Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2025 07:43 Hér má sjá bæði íslensku fimmtán ára landsliðin saman en þau unnu gull og silfur á óopinberu Norðurlandamóti U15 landsliða. KKÍ Íslensku fimmtán ára landsliðin í körfubolta stóðu sig frábærlega á óopinberu Norðurlandamóti U15 landsliða í Finnlandi síðustu daga. Stelpuliðið var gríðarlega öflugt og vann Norðurlandameistaratitilinn með sannfærandi hætti. Liðið vann alla fjóra leiki sína þar af úrslitaleikinn á móti Finnum með 21 stigi, 70-49. Liðið hafði áður unnið 22 stiga sigur á Finnum, 17 stiga sigur á Þjóðverjum og 32 stiga sigur á Dönum. Berglind Katla Hlynsdóttir (Stjarnan) var stigahæst hjá íslenska liðinu í úrslitaleiknum með 19 stig en hún stal líka fimm boltum. Eva Ingibjörg Óladóttir (Stjarnan) skoraði 16 stig og Rún Sveinbjörnsdóttir (Valur) var með 9 stig, 7 stolna og 6 fráköst. Berglind var langstigahæst af öllum leikmönnum mótsins með 20,5 stig í leik en Eva skoraði 15,9 stig í leik. Íslenska liðið var 23 og yfir í plús og mínus í öllum fjórum leikjunum á meðan Berglind var inn á vellinum. Rún Sveinbjörnsdóttir skoraði 7,5 stig í leik og Björk Karlsdóttir (Keflavík) var með 5,8 stig í leik. Björk var frákastahæst í íslenska liðinu með 6,3 fráköst í leik. Hákon Hjartarson þjálfar íslensku stelpurnar og aðstoðarþjálfarar hans eru Eygló Alexandersdóttir og Bruno Richotti. Strákaliðið var líka nálægt gullinu en liðið tapaði á móti Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik, 75-82. Íslenska liðið gerði frábærlega með því að vinna upp mun Þjóðverja úr fyrri hálfleiknum en gáfu síðan eftir í framlengingunni og urðu að sætta sig við silfur. Þjóðverjar voru 48-28 yfir í hálfleik en íslenska liðið vann seinni hálfleikinn 45-25. Framlengingin fór síðan 9-2 fyrir Þjóðverja. Sindri Logason (Haukar) var stigahæstur í íslenska liðinu í úrslitaleiknum með 15 stig en þeir Baltasar Torfi Hlynsson (Stjarnan) og Marinó Freyr Ómarsson (Stjarnan) skoruðu báðir 13 stig. Atli Freyr Haraldsson (Valur) skoraði 7 stig hann tók 22 fráköst í leiknum þar af átta í sókn. Íslenska liðið vann Finna og Dana fyrr í keppninni en tapaði báðum leikjum sínum á móti sterku þýsku liði. Atli Freyr Haraldsson var stighæstur í íslenska liðinu á mótinu með 14,5 stig í leik en hann var líka langfrákastahæstur allra í mótinu með 15,0 fráköst í leik. Sindri Logason skoraði 12,5 stig í leik og Baltasar Torfi Hlynsson var með 9,5 stig í leik. Dino Stipcic þjálfar strákana og aðstoðaþjálfarar eru Ögmundur Árni Sveinsson og Aron Páll Hauksson. Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Stelpuliðið var gríðarlega öflugt og vann Norðurlandameistaratitilinn með sannfærandi hætti. Liðið vann alla fjóra leiki sína þar af úrslitaleikinn á móti Finnum með 21 stigi, 70-49. Liðið hafði áður unnið 22 stiga sigur á Finnum, 17 stiga sigur á Þjóðverjum og 32 stiga sigur á Dönum. Berglind Katla Hlynsdóttir (Stjarnan) var stigahæst hjá íslenska liðinu í úrslitaleiknum með 19 stig en hún stal líka fimm boltum. Eva Ingibjörg Óladóttir (Stjarnan) skoraði 16 stig og Rún Sveinbjörnsdóttir (Valur) var með 9 stig, 7 stolna og 6 fráköst. Berglind var langstigahæst af öllum leikmönnum mótsins með 20,5 stig í leik en Eva skoraði 15,9 stig í leik. Íslenska liðið var 23 og yfir í plús og mínus í öllum fjórum leikjunum á meðan Berglind var inn á vellinum. Rún Sveinbjörnsdóttir skoraði 7,5 stig í leik og Björk Karlsdóttir (Keflavík) var með 5,8 stig í leik. Björk var frákastahæst í íslenska liðinu með 6,3 fráköst í leik. Hákon Hjartarson þjálfar íslensku stelpurnar og aðstoðarþjálfarar hans eru Eygló Alexandersdóttir og Bruno Richotti. Strákaliðið var líka nálægt gullinu en liðið tapaði á móti Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik, 75-82. Íslenska liðið gerði frábærlega með því að vinna upp mun Þjóðverja úr fyrri hálfleiknum en gáfu síðan eftir í framlengingunni og urðu að sætta sig við silfur. Þjóðverjar voru 48-28 yfir í hálfleik en íslenska liðið vann seinni hálfleikinn 45-25. Framlengingin fór síðan 9-2 fyrir Þjóðverja. Sindri Logason (Haukar) var stigahæstur í íslenska liðinu í úrslitaleiknum með 15 stig en þeir Baltasar Torfi Hlynsson (Stjarnan) og Marinó Freyr Ómarsson (Stjarnan) skoruðu báðir 13 stig. Atli Freyr Haraldsson (Valur) skoraði 7 stig hann tók 22 fráköst í leiknum þar af átta í sókn. Íslenska liðið vann Finna og Dana fyrr í keppninni en tapaði báðum leikjum sínum á móti sterku þýsku liði. Atli Freyr Haraldsson var stighæstur í íslenska liðinu á mótinu með 14,5 stig í leik en hann var líka langfrákastahæstur allra í mótinu með 15,0 fráköst í leik. Sindri Logason skoraði 12,5 stig í leik og Baltasar Torfi Hlynsson var með 9,5 stig í leik. Dino Stipcic þjálfar strákana og aðstoðaþjálfarar eru Ögmundur Árni Sveinsson og Aron Páll Hauksson.
Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira