Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 22:31 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Sigurjón Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn framkvæmdastjóra félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. Ríflega sólarhringur er þar til boðuð tollahækkun Bandaríkjaforseta á íslenskar vörur upp á fimmtán prósent tekur gildi í Bandaríkjunum. Tilkynnt var um hækkunina nú um mánaðamótin og sagði utanríkisráðherra við það tækifæri að hún væri vonbrigði. Kallað hafi verið eftir samtali við bandarísk stjórnvöld. „Félagsmenn spyrja okkur, er þetta raunverulega að fara að bresta á núna? Síðasta auglýsta tollahækkun var tíu prósent og var frestað. Það er ekkert sem bendir til annars en fimmtán prósent tollar taki gildi á fimmtudaginn,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann hvetur félagsmenn sína sem flytja út vörur til Bandaríkjanna að bregðast við yfirvofandi tollahækkunum sem fyrst. „Eina leiðin til að losna við þessa tolla er að koma vörunni í flutning fyrir hádegi á fimmtudag. Það þarf þá að afgreiða hana úr vöruhúsi í Bandaríkjunum fyrir 5. október næstkomandi. Það er eini glugginn sem menn hafa,“ segir Ólafur. Krefjandi samningaviðræður fram undan Boðað hefur verið fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á fimmtudag vegna málsins. Ólafur býst við löngum og flóknum samningaumleitunum við bandarísk stjórnvöld. „Bandaríkin munu væntanlega ekki vilja semja við okkur nema að íslensk stjórnvöld komi með gott tilboð. Það er ekkert einfalt í þessu umhverfi. Ég tel að það geti tekið tíma að ná niður þessum tollum. Þetta verður erfitt og flókið. Það er ólíklegt að tollarnir fari niður fyrir tíu prósent sem virðist vera hið nýja gólf hjá bandarískum stjórnvöldum,“ segir Ólafur að lokum. Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Ríflega sólarhringur er þar til boðuð tollahækkun Bandaríkjaforseta á íslenskar vörur upp á fimmtán prósent tekur gildi í Bandaríkjunum. Tilkynnt var um hækkunina nú um mánaðamótin og sagði utanríkisráðherra við það tækifæri að hún væri vonbrigði. Kallað hafi verið eftir samtali við bandarísk stjórnvöld. „Félagsmenn spyrja okkur, er þetta raunverulega að fara að bresta á núna? Síðasta auglýsta tollahækkun var tíu prósent og var frestað. Það er ekkert sem bendir til annars en fimmtán prósent tollar taki gildi á fimmtudaginn,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann hvetur félagsmenn sína sem flytja út vörur til Bandaríkjanna að bregðast við yfirvofandi tollahækkunum sem fyrst. „Eina leiðin til að losna við þessa tolla er að koma vörunni í flutning fyrir hádegi á fimmtudag. Það þarf þá að afgreiða hana úr vöruhúsi í Bandaríkjunum fyrir 5. október næstkomandi. Það er eini glugginn sem menn hafa,“ segir Ólafur. Krefjandi samningaviðræður fram undan Boðað hefur verið fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á fimmtudag vegna málsins. Ólafur býst við löngum og flóknum samningaumleitunum við bandarísk stjórnvöld. „Bandaríkin munu væntanlega ekki vilja semja við okkur nema að íslensk stjórnvöld komi með gott tilboð. Það er ekkert einfalt í þessu umhverfi. Ég tel að það geti tekið tíma að ná niður þessum tollum. Þetta verður erfitt og flókið. Það er ólíklegt að tollarnir fari niður fyrir tíu prósent sem virðist vera hið nýja gólf hjá bandarískum stjórnvöldum,“ segir Ólafur að lokum.
Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira