Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 09:01 Gylfi Þór Sigurðsson tekur aukaspyrnu í fyrri leiknum en Bröndby menn gera allt til að verjast henni. Vísir/Diego Víkingar eru í mjög góðri stöðu til að skrifa í kvöld nýjan kafla í sögu íslenska fótboltans. 3-0 yfir eftir fyrri leikinn á móti Bröndby og mega tapa með tveimur mörkum á Bröndby leikvanginum. Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei unnið Danmörku hjá A-landsliðum (í 25 tilraunum) og íslenskt félag hefur aldrei slegið danskt félag út úr Evrópukeppni. Víkingar geta breytt annarri þessari staðreynd í kvöld. Í boði er sæti í umspili Sambandsdeildarinnar. Þetta er í tíunda skiptið sem íslensk og dönsk félög mætast í Evrópukeppni og íslensk lið hafa hingað til aldrei komist áfram. Tvisvar hafa íslensku liðin fallið úr leik á útivallarmörkum og einu sinni í framlengingu. Nú síðast sló Silkeborg KA-menn út úr Sambandsdeildinni fyrr í sumar eftir framlengdan leik á Akureyri. Fyrst mætti íslenskt lið dönsku liði í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1980. Framarar töpuðu þá fyrri leiknum á móti Hvidovre 1-0 á útivelli og voru því alls ekki í slæmri stöðu. Hvidovre mætti hins vegar í Laugardalinn og vann seinni leikinn 2-0. Það liðu síðan tuttugu ár síðan íslensk og dönsk félög drógust aftur saman en það var þegar Bröndby mætti KR í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2000. Bröndby vann fyrri leikinn 3-1 á heimavelli og markalaust jafntefli varð í seinni leiknum sem var spilaður á Laugardalsvellinum. Síðan hafa Skagamenn, Valsmenn, Keflvíkingar, Stjörnumenn og Blikar reynt fyrir sér á móti Dönum en án árangurs. Minnstu munaði hjá Skagamönnum 2006 og hjá Keflvíkingum 2007. Skagamenn unnu seinni leikinn á móti Randers en féllu út á útivallarmörkum og sömu sögu er að segja af Keflvíkingum á móti Midtjylland 2008. Keflavík vann fyrri leikinn 3-2 en tapaði 2-1 í leiknum úti í Danmörku. Bröndby er að mæta íslensku liði í fjórða sinn og hafði fyrir leikinn í Víkinni í síðustu viku aldrei tapað leik á móti íslensku liðu. Fjórir sigrar, tvö jafntefli og þrettán mörk í plús í markatölu (16-3). Fyrir níu árum slógu Bröndby menn Valsara út 10-1 samanlagt eftir 6-0 sigur í seinni leiknum. Nú er sem betur fer öldin önnur og íslensku félögin hafa brúað bilið. Víkingar náðu í þennan fyrsta sigur með glæsibrag og nú er komið að því í kvöld að henda dönsku liði út úr keppni í fyrsta sinn í sögunni. Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei unnið Danmörku hjá A-landsliðum (í 25 tilraunum) og íslenskt félag hefur aldrei slegið danskt félag út úr Evrópukeppni. Víkingar geta breytt annarri þessari staðreynd í kvöld. Í boði er sæti í umspili Sambandsdeildarinnar. Þetta er í tíunda skiptið sem íslensk og dönsk félög mætast í Evrópukeppni og íslensk lið hafa hingað til aldrei komist áfram. Tvisvar hafa íslensku liðin fallið úr leik á útivallarmörkum og einu sinni í framlengingu. Nú síðast sló Silkeborg KA-menn út úr Sambandsdeildinni fyrr í sumar eftir framlengdan leik á Akureyri. Fyrst mætti íslenskt lið dönsku liði í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1980. Framarar töpuðu þá fyrri leiknum á móti Hvidovre 1-0 á útivelli og voru því alls ekki í slæmri stöðu. Hvidovre mætti hins vegar í Laugardalinn og vann seinni leikinn 2-0. Það liðu síðan tuttugu ár síðan íslensk og dönsk félög drógust aftur saman en það var þegar Bröndby mætti KR í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2000. Bröndby vann fyrri leikinn 3-1 á heimavelli og markalaust jafntefli varð í seinni leiknum sem var spilaður á Laugardalsvellinum. Síðan hafa Skagamenn, Valsmenn, Keflvíkingar, Stjörnumenn og Blikar reynt fyrir sér á móti Dönum en án árangurs. Minnstu munaði hjá Skagamönnum 2006 og hjá Keflvíkingum 2007. Skagamenn unnu seinni leikinn á móti Randers en féllu út á útivallarmörkum og sömu sögu er að segja af Keflvíkingum á móti Midtjylland 2008. Keflavík vann fyrri leikinn 3-2 en tapaði 2-1 í leiknum úti í Danmörku. Bröndby er að mæta íslensku liði í fjórða sinn og hafði fyrir leikinn í Víkinni í síðustu viku aldrei tapað leik á móti íslensku liðu. Fjórir sigrar, tvö jafntefli og þrettán mörk í plús í markatölu (16-3). Fyrir níu árum slógu Bröndby menn Valsara út 10-1 samanlagt eftir 6-0 sigur í seinni leiknum. Nú er sem betur fer öldin önnur og íslensku félögin hafa brúað bilið. Víkingar náðu í þennan fyrsta sigur með glæsibrag og nú er komið að því í kvöld að henda dönsku liði út úr keppni í fyrsta sinn í sögunni.
Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira