Lífið

Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsi­legar á rauða dreglinum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Embla Wigum er eins skærasta samfélagsmiðlastjarna okkar Íslendinga.
Embla Wigum er eins skærasta samfélagsmiðlastjarna okkar Íslendinga. Skjáskot/Embla

Íslenska TikTok-stjarnan og förðunarfræðingurinn Embla Wigum skein skært á rauða dreglinum í London við forsýningu Freakier Friday þann 31. júlí síðastliðnin. Meðal gesta var aðalleikkona kvikmyndarinnar, Lindsay Lohan. 

Embla er ein stærsta samfélagsmiðlastjarna okkar Íslendinga og er búsett í London þar sem hún hefur verið að gera góða hluti. Hún er með 2,5 milljónir fylgjenda á TikTok og 218 þúsund fylgjendur á Instagram þar sem hún deilir gjarnan ýmsum listrænum förðunarmyndböndum.

Embla birti myndir frá frumsýningarkvöldinu á Instagram-síðu sinni fyrr í vikunni með textanum: „Forsýning á Freakier Friday . Svo mikil nostalgía, elskaði þetta“.

Kvikmyndin Freaky Friday með þeim Lindsay Lohan, Jamie Lee Curtis og Chad Michael Murray sló í gegn árið 2003, og nú 22 árum síðar er framhaldsmyndin komin í kvikmyndahús.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Embla sækir viðburði með Hollywood-stjörnum. Hún mætti einnig á forsýningu kvikmyndarinnar A Complete Unknown í janúar á þessu ári þar sem hún var í félagsskap stórstjarna á borð við Timothée Chalamet.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.