„Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2025 11:55 Tryggvi býst við að Patrick bæti markametið á Skaganum í kvöld. Samsett/Vísir „Ég er svo sem bara búinn að vera bíða eftir þessu. Þetta eru ekki sjokkerandi fréttir. Hann er náttúrulega búinn að vera funheitur. Ég á alveg von á því að þetta verði slegið, hann á það fyllilega skilið,“ segir Tryggvi Guðmundsson um markametið í efstu deild í fótbolta. Patrick Pedersen getur eignað sér metið er Valur sækir ÍA heim í Bestu deild karla í kvöld. Tryggvi skoraði 131 mark á sínum tíma með ÍBV, KR, FH og Fylki í efstu deild og hefur markamet hans staðið frá því í maí 2012 en þá sló hann fyrra met Inga Björns Albertssonar. Met Tryggva er á útleið, þar sem Patrick jafnaði það með sínu 131. marki í 3-1 sigri Vals á FH í síðustu umferð. Tryggvi mun þó áfram vera sá leikmaður sem hefur skorað og lagt upp flest, til samans. „Það er alltaf gaman að eiga einhver met en svo hef ég líka sagt að metin eru til þess að slá þau. En það var einhver góður sem benti mér á að ég geti þó alltaf montað mig af því að ég á enn metið yfir mörk og stoðsendingar saman. Eini yfir 200 þar á Íslandi, þannig að ég held bara í það met,“ segir Tryggvi í samtali við íþróttadeild. Hann sé þá einnig stoltur af því að halda enn metinu sem markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi. Það bætir Patrick seint. Þónokkrir hafa verið í sambandi við Tryggva síðustu vikur vegna metsins þar sem stefnt hefur í að Patrick bæti það. „Menn sögðu að jæja, það fer að koma að þessu og hvort þyrfti ekki að gera eitthvað. Það voru margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig, í djóki að sjálfsögðu. Maður hefur verið minntur á þetta reglulega síðustu vikur og mánuði,“ segir Tryggvi sem lék einnig í atvinnumennsku, með Tromsö, Stabæk og Örgryte, auk stutts stopps í Stoke, á árunum 1998 til 2004. Hann bendir þá á að hann hafi leikið sem kantmaður stærstan hluta síns ferils, með ÍBV, Fylki og hjá FH en í Hafnarfirðinum skoraði hann 51 deildarmark í 92 leikjum milli 2005 og 2009. „Patrick er náttúrulega pjúra stræker og hefur alltaf spilað stræker. Það gleymist stundum í umræðunni að ég var mikið úti á vinstri kanti. Þetta er ekki algjör samanburður, en samt.“ En bætir Patrick metið í kvöld? „Mig grunar það. Hann er funheitur og væntanlega mjög hungraður í þetta met. Hann tekur vítaspyrnur, eins og ég reyndar gerði líka, svo hann þarf ekki einu sinni að koma sér í færi. Það er bara víti og bang. Ég á von á því að þetta falli í kvöld,“ segir Tryggvi. ÍA og Valur mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Besta deild karla Valur FH ÍBV Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Tryggvi skoraði 131 mark á sínum tíma með ÍBV, KR, FH og Fylki í efstu deild og hefur markamet hans staðið frá því í maí 2012 en þá sló hann fyrra met Inga Björns Albertssonar. Met Tryggva er á útleið, þar sem Patrick jafnaði það með sínu 131. marki í 3-1 sigri Vals á FH í síðustu umferð. Tryggvi mun þó áfram vera sá leikmaður sem hefur skorað og lagt upp flest, til samans. „Það er alltaf gaman að eiga einhver met en svo hef ég líka sagt að metin eru til þess að slá þau. En það var einhver góður sem benti mér á að ég geti þó alltaf montað mig af því að ég á enn metið yfir mörk og stoðsendingar saman. Eini yfir 200 þar á Íslandi, þannig að ég held bara í það met,“ segir Tryggvi í samtali við íþróttadeild. Hann sé þá einnig stoltur af því að halda enn metinu sem markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi. Það bætir Patrick seint. Þónokkrir hafa verið í sambandi við Tryggva síðustu vikur vegna metsins þar sem stefnt hefur í að Patrick bæti það. „Menn sögðu að jæja, það fer að koma að þessu og hvort þyrfti ekki að gera eitthvað. Það voru margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig, í djóki að sjálfsögðu. Maður hefur verið minntur á þetta reglulega síðustu vikur og mánuði,“ segir Tryggvi sem lék einnig í atvinnumennsku, með Tromsö, Stabæk og Örgryte, auk stutts stopps í Stoke, á árunum 1998 til 2004. Hann bendir þá á að hann hafi leikið sem kantmaður stærstan hluta síns ferils, með ÍBV, Fylki og hjá FH en í Hafnarfirðinum skoraði hann 51 deildarmark í 92 leikjum milli 2005 og 2009. „Patrick er náttúrulega pjúra stræker og hefur alltaf spilað stræker. Það gleymist stundum í umræðunni að ég var mikið úti á vinstri kanti. Þetta er ekki algjör samanburður, en samt.“ En bætir Patrick metið í kvöld? „Mig grunar það. Hann er funheitur og væntanlega mjög hungraður í þetta met. Hann tekur vítaspyrnur, eins og ég reyndar gerði líka, svo hann þarf ekki einu sinni að koma sér í færi. Það er bara víti og bang. Ég á von á því að þetta falli í kvöld,“ segir Tryggvi. ÍA og Valur mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Besta deild karla Valur FH ÍBV Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira