Fótbolti

„Þetta var bara út um allt“

Hörður Unnsteinsson skrifar
Thelma Karen (lengst til vinstri) fagnar einu af fimm mörkum FH í kvöld
Thelma Karen (lengst til vinstri) fagnar einu af fimm mörkum FH í kvöld Vísir/Anton Brink

Thelma Lóa Hermannsdóttir var besti leikmaður vallarins í Kaplakrika í kvöld. Hún átti þátt fjórum af fimm mörkum FH í leiknum, skoraði þrennu og lagði upp eitt. Sannarlega frábær frammistaða, en fyrir leikinn hafði Thelma Lóa aðeins skorað tvö mörk í efstu deild.

„Ég er bara mjög glöð að við höfum náð að koma til baka eftir að hafa fengið á okkur þrjú mörk í fyrri hálfleik. Ég veit ekki alveg hvað var í gangi í þessum fyrri hálfleik, við bara skoruðum og svo þær og svo aftur. „Þetta var bara út um allt“. Ég er bara mjög ánægð og stolt af minni frammistöðu, og líka bara liðinu.“

FH liðið mætir Breiðablik á laugardaginn í bikarúrslitaleik á Laugardalsvelli, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Aðspurð hvort það hafi verið skrýtið að spila þennan leik vitandi að það væri stórleikur framundan sagði Thelma svo ekki vera.

„Við vorum bara að einbeita okkur að þessum leik og svo kemur næsti leikur, við erum mjög spenntar fyrir honum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×