag, með því að vera ekki með neinn skipulagðan stuðning í fyrri hálfleik. Í tilkynningu frá stuðningsmannafélagi Bröndby sagði að þannig vildu menn gefa leikmönnum og þjálfurum tækifæri til að sýna að þeir vildu berjast fyrir gulu treyjuna. Leiknum lauk með 2-1 sigri Bröndby, þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik, og kveðst fyrirliðinn Daniel Wass vonast eftir alvöru stuðningi á leiknum við Víkinga í dag. „Það hefði mikið að segja fyrir okkur en það er í þeirra höndum að ákveða hvað þeir gera. Við stýrum því ekki en við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum, mætum sem eitt lið og ætlum að sýna úr hverju við erum gerðir,“ sagði Wass. „Það er ljóst að þetta gildir ekki bara í eina átt. Það fer líka í hina áttina, það er ljóst. Auðvitað þurfum við á þeim að halda, en ég get ekki stjórnað því hvað þeir gera og hvað þeir hugsa,“ sagði Wass. Miðað við færslur á Instagram-síðu stuðningsmannafélags Bröndby þá verður enginn skortur á stuðningi í kvöld, og er ætlast til þess að allir leggi sig 100 prósent fram, bæði stuðningsmenn og leikmenn. Þannig sé hægt að vinna einvígið líkt og Bröndby hafi áður gert eftir erfiða stöðu í Evrópukeppni. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Víkingur er með 3-0 forskot eftir sigur á heimavelli í síðustu umferð og Bröndby þarf því að vinna upp þann mun í dag til að komast áfram, í umspil Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Tapið í Víkinni olli stuðningsmönnum Bröndby miklum vonbrigðum og ollu þeir tjóni á vellinum auk þess að standa í slagsmálum eftir leikinn. Þeir sýndu svo vonbrigði sín í verki á leiknum við Velje á sunnudag, með því að vera ekki með neinn skipulagðan stuðning í fyrri hálfleik. Í tilkynningu frá stuðningsmannafélagi Bröndby sagði að þannig vildu menn gefa leikmönnum og þjálfurum tækifæri til að sýna að þeir vildu berjast fyrir gulu treyjuna. Leiknum lauk með 2-1 sigri Bröndby, þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik, og kveðst fyrirliðinn Daniel Wass vonast eftir alvöru stuðningi á leiknum við Víkinga í dag. „Það hefði mikið að segja fyrir okkur en það er í þeirra höndum að ákveða hvað þeir gera. Við stýrum því ekki en við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum, mætum sem eitt lið og ætlum að sýna úr hverju við erum gerðir,“ sagði Wass. „Það er ljóst að þetta gildir ekki bara í eina átt. Það fer líka í hina áttina, það er ljóst. Auðvitað þurfum við á þeim að halda, en ég get ekki stjórnað því hvað þeir gera og hvað þeir hugsa,“ sagði Wass. Miðað við færslur á Instagram-síðu stuðningsmannafélags Bröndby þá verður enginn skortur á stuðningi í kvöld, og er ætlast til þess að allir leggi sig 100 prósent fram, bæði stuðningsmenn og leikmenn. Þannig sé hægt að vinna einvígið líkt og Bröndby hafi áður gert eftir erfiða stöðu í Evrópukeppni.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira