Eir og Ísold mæta á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. ágúst 2025 19:45 Það verður gaman að fylgjast með Eir og Ísold á EM U20. Evrópumeistaramót U20 í frjálsíþróttum er handan við hornið og þar mun Ísland eiga tvo fulltrúa. Þær Eir Chang Hlésdóttir og Ísold Sævarsdóttir eru báðar með lágmörk inn á mótið. Þess má til gamans geta að þær náðu lágmarki í fleiri greinum en þær taka þátt í á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Eir og Ísold keppa á EM U20 en þær eru báðar fæddar 2007 og eru því aðeins 18 ára gamlar. Þær eru samt sem áður svo sannarlega með mikla alþjóðlega keppnisreynslu og voru meðal þriggja íslenskra keppenda á EM U18 sem fram fór í Slóvakíu í fyrrasumar. Þar keppti Eir í 400 metra hlaupi og komst hún í undanúrslit. Hún hljóp þar á 56,75 sekúndum og hafnaði í sautjánda sæti. Ísold keppti í sjöþraut og átti frábæra þraut þar sem hún bætti aldursflokkametið í flokki 16-17 ára þegar hún hlaut 5.643 stig og hafnaði í fimmta sæti. Eir Chang Hlésdóttir keppir í 100 m hlaupi og 200 m hlaupi en hún náði lágmarki í 100 m hlaupinu núna í lok júní þegar hún hljóp á 11,69 sek og lágmarki í 200 m hlaupinu í ágúst í fyrra þegar hún hljóp á 24,30 sek. Auk þess náði Eir einnig lágmarki í 400 m hlaupi í maí 2024 þegar hún hljóp á 55,01 sek en hún mun ekki keppa í þeirri grein á þessu móti. Eir hefur verið í miklu stuði Eir hefur verið á svakalegri siglingu undanfarið og hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessari ungu íþróttakonu sem er greinilega í hörkuformi. Frá því að hún náði lágmarki í 200 m hlaupinu síðasta sumar, þegar hún hljóp á 24,30, er hún búin að stórbæta tímann sinn í greininni, en hún er ríkjandi Íslandsmethafi í 200 m hlaupi bæði innanhúss og utanhúss. Í vetur bætti hún 21 árs gamalt Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur þegar hún hljóp á 23,69 sek og fyrr í sumar bætti hún sex ára gamalt Íslandsmet Guðbjargar Jónu Bjarnadóttur þegar hún kom í mark á 23,44 sek. Þessi frábæri árangur Eirar er sjöundi besti árangur allra skráðra keppenda og á hún því góða möguleika á að komast í úrslit. Frjálsar íþróttir Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Þær Eir Chang Hlésdóttir og Ísold Sævarsdóttir eru báðar með lágmörk inn á mótið. Þess má til gamans geta að þær náðu lágmarki í fleiri greinum en þær taka þátt í á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Eir og Ísold keppa á EM U20 en þær eru báðar fæddar 2007 og eru því aðeins 18 ára gamlar. Þær eru samt sem áður svo sannarlega með mikla alþjóðlega keppnisreynslu og voru meðal þriggja íslenskra keppenda á EM U18 sem fram fór í Slóvakíu í fyrrasumar. Þar keppti Eir í 400 metra hlaupi og komst hún í undanúrslit. Hún hljóp þar á 56,75 sekúndum og hafnaði í sautjánda sæti. Ísold keppti í sjöþraut og átti frábæra þraut þar sem hún bætti aldursflokkametið í flokki 16-17 ára þegar hún hlaut 5.643 stig og hafnaði í fimmta sæti. Eir Chang Hlésdóttir keppir í 100 m hlaupi og 200 m hlaupi en hún náði lágmarki í 100 m hlaupinu núna í lok júní þegar hún hljóp á 11,69 sek og lágmarki í 200 m hlaupinu í ágúst í fyrra þegar hún hljóp á 24,30 sek. Auk þess náði Eir einnig lágmarki í 400 m hlaupi í maí 2024 þegar hún hljóp á 55,01 sek en hún mun ekki keppa í þeirri grein á þessu móti. Eir hefur verið í miklu stuði Eir hefur verið á svakalegri siglingu undanfarið og hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessari ungu íþróttakonu sem er greinilega í hörkuformi. Frá því að hún náði lágmarki í 200 m hlaupinu síðasta sumar, þegar hún hljóp á 24,30, er hún búin að stórbæta tímann sinn í greininni, en hún er ríkjandi Íslandsmethafi í 200 m hlaupi bæði innanhúss og utanhúss. Í vetur bætti hún 21 árs gamalt Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur þegar hún hljóp á 23,69 sek og fyrr í sumar bætti hún sex ára gamalt Íslandsmet Guðbjargar Jónu Bjarnadóttur þegar hún kom í mark á 23,44 sek. Þessi frábæri árangur Eirar er sjöundi besti árangur allra skráðra keppenda og á hún því góða möguleika á að komast í úrslit.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira