Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2025 11:16 Kjartan Már snýr aftur til starfa 1. september næstkomandi en hann hefur verið bæjarstjóri Reykjanesbæjar frá 1. september 2014. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, snýr aftur til starfa 1. september næstkomandi eftir tæplega árs veikindaleyfi vegna baráttu við krabbamein. Hann reyndi að snúa aftur í febrúar en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi. Kjartan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í morgun. „Í lífshlaupi hvers manns skiptast á skin og skúrir. Stundum gengur allt upp og stundum er mótbyr en það sem skiptir mestu máli er að taka á móti hverju verkefni af æðruleysi og styrk,“ skrifar hann í færslunni. Sjá einnig: Bæjarstjóri Reykjanesbæjar í veikindaleyfi „Undanfarið ár hefur blásið á móti en eins og sum ykkar vita greindist ég með krabbamein í júlí 2024. Strax við greiningu hófst lyfjameðferð í töflu-, stera- og sprautuformi og 4 mánuðum síðar fór ég í veikindaleyfi frá vinnu vegna geislameðferðar á Landspítalanum. Allt gekk þetta vel og í lok janúar sl. taldi ég mig tilbúinn að hefja störf á nýjan leik. Það reyndist hins vegar ekki rétt,“ skrifar hann. Kjartan sneri aftur til starfa í febrúar á þessu ári, eftir fimm mánaða fjarveru, en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi samkvæmt læknisvottorði. „Ég var einfaldlega of bráður á mér og hef unnið að því að byggja mig upp andlega og líkamlega síðan þá með það að markmiði að geta tekist á við daglega lífið og verða fyllilega vinnufær að nýju,“ skrifar Kjartan. „Á síðastliðnum mánuðum hef ég notið dyggrar aðstoðar sálfræðinga HSS og Ljóssins við Langholtsveg en einnig leiðsagnar við líkamlega uppbyggingu hjá Einari Inga Kristjánssyni, einkaþjálfara og eiganda AlphaGym. Þá hef ég sótt fræðslu hjá Krabbameinsfélagi Íslands og Krabbameinsfélaginu Framför í Grafarvogi,“ skrifar hann, Endurhæfingin hafi gengið vel og hann sé nú kominn á þann stað að geta snúið aftur til fyrra starfs. Þá segist hann þakklátur bæjaryfirvöldum og samstarfsfólki sínu fyrir stuðninginn síðustu þrettán mánuði og bæjarbúum sem hafa sent honum hlýjar kveðjur. „Síðast en ekki síst hef ég notið ómetanlegs stuðnings Jónu minnar, fjölskyldu og nánustu vina. Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum,“ skrifar Kjartan í færslunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Kjartan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í morgun. „Í lífshlaupi hvers manns skiptast á skin og skúrir. Stundum gengur allt upp og stundum er mótbyr en það sem skiptir mestu máli er að taka á móti hverju verkefni af æðruleysi og styrk,“ skrifar hann í færslunni. Sjá einnig: Bæjarstjóri Reykjanesbæjar í veikindaleyfi „Undanfarið ár hefur blásið á móti en eins og sum ykkar vita greindist ég með krabbamein í júlí 2024. Strax við greiningu hófst lyfjameðferð í töflu-, stera- og sprautuformi og 4 mánuðum síðar fór ég í veikindaleyfi frá vinnu vegna geislameðferðar á Landspítalanum. Allt gekk þetta vel og í lok janúar sl. taldi ég mig tilbúinn að hefja störf á nýjan leik. Það reyndist hins vegar ekki rétt,“ skrifar hann. Kjartan sneri aftur til starfa í febrúar á þessu ári, eftir fimm mánaða fjarveru, en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi samkvæmt læknisvottorði. „Ég var einfaldlega of bráður á mér og hef unnið að því að byggja mig upp andlega og líkamlega síðan þá með það að markmiði að geta tekist á við daglega lífið og verða fyllilega vinnufær að nýju,“ skrifar Kjartan. „Á síðastliðnum mánuðum hef ég notið dyggrar aðstoðar sálfræðinga HSS og Ljóssins við Langholtsveg en einnig leiðsagnar við líkamlega uppbyggingu hjá Einari Inga Kristjánssyni, einkaþjálfara og eiganda AlphaGym. Þá hef ég sótt fræðslu hjá Krabbameinsfélagi Íslands og Krabbameinsfélaginu Framför í Grafarvogi,“ skrifar hann, Endurhæfingin hafi gengið vel og hann sé nú kominn á þann stað að geta snúið aftur til fyrra starfs. Þá segist hann þakklátur bæjaryfirvöldum og samstarfsfólki sínu fyrir stuðninginn síðustu þrettán mánuði og bæjarbúum sem hafa sent honum hlýjar kveðjur. „Síðast en ekki síst hef ég notið ómetanlegs stuðnings Jónu minnar, fjölskyldu og nánustu vina. Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum,“ skrifar Kjartan í færslunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.
Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira