Terry Reid látinn Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 15:02 Terry Reid á tónleikum í Rainbow-leikhúsinu í Lundúnum 21. júní 1973. Getty/Ian Dickson/Redferns Breski rokkarinn Terrance James Reid, yfirleitt þekktur sem Terry Reid eða „Ofurlungu“, er látinn 75 ára að aldri eftir langa baráttu við krabbamein. Reid hafði aflýst tónleikaferðalagi sínu í síðasta mánuði. Hann var flinkur söngvari og gítarleikari og átti nokkur vinsæl lög en er hvað þekktastur fyrir að hafa afþakkað stöðu aðalsöngvara hjá bæði Deep Purple og Led Zeppelin. Reid var þekktur fyrir sína sterku söngrödd en auk þess var hann flinkur gítarleikari. Blússöngvarinn Joe Bonamassa greinir frá andlátinu á Instagram. Í júlí tilkynnti hann að hann hefði aflýst tónleikaferðalagi vegna veikinda í tengslum við krabbameinsmeðferð, samkvæmt yfirlýsingu á sínum tíma. Platan hans River frá 1973 hefur notið hylli gagnrýnenda og þó að hann hafi aldrei sjálfur orðið stórstjarna hefur hann komið nálægt mörgum af stærstu hljómsveitum heims, allt frá því að hann gekk fimmtán ára til liðs við Peter Jay and The Jaywalkers sem hituðu upp fyrir Rolling Stones á tónleikaferðalagi þeirra um Bretland árið 1966. Áður hafði hann spilað í The Redbeats. Terry Reid á tónleikum í Lundúnum 2019.Getty The Jaywalkers gáfu út sína fyrstu smáskífu árið 1967, The Hand Don't Fit the Glove, sem naut einhverra vinsælda þegar hún kom út. Ári síðar gaf hann út sína fyrstu sóló-smáskífu, lagið Better By Far sem varð hittari, og síðar fyrstu sóló-plötuna Bang Bang, You’re Terry Reid. Rokkgoðsögnin Jimmy Page, þá gítarleikari í Yardbirds, spurði Reid árið 1968 hvort hann vildi ekki ganga til liðs við nýja hljómsveit sem hann hygðist stofna út frá Yardbirds sem voru að fara í sundur. Reid afþakkaði boðið enda átti hann enn eftir að ljúka tveimur tónleikaferðalögum með Stóns. Hljómsveitin sem hann hafnaði kom til með að heita Led Zeppelin og er í dag ein þekktasta rokksveit allra tíma. Reid var einnig boðið að leysa Rod Evans af hólmi í hljómsveitinni Deep Purple. Reid kvaðst aldrei sjá eftir því að hafa afþakkað boðið, en þótti leitt að hann væri þekktur fyrir þær hljómsveitir sem hann spilaði einmitt ekki með. Lög hans hafa verið flutt af fjölda hljómsveita, meðal annars Cheap Trick, The Hollies, The Raconteurs og Chris Cornell. Vinsælasta lagið hans nefnist Seed of Memory. Tónlist Bretland Andlát Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Reid var þekktur fyrir sína sterku söngrödd en auk þess var hann flinkur gítarleikari. Blússöngvarinn Joe Bonamassa greinir frá andlátinu á Instagram. Í júlí tilkynnti hann að hann hefði aflýst tónleikaferðalagi vegna veikinda í tengslum við krabbameinsmeðferð, samkvæmt yfirlýsingu á sínum tíma. Platan hans River frá 1973 hefur notið hylli gagnrýnenda og þó að hann hafi aldrei sjálfur orðið stórstjarna hefur hann komið nálægt mörgum af stærstu hljómsveitum heims, allt frá því að hann gekk fimmtán ára til liðs við Peter Jay and The Jaywalkers sem hituðu upp fyrir Rolling Stones á tónleikaferðalagi þeirra um Bretland árið 1966. Áður hafði hann spilað í The Redbeats. Terry Reid á tónleikum í Lundúnum 2019.Getty The Jaywalkers gáfu út sína fyrstu smáskífu árið 1967, The Hand Don't Fit the Glove, sem naut einhverra vinsælda þegar hún kom út. Ári síðar gaf hann út sína fyrstu sóló-smáskífu, lagið Better By Far sem varð hittari, og síðar fyrstu sóló-plötuna Bang Bang, You’re Terry Reid. Rokkgoðsögnin Jimmy Page, þá gítarleikari í Yardbirds, spurði Reid árið 1968 hvort hann vildi ekki ganga til liðs við nýja hljómsveit sem hann hygðist stofna út frá Yardbirds sem voru að fara í sundur. Reid afþakkaði boðið enda átti hann enn eftir að ljúka tveimur tónleikaferðalögum með Stóns. Hljómsveitin sem hann hafnaði kom til með að heita Led Zeppelin og er í dag ein þekktasta rokksveit allra tíma. Reid var einnig boðið að leysa Rod Evans af hólmi í hljómsveitinni Deep Purple. Reid kvaðst aldrei sjá eftir því að hafa afþakkað boðið, en þótti leitt að hann væri þekktur fyrir þær hljómsveitir sem hann spilaði einmitt ekki með. Lög hans hafa verið flutt af fjölda hljómsveita, meðal annars Cheap Trick, The Hollies, The Raconteurs og Chris Cornell. Vinsælasta lagið hans nefnist Seed of Memory.
Tónlist Bretland Andlát Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein